12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

héraðsdómara eftir ákorun í Lögbirtingarblaði þar um, samkvæmt 4. og 5. gr. laga nr.<br />

113/1952, um lausn ítaka af jörðum, og athuga síðan, hvort ástæða sé til sérstakra<br />

ráðstafana í því skyni að rétta hlut þeirra, sem þannig hafa misst ítaksrétt.“<br />

Með tillögunni til þessarar þingsályktunar (en flutningsmenn voru Jónas G. Rafnar og<br />

Magnús Jónsson) fylgdi svohljóðandi greinargerð:<br />

„Lög nr. 113/1952, um lausn ítaka af jörðum, voru sett til að koma reglu á ítök í<br />

bújarðir og gefa jarðeigendum tækifæri til að leysa þau af, ef svo bæri undir.<br />

Lögin gerðu ráð fyrir almennri áskorun um lýsingu ítaka og að þau ítök, sem ekki var<br />

lýst fyrir héraðsdómara, skyldu niður falla sjálfkrafa. Væri þar um að ræða þinglýst<br />

ítök, skyldu þau afmáð úr veðmálabókum.<br />

Ekki hefur verið kannað, hvernig framkvæmd þessara laga varð, en þess munu dæmi,<br />

að bændur teljist hafa misst réttar sakir vanlýsingar, sem stafaði af ókunnugleika um<br />

þessa lagasetningu.<br />

Sýnist því eðlilegt, að fram fari athugun á framkvæmd laganna að þessu leyti, og ef í<br />

ljós kemur, að einhverjir hafi orðið fyrir óeðlilegri réttarskerðingu af þessum sökum,<br />

verið leitað ráða til að bæta hlut þeirra.”<br />

Í ágústmánuði 1963 sendi Atvinnumálaráðuneytið öllum sýslumönnum landsins bréf,<br />

af þessu tilefni, þar sem óskað var eftir skrá um þinglýst ítök í hverju umdæmi um sig,<br />

„sem talið er að fallið hafi úr gildi, eins og segir í nefndri þingsályktun.“<br />

Bárust svör um þetta frá ýmsum sýslumönnum, en misjafnlega ítarleg eða greinargóð,<br />

og var m.a. hafið mið af þeim við gerð þeirrar skrár um kirknaítök, sem birt er í<br />

viðauka nr. 5.<br />

Greinargerð um þessi efni var hins vegar aldrei lögð fram á Alþingi. Af<br />

fyrrnefndu tilefni fékk þó Atvinnumálaráðuneytið prófessor Ólaf Jóhannesson til að<br />

semja lögfræðilega álitsgerð um lög þessi almennt og um tiltekin atriði þeirra<br />

sérstaklega. Hefur hún eigi birst á prenti. Er álitsgerð hans, sem nefndin getur fallist á<br />

að öllu leyti, dagsett 23. janúar 1963, og er hún í heild sinni birt sem viðauki með<br />

þessari álitsgerð (viðauki nr. 7). Lokaniðurstaða hans er í stuttu máli þessi:<br />

„Brottfall ítaksréttar vegna vanlýsingar samkvæmt l 113/1952 er endanlegt …<br />

Ítakshafar, sem glatað hafa rétti sínum vegna vanlýsingar, eiga almennt ekki rétt á<br />

neinum bótum …“<br />

Til undirbúnings ítakalýsingar eftir fyrrgreindum lögum sendi biskupsembættið<br />

samhljóða bréf til allra þeirra presta á landi hér, er störfuðu við kirkjur, sem ítök voru<br />

taldar eiga. Var bréf þetta dagsett þ. 11. nóvember 1953. Fylgdi með því nákvæm skrá<br />

yfir ítök þau, sem þáverandi biskupsritari, sr. Sveinn Víkingur, taldi, að<br />

undangenginni rannsókn á fornum sem nýrri heimildum, að til greina kæmi að enn<br />

fylgdu viðkomandi kirkjum. Hljóðaði bréfið til prestanna svo:<br />

“Hér með sendist yður, kæri herra sóknarprestur, tvírituð skrá yfir forn ítök kirknanna í<br />

prestakalli yðar, en samkv. l. nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum, falla ítökin niður<br />

ógild ef ítaksréttinum eigi er löglega lýst fyrir 1. maí n.k. Með bréfi dags. 30. okt. þ.á.,<br />

hefir ráðuneytið falið mér að leita svo glöggra og góðra upplýsinga sem þér frekast<br />

getið í té látið varðandi ítök kirknanna í prestakalli yðar, þar sem fram sé tekið:<br />

1. Hvaða ítök séu seld og þá hvenær, hverjum og fyrir hvaða verð.<br />

2. Hvað ítök séu með öllu týnd, svo að eigi verði lengur vitað við hvað sé átt.<br />

68

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!