12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

fátækraframfærslunnar hefur flust yfir á ríkið og Tryggingastofnun ríkisins, verður að<br />

telja viðhorf þessara mála það mikið breytt, að full ástæða sé til , að hér um rædd kvöð<br />

falli niður. Vegna breyttra þjóðfélagshátta er hún orðin úrelt.<br />

Því ber að sýkna stefnda af kröfum stefnenda í máli þessu.”<br />

Hæstiréttur komst hins vegar, samhljóða og ágreiningslaust, að þeirri niðurstöðu, að<br />

kröfur hreppanna skyldur teknar til greina og var þannig endanlega staðfest, að hin<br />

ævaforna kristfjárkvöð væri enn við lýði. Í dómi Hæstaréttar segir, orðrétt:<br />

„Með hæstaréttardómi 25. janúar 1878, sem staðfesti að niðurstöðu til landsyfirréttardóm<br />

frá 1. júní 1874, var sóknarprestinum í Grenjaðarstaðarprestakalli dæmt skylt að<br />

greiða til fátækrasjóðs Helgastaðahrepps fyrir fardagaárin 1867-1874 árlega 144 álnir á<br />

landsvísu eða í peningum eftir hvers árs verðlagsskrár meðalverði allra meðalverða. Er<br />

niðurstaða dómanna á því reist, að samkvæmt fornum máldögum Grenjaðarstaðarkirkju<br />

hvíli á henni árleg afgjaldsskylda, 144 álnir á landsvísu, til fátækrasjóðs<br />

Helgastaðahrepps. Meðal annars er vísað til máldagabókar Péturs biskups 1394, sbr.<br />

erindisbréf handa biskupum 1. júlí 1746, en í máldagabók þessari segir um kirkju á<br />

Grenjaðarstað: „Hér skal og vera þriggja marka kristfjár ómagi og stendur fyrir<br />

Geitafell.“ Í máli því, sem hér er til meðferðar, ber að leggja hæstaréttardóminn frá<br />

1878 til grundvallar um það, að þá hafi framangreind afgjaldsskylda til handa Helgastaðahreppi<br />

hvílt á Grenjaðarstaðarprestakalli.<br />

Helgastaðarhreppi var með stjórnarráðstöfun 28. desember 1893 skipt í tvö sveitarfélög,<br />

Reykdælahrepp og Aðaldælahrepp. Skyldi eignum og skuldum Helgastaðahrepps<br />

skipt milli hinna nýju hreppa þannig, að í hluta Reykdælahrepps komi 8/15, en í hluta<br />

Aðaldælahrepps 7/15.<br />

Með lögum um laun sóknarpresta nr. 46/1907 var komið á nýrri skipan um eignir og<br />

tekjur lénskirkna. Samkvæmt 8. gr. laganna og með þeim undantekningum, sem þar<br />

getur var hreppstjórum falið að innheimta eftirgjöld kirkjujarða, og samkvæmt 24. gr.<br />

laganna skyldu eftirgjöldin renna í Prestlaunasjóð. Að því er Grenjaðarstaðarprestakall<br />

varðar, kom þessi skipan til framkvæmda árið 1911, þegar þar urðu prestaskipti, sbr.<br />

26. gr. laganna. Þá var og með 15. gr. laga um sölu kirkjujarða nr. 50/1907 ákveðið, að<br />

andvirði seldra kirkjujarða og ítaka skyldi renna í Kirkjujarðasjóð, og þangað skyldi<br />

einnig leggja peningaeign prestakalla.<br />

Fram til 1911 var sóknarprestur að Grenjaðarstað í fyrirsvari um að fullnægja umræddri<br />

afgjaldsskyldu til hreppanna, en þá fluttist fyrirsvarið til Stjórnarráðsins vegna sjóða<br />

þeirra, sem tekjur af kirkjujörðum og andvirði seldra jarða rann til samkvæmt<br />

framangreindum lögum frá 1907. Kirkjujarðasjóður seldi Geitafell árið 1916, og féll<br />

andvirði jarðarinnar til hans. Ekki var áskilið af hálfu Kirkjujarðasjóðs með samþykki<br />

fyrirsvarsmanna Reykdælahrepps og Aðaldælahrepps, að kaupandi að Geitafelli tækist<br />

afgjaldsskylduna á hendur, og fór því engin lögmæt skuldskeyting fram, þegar sú jörð<br />

varð seld. Leiðir þetta til þess, að skyldan hvílir áfram á stefnda.<br />

Samkvæmt því, sem að frama er rakið, verður stefnda dæmt að greiða Reykdælahreppi<br />

kr. 3330.82 og Aðaldælahreppi kr. 2914.46. Þá ber stefnda og að greiða 7% ársvexti af<br />

greindum fjárhæðum frá 1. júní 1960 til greiðsludags.“<br />

Eigi er ástæða til langrar umfjöllunar um þennan Hæstaréttardóm (og héraðsdóminn)<br />

á þessum vettvangi, en þessa eins getið: Þau viðhorf, sem fram koma á hvoru<br />

dómsstigi um sig, eru mjög ólík. Í héraði er byggt á því, að ævaforn kvöð af þessu<br />

tagi, sem á var lögð í guðsþakkarskyni einhvern tíma á miðöldum við þjóðfélagshætti,<br />

sem voru um flest gjörólíkir því, sem við nú þekkjum, <strong>–</strong> m.a. varðandi<br />

fátækraframfæri, - ætti ekki lengur rétt á sér, <strong>–</strong> fengi ekki lengur staðist,- við breyttar<br />

92

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!