12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

hinna kirkjulegu stofnana allt fram til siðaskipta, þegar sálugjafir lögðust af og mjög<br />

dró úr áheitum. Gjafabréf varðandi ítök hafa fæst hver varðveist, en<br />

meginheimildirnar um hin fornu kirknaítök, sem til var stofnað á miðöldum, gefur að<br />

finna í einstökum máldögum fyrrgreindra stofnana eða á máldagasöfnum svo og<br />

sérstökum ítakaskrám (einkum rekaskrám) sumra þeirra og kemur þar m.a. berlega<br />

fram hversu mjög biskupsstólarnir, sum klaustrin a.m.k. og tilteknar höfuðkirkjur<br />

landsins auðguðust af ítökum á síðari hluta þessa tímabils og jafnvel undir lok þess.<br />

Ýmsar lénskirkjur eignuðust þó aldrei mörg né arðvænleg ítök og sama er að segja um<br />

hnar fátækari bændakirkjur. Ítökin voru síður en svo alltaf á landsvæðum, sem lágu<br />

nærri viðkomandi kirkjustofnun, þau gátu allt eins verið annars staðar í þeim<br />

landshluta (einkum átti það að sjálfsögðu við um biskupsstólana) og dæmi eru þess,<br />

að ítökin lægju í öðrum landsfjórðungum, sbr. t.d. rekaítök á Hornströndum.<br />

Hér er eigi ástæða til að fjalla af fyllstu nákvæmni um allar þær tegundir ítaka,<br />

sem til greina komu, en í stórum dráttum má segja, að ítök hafi getað stofnast í öllum<br />

þeim tegundum lands- og sjávarnytja, sem hinir fornu og hefðbundnu búskapar- og<br />

atvinnuhættir miðuðust við. Óteljandi dæmi um þetta má finna í hinum fornu<br />

heimildum og má þar m.a. nefna: beitarítök af ýmsu tagi (vetrarbeit, vorbeit,<br />

sumarbeit, lambhaga), slægjuítök, selstöðu, veiðítök á ám og vötnum, fuglaveiði,<br />

dúntekju, skógarítök (til beitar, til raftviðar, til eldiviðar, og/eða kolagerðar), hrísrif,<br />

torfristu, uppsátur skipa í verstöð, rekaítök af ýmsu tagi (hvalreka, viðarreka,<br />

fiskreka), sölvatekju og selveiði. (1) Hvað varðar rekaítök og annars konar ítök til<br />

fjörunytja ásamt selveiði, sem heyrðu til kirkjulegum stofnunum, er mjög vandaða og<br />

ítarlega greinargerð að finna í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenskir sjávarhættir I<br />

(Rvík 1980), um afréttir kirkna í riti Gunnars F. Guðmundssonar, Eignarhald á<br />

afréttum og almenningum (Rvík 1981), og um selstöðuítök kirkna í riti eftir Egon<br />

Hitzler, Sel-Untersuchungen zur Geschichte des islandischen Sennwesens seit der<br />

Landnamezeit (Oslo 1979).<br />

Í katólskum sið fóru kirkjulegir dómstólar með dómsvald í ágreiningsmálum út<br />

af kirkjulegum jarðeignum, svo sem fyrr hefur verið getið, svo og ítökum, sem kirkjan<br />

gerði tilkall til. Hinn síðasti (yngsti) dómur af því tagi, sem varðveist hefur, er dómur<br />

fimm presta frá 11. nóvember 1551 (2) um ágreining milli kirkjunnar að Hvoli í<br />

Saurbæ og bóndans að Neðra-Múla í sömu sveit út af beitarítaki, og er þar m.a. vitnað<br />

til þess ákvæði í Kristinrétti Árna, að biskup skuli ráða kirkjum og eignum þeirra.<br />

Nokkur dæmi eru einnig kunn um ágreining milli kirkjulegra stofnana innbyrðis um<br />

ítakaréttindi, sem eigi er ástæða til að rekja hér.<br />

Eftir siðaskipti hvarf dómsvald um þessi efni, sem um flest önnur, til hinna<br />

veraldlegu valdhafa, eins og fyrr hefur verið lýst varðandi jarðeignirnar.<br />

3. Siðaskipti og síðari þróun<br />

Í kjölfar siðaskipta hurfu ítök klaustra til konungs á sama hátt og aðrar eignir þeirra,<br />

eftir að þau voru lögð niður sem kirkjulegar stofnanir. Ítakasöfn biskupsstólanna<br />

tveggja hurfu einnig úr höndum kirkjunnar í tengslum við sölu stólseigna fyrir og eftir<br />

1800. Siðaskiptin höfðu hins vegar engar meiri háttar breytingar í för með sér<br />

varðandi ítök einstakra kirkna, enda þurftu þær á arði þeirra að halda, en um þetta má<br />

raunar vísa til þess, sem fyrr var sagt um jarðeignir kirknanna. Þegar á heildina er litið<br />

má því segja, að mjög mörg þeirra ítaka, sem voru í eign einstakra kirkna um allt land<br />

um siðaskiptin, hafi haldist í þeirra eigu til síðari tíma, enda hafa þau lengst af eigi<br />

verið af kirkjunum tekin með formlegum hætti, þ.e. með lögum eða reglum og<br />

stjórnvaldsfyrirmælum, sem lagastoð hafi, né heldur afsalað í miklum mæli.<br />

64

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!