12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

átti í hlut, þá fékk hann þriggja ára greiðslufrest á þessum fyrsta sjöttungi<br />

jarðarverðsins. Þá átti og leiguliði rétt á að ganga inn í hæsta boð í jörð sína, ef hann<br />

vildi. Innan sex ára áttu kaupendur að hafa greitt þriðjung kaupverðs jarðanna, en 2/3<br />

kaupverðs máttu standa eftir gegn veði í jörðinni, svo lengi sem verkast vildi, gegn 4%<br />

leigu, en kaupendum annars í sjálfsvald sett, hvenær eða í hversu mörgum áföngum<br />

þeir greiddi þær eftirstöðvar.“<br />

Sala Hólastólsjarða gekk svo greiðlega, að árið 1808 hafði verið selt af þeim fyrir nær<br />

70.000 rd. Um það og jarðasöluna almennt segir Þorkell Jóhannesson: (5)<br />

„Má af (sölu Hólastólsjarða) ráða, að nú var högum í landi allmjög breytt frá því sem<br />

var næstu ár eftir Móðuharðindin, er jarðir Skálholtsstóls voru seldar. Verðlag fór<br />

hækkandi, og þeir sem jarðir keyptu á þessum árum og gátu goldið jarðarverðið með<br />

seðlum, er nú gerðust verðlitlir, höfðu af slíku góðan hagnað. Þrátt fyrir ýmis mistök í<br />

sambandi við sölu stólseignanna, verður því ekki neitað, að hún hafi orðið bændum<br />

landsins til hagnaðar. En að sinni varð breyting þessi öll til vafasamra bóta fyrir biskup<br />

landsins, skólakennara og skólasveina, er þó var til ætlast, og sveið lengi undan því.“<br />

Hvað sem sölu stólsjarðanna og ráðstöfun andvirðis þeirra má almennt segja fer ekki<br />

milli mála, að ákvörðun yfirvalda um það efni var tekin á lögformlega réttan hátt og<br />

með samþykki kirkjulegra yfirvalda. Verður ekki álitið að íslenska kirkjan geti nú haft<br />

uppi neinar kröfur gegn ríkisvaldinu af þeim sökum.<br />

VI. LÖGGJAFARBREYTINGAR 1907<br />

1. Almennt<br />

Árið 1907 voru á Alþingi samþykktir allmargir lagabálkar, sem vörðuðu kirkjulega<br />

málefni, einkum þó um skipulag og stjórn kirkjulegrar starfsemi (þ.á.m. um fækkun<br />

og sameiningu prestakalla), um ytri kjör presta og um kirkjueignir og rekstur þeirra.<br />

Var hér í raun réttri um að ræða veigamikla heildarendurskoðun margra mikilvægra<br />

þátta og um sumt höfðu hin nýju lög í för með sér gagngera breytingu á aldagömlu<br />

fyrirkomulagi. Það sem mestu máli skiptir í því efni er, að á grundvelli þessara laga<br />

var stoðum að mestu kippt undan hinu forna lénskirknafyrirkomulagi, sem bauð<br />

prestum nú, að meginstefnu, föst laun sem jöfnuðu kjör þeirra, enda þótt enn væri gert<br />

ráð fyrir því, að kirkjueignirnar með arði sínum stæðu í verulegum mæli undir tekjum<br />

prestanna, en ráðsmennska eignanna, annarra en prestsetranna sjálfra, komst nú á<br />

hendur veraldlegra embættismanna.<br />

Um undirbúning þessarar lagasetningar farast Magnúsi Jónssyni svo orð: (1)<br />

„Á Alþingi 1903 kemur fram í efri deild tillaga til þingsályktunar um 5 manna<br />

milliþinganefnd (Alþt. 1903, C, 256). Var henni vel tekið, nefnd skipuð, er lagði til að<br />

hún yrði samþykkt með smábreytingum (Nál. Alþt. 1903, C, 435). Í neðri deild var<br />

gerð tilraun til þess af meiri hluta nefndar, að fella burt ákvæðið um milliþinganefnd,<br />

en fela í þess stað stjórninni rannsókn og undirbúning kirkjulöggjafarinnar (Nál. Alþt.<br />

1903, C, 725). En þessar tillögur voru felldar, og þingsályktunin samþykkt. Er hún á<br />

þessa leið:<br />

Alþingi ályktar að skora á landstjórnina að gera sem fyrst ráðstafanir til að safna öllum<br />

nauðsynlegum skýrslum, er snerta hag kirkjunnar, og skipa 5 manna nefnd milli þinga<br />

til að taka kirkjumál landsins til rækilegrar íhugunar í heild sinni og að koma með<br />

ákveðnar tillögur um:<br />

28

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!