12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Stórnin féllst í flestum atriðum á frumvarp nefndarinnar. Biskup hafði látið í ljós, að<br />

launabæturnar væru ónógar, og einkum þótti honum ófært, að lögin kæmu ekki til<br />

framkvæmda fyrr en jafnóðum og prestaköll losnuðu (Alþt. 1907, A 227). Breytti<br />

stjórnin því, og kvað svo á, að prestar mættu sjálfir velja, hvort þeir vildu ganga undir<br />

þessi nýju lög, og þá taka þeim breytingum á prestakallaskipuninni, sem samfara var, ef<br />

það væri hægt. Smábreytingar gerði stjórnin nokkrar fleiri (Alþt. 1907, A, 220).<br />

Efri deildar nefndin, sem fékk öll kirkjumálin til meðferðar, gerði afar víðtækar<br />

breytingartillögur við frumvarpið, sem sé þær, að afnema gömlu sóknartekjurnar og<br />

setja í staðinn laun úr landsjóði, að svo miklu leyti sem presturinn tæki ekki tekjur<br />

undir sjálfum sér (jarðarafgjöld og prestsmötu). Felldi hún svo niður úr frumvarpinu<br />

allar greinar um innheimtur og borganir milli sóknarnefnda, prófasta og<br />

prestslaunasjóðs. Þá vildi hún færa aukaþóknun til dómkirkjuprestsins niður í 1200<br />

krónur, og fella niður persónulegu launaviðbæturnar, en hækka almennu prestslaunin<br />

upp í 1250, 1450 og 1650 krónur. Enn fremur vildi hún fela hreppstjórum alla umsjón<br />

kirkjugarða (Nál., Alþt. 1907, A, 515). Var allt þetta samþykkt, og fór frumvarpið<br />

þannig breytt til neðri deildar.<br />

Þegar til neðri deildar kom, tók nefndin þar frumvarpið til meðferðar, og færði til sama<br />

vegar og stjórnarfrumvarpið í aðalatriðum og bætti inn af nýju greinum um<br />

sóknargjöldin gömlu. Aftur á móti lét hún hinar breytingarnar haldast (Nál. og brt.<br />

Alþt. 1907, A, 1100, 1101). Var þetta samþykkt. Enn fremur voru föstu launin nú færð<br />

upp í 1300, 1500 og 1700 krónur, og nokkrar smábreytingar fleiri gerðar og varð<br />

frumvarpið þannig að lögum, því að efri deild gekk að því óbreyttu (Lög nr. 46, 16. nóv<br />

1907).“<br />

Í lögum þessum segir m.a.:<br />

(1. gr.) „Hver sóknarprestur fær að byrjunarlaunum 1.300 kr. ár ári. Þegar hann er orðin<br />

eldri að embættisaldri en fullur þriðjungur sóknarpresta landsins, fær hann í laun 1.500<br />

kr. á ári, og þegar hann er orðinn eldri að embættisaldri, en fullir tveir þriðjungar<br />

sóknarpresta landsins, fær hann í laun 1.700 kr. á ári.<br />

(3. gr.) Auk launa þeirra, sem ákveðin eru í undanförnum greinum, ber hverjum presti<br />

borgun fyrir aukaverk eptir gildandi lögum, þó svo, að borgun fyrir aukaverk í þarfir<br />

þurfamanna greiðist úr sveitarsjóði. Presturinn innheimtir sjálfur borgun fyrir aukaverk.<br />

(4. gr.) Þar sem presturinn hefur hingað til haft ákveðið prestssetur, heldur hann<br />

ábúarrjetti á því framvegis.<br />

(5. gr.) Afgjald eptir prestssetrið, lóðargjöld á landi þess, arð af ítökum, er prestur notar<br />

sjálfur, sem og prestsmötu, tekur hann, að svo miklu leyti sem gjöld þessi fara ekki<br />

fram úr launum hans, samkvæmt 1. og 2. gr., undir sjálfum sjer, með því ákvæðisverði,<br />

sem sett er á gjöld þessi í matsgjörð, er fari fram 10. hvert ár.<br />

(8. gr.) Hreppstjóri hefur umsjón yfir öllum þeim kirkjueignum, er liggja í hreppi hans,<br />

að undanskildum prestssetrum og lóðargjöldum á prestssetrunum, sem og ítökum þeim<br />

er presturinn notar sjálfur. Hann innheimtir eptirgjöld jarðanna og skilar sýslumanni<br />

þeim innan þriggja mánaða frá gjalddaga, en sýslumaður greiðir þau eptir ráðstöfun<br />

stjórnarráðsins. Í umboðslaun fá hreppstjórar 6% af eptirgjöldum.<br />

(9. gr.) Hreppstjórar hafa byggingarráð á kirkjueignum þeim, er þeir hafa umráð yfir<br />

samkvæmt reglum, er stjórnarráðið setur; þó skal bygging á jörðum því aðeins fullgild,<br />

að sýslumaður hafi ritað samþykki sitt á byggingarbrjefið.<br />

Þegar kirkjujarðir eru framvegis byggðar, skal eptirgjaldið ákveðið í peningum og<br />

gjalddagi 31.desbr. ár hvert. Ef lóðarblettur eða önnur jarðarnot eru leigð lengur en<br />

31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!