12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

upprunalega undir kirkju, sem hét Miklabæjarkirkja og er búið að leggja niður, og<br />

þegar hún var lögð niður, var Miklabæjarkirkjusókn að öllu leyti sameinuð<br />

Viðvíkursókn, og þá eignaðist Viðvíkursókn hólmann. Eðlilegast væri þá líka, að<br />

Viðvíkurkirkja fengi andvirði hans, ef hann væri seldur. Það væri eðlilegst, en ekki að<br />

hann skiptist á milli Hólakirkju og Hofstaðakirkju og annarra kirkna prestakallsins, sem<br />

aldrei hafa neitt haft með hann að gera að neinu leyti. Svona dæmi mætti taka ákaflega<br />

mörg. Það er t.d. ekkert eðlilegt, þó að ítak Hvanneyrarkirkju í afréttarlandi, sem heitir<br />

Kirkjutungur, uppi í Skarðsheiði, væri selt, ef viðkomandi hreppur vildi fá<br />

Kirkjutungurnar keyptar og fengi fyrir upprekstarland fyrir sig, að Bæjarkirkja færi að<br />

fá hluta af því verðmæti, sem Kirkjutungurnar seldust fyrir, ef ítakið væri selt undan,<br />

eða Lundskirkja eða Fitjakirkja. Það væri ekkert réttlæti í því. Þær hafa aldrei komið<br />

þar neitt nálægt. Þetta hefur alltaf verið óskert eign Hvanneyrarkirkju og nytjað af<br />

henni alla tíð og tíma.<br />

Svona dæmi gæti ég tekið nærri því úr hverri sýslu, þar sem kirkjur hafa átt ítak um<br />

áratugi og árhundruð og alltaf notið þess, og ef það ítak er selt, þá finnst mér ekki nein<br />

ástæða til þess að fara að skipta verðmæti þess milli annarra kirkna, sem aldrei hafa<br />

neitt notið þess. Ef þetta ætti að styðjast við það, að þessi ítök á sínum tíma hefðu orðið<br />

eign kirknanna til þess að launa prestana eða til að létta launagreiðslur prestsins, ef það<br />

ætti að styðjast við það, og það mætti hugsa sér, að það styddist við það kannske, þá er<br />

það ekki heldur rétt, því að laun prestanna eru núna að langsamlega mestu leyti greidd<br />

beint úr ríkissjóði og koma ekki að neinu leyti kirkjunum og fjárhag þeirra við. Þess<br />

vegna er þetta alveg óháð þeim. Ég skal viðurkenna, að það eru til einstök ítök, sem er<br />

líkt ástatt með og með prestsmötunum, sem var alveg tilbúin á sínum tíma af<br />

bændunum með frjálsum vilja í viðkomandi söfnuði til þess að standa undir launum<br />

prestanna. Það hafa ítökin yfirleitt ekki verið. Þau hafa yfirleitt komið fram til þess að<br />

viðhalda kirkjunum og létta starf safnaðanna hvað það snertir, en ekki sem uppbót á<br />

laun prestanna, og þess vegna eru þau annar eðlis en prestmatan, sem þó er gerð<br />

hliðstæð í grg. fyrir frv. upprunalega.<br />

Ég vil þess vegna mjög biðja nefndina á milli 2. og 3. umr. Að athuga, hvort hún getur<br />

ekki lagað þetta og látið andvirði ítakanna renna til þeirra kirkna, sem raunverulega<br />

hafa átt þau, en ekki vera að skipta andvirði þeirra. Ef henni finnst, að það þurfi<br />

endilega að skipta þessu verðmæti þeirra ítaka, sem hafa áður tilheyrt kirkjum, sem<br />

búið er að leggja niður, þá má hafa tvö ákvæði um þetta, annað fyrir þau ítök, sem hafa<br />

heyrt til kirkjum, sem búið er að leggja niður, og hitt fyrir hin ítökin, sem alltaf hafa<br />

heyrt undir sömu kirkjuna. Annars hygg ég, að meginið af þessum kirkjuítökum, ekki<br />

kannske alveg öll, sé af sjálfu sér nú úr gildi numið. Ég hygg, að þeir, sem hafa átt að<br />

sjá um eign kirknanna, vafalaust prestarnir, hafi mjög fáir lýst ítökunum eins og þeim<br />

bar skylda til að gera eftir 4. gr. laga nr. 113, 29. des. 1952, og hafi þeir ekki lýst<br />

ítökunum þá, eru þau dottin niður. Þess vegna hygg ég, að það sé meira form en að það<br />

komi að verulegu leyti til framkvæmda gagnvart mörgum af þessum kirkjuítökum.”<br />

Síðan sagði hann einnig:<br />

„Ég lét í ljós hér við <strong>fyrri</strong> umr. þessa máls, að ég teldi, að það væri ekki hægt, ekki<br />

réttmætt a.m.k., af hafa frv. óbreytt eins og hér er. Ég benti þá á , að það, sem mér þætti<br />

athugavert við það, væri það ákvæði í 3. gr. frv., að verðmæti ítaka, sem seld eru,<br />

skyldu renna til þess prestakalls, þar sem presti ber afnotaréttur af ítakinu, og skiptast<br />

síðan milli allra kirkna prestakallsins. Ég benti á það þá að þetta væri alrangt. Í fyrsta<br />

lagi segir það ekkert um, hvert eigi að renna ítök þeirra kirkna, sem prestur hefur aldrei<br />

haft afnot af, eins og allra kirkna, sem eru annexíur. Í öðru lagi tel ég ekki réttlátt að<br />

taka löglega eign af kirkju og skipta henni á milli annarra. Ég er einu sinni ekki viss<br />

um, hvort það er hægt eftir stjórnarskrá landsins að gera það. Nú kann að eiga að<br />

réttlæta það eitthvað með því, að þessi ítök hafi verið illa fengin á sínum tíma. Það<br />

getur vel verið, einhvern tíma í grárri forneskju. En það kemur nú ekki hér til mála, og<br />

við getum ekki tekið tillit til þess. Þess vegna verðum við að taka staðreyndina eins og<br />

73

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!