12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

„Hér með sendist yður, kæri sóknarprestur, afrit af skrá um forn ítök kirknanna í<br />

prestakalli yðar, sem send var sýslumanni til þinglýsingar árið 1953 til samræmis við l.<br />

113/1953 um lausn ítaka af jörðum, en samkvæmt þeim lögum féllu ítökin niður ógild,<br />

ef ítaksréttinum var eigi þinglýst fyrir tilskilinn tíma.<br />

Nefnd sem starfar á vegum Dóms- og kirkjumálaráðuneytis að könnun kirkjueigna,<br />

hefur farið þess á leit, að biskupsembættið leiti hjá yður svo glöggra og góðra<br />

upplýsinga, sem þér framast getið í té látið, varðandi ítök kirknanna í prestakalli yðar,<br />

einkum varðandi breytingar, sem kunna að hafa orðið á kirknaítökum síðan skráin var<br />

samin.<br />

Af þessum sökum er þess nú óskað, að þér gefið upplýsingar um eftirtalin atriði, og sé<br />

þá einkum miðað við þann tíma, sem liðinn er síðan framangreind skrá var rituð:<br />

1. Hvaða ítök hafi verið seld og þá hvenær, hverjum og fyrir hvaða verð.<br />

2. Hvaða ítök séu nú með öllu týnd, svo að eigi verði lengur vitað við hvað er átt.<br />

3. Hvaða ítök hafið eyðst af völdum náttúrunnar (t.d. bithagi blásið upp).<br />

4. Hvaða ítök þér vitið til að prestur hafi notfært sér eða haft tekjur af og þá<br />

hvenær síðast og hver enn séu notuð.<br />

5. Hvort kirkja hafi eignast ítök síðan skráin var samin.<br />

6. Hvort nokkur ítök vanti á skrána og þá hver.<br />

7. Aðrar upplýsngar um einstök ítök, er þér kynnuð að geta aflað.<br />

Er þess vænst, að þér hafið samráð við fróða og staðkunnuga menn og sýslumann<br />

varðandi vafaatriði. Mikilvægt er, að fram komi upplýsingar um í landi hvaða jarðar<br />

tiltekin ítök á skránni eru, ef skráin sjálf ber það ekki með sér.<br />

Þess er óskað, að svar yðar berist biskupsembættinu svo fljótt sem unnt er og eigi síðar<br />

en 1. janúar <strong>1984</strong>.“<br />

Allmörg svör bárust við þessari málaleitan, enda þótt eigi svöruðu allir þeir er beðnir<br />

voru, en misjafnt er þó hversu þær upplýsingar voru ítarlegar. Þegar á heildina er litið<br />

virðast ekki hafa orðið miklar breytingar á kirkjuítökum hina síðari áratugi, og mjög<br />

fátítt virðist, að kirknaítök hafið verið seld með heimild í framangreindum lögum.<br />

7. Niðurstöður um eignarréttinn.<br />

Í stuttu máli er niðurstaða nefndarinnar varðandi eignarréttinn að hinum svokölluðu<br />

kirknaítökum sú, að á sama hátt og hinar einstöku kirkjur eiga enn jarðir þær, er eigi<br />

hafa verið frá þeim teknar eftir ótvíræðri lagaheimild (sbr. XI. Kafla þessarar<br />

álitsgerðar), eigi hver kirkja enn þau ítök, sem hún hefur átt frá fornu fari og sem eigi<br />

hafa verið frá henni skilin með lögformlegum hætti, svo sem sölu, eða fallið niður af<br />

öðrum ástæðum, t.d. vegna hefðar, eða sökum þess að notkun tiltekins ítaks er nú með<br />

öllu útilokuð. Ljóst er, að fyrrgreind niðurstaða Alþingis varðandi 3. gr. l. 13/1956<br />

byggist á þessum grundvelli. Ítak þarf hins vegar ekki að vera fallið niður vegna þess<br />

eins að viðkomandi kirkja (prestur eða annar umráðamaður) hefur eigi nýtt það í<br />

langan tíma, a.m.k. ef annar aðilli hefur þá eigi haft not þess á meðan. Brottfall ítaks<br />

getur þó vissulega komið til greina af þessum sökum, en dómstólar eiga endanlegt mat<br />

þessa hverju sinni ef til ágreinings kemur. Um ítök, sem einstaka kirkjujarðir (en ekki<br />

kirkjur) kunna að eiga í landareignum annarra jarða, fer sem um ítök almennt, án þess<br />

að sérstök ákvæði eða reglur um kirknaítök eigi við.<br />

75

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!