12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

kristfén í heild sinni úr sögunni og hafi runnið til konungs á svipaðan hátt og<br />

klaustraeignirnar. (4)<br />

Frá því á 19. öld hafa kirkjuleg yfirvöld almennt haft lítil afskipti af jörðum<br />

þessu og af flestum þeirra engin, heldur hafa sveitarstjórnir yfirleitt, undir yfirumsjá<br />

þartilbærra yfirvalda á hverjum tíma (nú síðast Félagsmálaráðuneytis, hvað flestar<br />

þeirra varðar) haft umráð jarða þessara og var þá stundum farið að láta afgjald þeirra<br />

renna í hlutaðeigandi sveitarsjóð (sem reyndar hafði framfærsluskyldu gagnvart<br />

þurfamönnum), en með sumar þeirra var raunar farið sem ríkisjarðir. Svo sem fyrr<br />

segir áttu reyndar tiltekin hreppsfélög (eða sýslufélög) sumar fátækrajarðirnar og<br />

höfðu þarafleiðandi umráð þeirra með réttu, (5) ein eigi virðist sem þess hafi ávallt<br />

hafi verið gætt sem skyldi að rekstur þeirra væri gerður sem arðsamastur fyrir þá hina<br />

þurfandi, sem gefendur höfðu ætlast til, og hefur það reyndar fylgt mörgum þessara<br />

jarða allt til þessa dags og er ekki vansalaust fyrir umráðamenn þeirra. Má m.a. benda<br />

á nýleg dæmi þess, að jarðir af þessu tagi hafi um langt skeið verið leigðar ábúendum<br />

fyrir óhóflega lágt endurgjald, jafnvel nokkrar krónur á ári (sbr. t.d. fátækrajörðina<br />

Ytra-Vallholt í Skagafirði, en afgjald þeirrar jarðar mun hafa verið sem næst kr. 13...<br />

fyrir árið 1983, og er þar þó rekinn búskapur), og er þessu líkt farið og um margar<br />

kirkjujarðirnar, svo sem fyrr hefur verið lýst. Virðist mjög hafa skort á, að stjórnvöld<br />

létu sér annt um arðsemi þessara jarða í hinum upphaflega tilgangi. Má reyndar<br />

hugsanlega rekja það að einhverju leyti til þess, að nokkuð hefur verið óljóst um<br />

sumar jarðirnar a.m.k. í hvaða stjórnardeild eða ráðuneyti yfirstjórn þeirra ætti að vera<br />

og stundum jafnvel gætt nokkurrar togstreytu um þetta, a.m.k. þegar komið hefur til<br />

tals að selja þess háttar jarðir. Telur Kirkjueignanefnd, að nauðsyn beri til, að komið<br />

verði á samræmdri yfirumsjón þessara jarða, sem fylgist með því að þær séu reknar á<br />

sæmilegan hátt og arður þeirra styrki í raun það málefni, sem þeim var upphaflega<br />

ætlað að efla. Þarf til þess skýr lagafyrirmæli, en að þessu verður aftur vikið í<br />

niðurstöðum þessa kafla.<br />

Þess var áður getið, að tengsl kirkjulegra yfirvalda við þessar jarðir hefðu<br />

almennt verið lítil um langa hríð, en þó eru undantekningar frá því. Þess eru dæmi, að<br />

í gjafabréfum fyrir tilteknar fátækrajarðir væri mælt fyrir um, að prestur í viðkomandi<br />

prestakalli, prófastur eða jafnvel biskup skyldu hafa tilsjón með viðkomandi jörð, og<br />

getur sú skipan þá hafa haldist til þessa dags. Sem skýrt dæmi um þetta má nefna<br />

fátækrajörðina Ytra-Vallholt í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu. Í gjafabréfi fyrir henni,<br />

dags. 20. júlí 1693 (sem birt er í Lovs. f. Island I., bls. 508-509) segir Þórður biskup<br />

Þorláksson:<br />

Góðum og guðhræddum lesendum og heyrendum þessa bréfs óska eg, Þórður<br />

Þorláksson, Superintendens Skálholts stiptis, guðs náðar og miskunar, með tímanlegum<br />

og eilífum frið fyrir vorn drottinn Jesum Christum: Hérmeð kunnugt gjörandi, að eg<br />

hefi í guðs nafni og góðri meiníngu tileinkað og gefið fátækum guðs þurfamönnum,<br />

einkum munaðarlausum ekkjum og föðurlausum börnum í Hegraness þíngi til ágóða og<br />

viðhjálpar, mína eignarjörð Ytra-Vallholt í Skagafirði, eptir því sem mitt<br />

testamentisbréf, daterað Skálholti þann 30. júnii Anno 1690 og auglýst á alþíngi í<br />

lögréttu þann 10. júlii sama árs, útvísar, hvers bréfs póstur og innihald um sagt efni svo<br />

er hljóðandi orð fyrir orð sem eptir fylgir:<br />

„Sanctæ Mariæ kirkju að Hólum í Hjaltadal, var eg er borinn og barnfæddur, gef eg<br />

jörðina Ytra-Vallholt, XI hundruð að dýrleika, með VI kúgildum, hverja jörð mér fékk<br />

og gaf mín elskulega fósturmóðir, Halldóra Pétursdóttir, í próventu, með samþykki og<br />

ráði síns fróma og góða ektamanns, Hallgríms Guðmundssonar. Jörð sú er í Skagafirði,<br />

Hegraness þíngi og Holts kirkjusókn. Skal jörðin, með kúgildunum og öllu því sem<br />

henni með réttu tilheyrir, verð æfinlegt kristfé héðan í frá. En það skil eg til, að fátækar,<br />

78

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!