12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

skóglendi annarra jarða, að lýsa ítökunum fyrir honum áður en tólf mánuðir eru liðnir<br />

frá síðustu birtingu auglýsingarinnar. <strong>–</strong> Jafnframt því, sem ítökunum er lýst, skal<br />

tilgreina, ef kostur er, með hvaða hætti ítökin urðu til og hvenær, hversu þau hafa verið<br />

notuð síðustu áratugi og hvers virði menn telji sér þau nú, og greina fyrir því skilríki<br />

eftir föngum. <strong>–</strong> Ítök þau, sem ekki verður lýst á tilsettum tíma, skulu falla niður.<br />

29. gr. Nú vill eigandi eða umráðamaður einhverrar jarðar ekki kannast við, að aðrar<br />

jarðir eigi ítök í skóglendi hennar, svo sem fram er haldið, og skal þá úr þeim<br />

ágreiningi skorið svo sem lög mæla.<br />

30. gr. Nú hefir skógur verið upprættur úr landi, er telst skógarítak annarrar jarðar, og<br />

fellur þá ítakið niður.<br />

31. gr. Á næstu fimmtán árum eftir að lög þessi ganga í gildi má með úrskurði ráðherra<br />

heimila landeiganda að kaupa skógarítak, sem í jörð hans er. Vilji landeigandi ekki nota<br />

heimildina, má heimila eiganda ítaksins að kaupa land það, sem ítakið nær yfir. <strong>–</strong>Rísi<br />

ágreiningur um kaupverð ítaks eða lands, skal hvorttveggja metið af tveim<br />

dómkvöddum mönnum og sala fara fram samkvæmt því. Skjóta má úrskurði<br />

matsmanna undir yfirmat þriggja dómkvaddra manna. <strong>–</strong> Vilji hvorugur aðila, ítaks- eða<br />

landeigandi, nota ofangreindar heimildir, getur skógræktarstjóri, með samþykki<br />

ráðherra, látið dómkveðja tvo menn til þess að skipta landi og skógi þannig, að aðilar<br />

fái land með skógi í hlutfalli við það, sem verðmæti lands og ítaks er metið. Skjóta má<br />

úrskurði matsmanna undir yfirmat. Kostnaður við mat og skipti greiðist af aðilum í<br />

hlutfalli við eign þeirra í því, sem skipt hefir verið.<br />

32. gr. Eftir staðfesting þessara laga er öllum óheimilt að selja, gefa eða láta af hendi<br />

ítök í skógum og kjarri án þess að landið, skógartorfan, fylgi með afsalinu.”<br />

Í greinargerð með frumvarpi til þessara laga segir m.a.: (1)<br />

„Að binda auglýsingarnar við fimm ár frá gildistöku laganna er gert vegna þess, að<br />

hagkvæmara þykir að auglýsa ekki eftir öllum skógarítökum samtímis, heldur t.d. að<br />

hver fjórðungur sé tekinn í senn og aflað upplýsinga um öll skógarítök innan hans.“<br />

Í reynd birti þó skógræktarstjóri einungis eina innköllunarauglýsingu, fyrir allt land, í<br />

68., 69. og 70. tbl. Lögbirtingarblaðsins árið 1940. Í kjölfar þessa birtist, þann 1. apríl<br />

1942, í Stjórnartíðindum auglýsing frá skógræktarstjóra, þar sem hann birtir lista,<br />

flokkaðan eftir sýslum, yfir þá aðila, sem lýst höfðu skógarítökum sínum samkvæmt<br />

hinni fyrrnefndu auglýsingu, og voru þar á meðal allmörg kirknaítök. Skorar hann þar<br />

jafnframt á þá, er véfengja vilja nefnd ítök, að senda sér rökstudda greinargerð og<br />

vekur athygli á því, að öll önnur skógarítök, en í auglýsingunni greinir, séu fallin til<br />

landeiganda. Er auglýsing þessi, nr. 44/1942, birt orðrétt sem fylgiskjal nr.6 með<br />

þessari álitsgerð. Á næstu árum, allt fram um 1955, var, af hálfu Skógræktar ríkisins,<br />

unnið, að því að koma til leiðar lausn skógarítaka af jörðum, eftir fyrrgreindri<br />

lagaheimild, en þó gekk það seinlega og í 28. gr. nýrra (og núgildandi)<br />

skógræktarlaga, nr. 3/1955, var kveðið á um, að „ákvæði V. kafla l. 100 frá 1940 um<br />

skógarítök og aflétting þeirra skuli gilda áfram til ársloka 1955“. Tók þetta þó að<br />

sjálfsögðu einungis til innlausnarheimildar ítaksþola, en eigi til ákvæðanna um<br />

brottfall ítaka vegna vanlýsingar. Um þetta síðastnefnda ákvæði segir í greinargerð<br />

með viðkomandi frumvarpi: (2)<br />

„Kaflinn um skógarítök er framlengdur til ársloka 1955. Þess má þó að geta að flest<br />

skógarítök eru fallin niður, þar sem þeim var ekki lýst á tilsettum tíma. Er unnið að því<br />

að aflétta hinum, en mjög hefur gengið treglega að fá upplýsingar um flest þeirra.<br />

Stafar það einkum af því, hve menn nú telja þau lítils virði.“<br />

70

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!