21.03.2017 Views

Mæna 2010

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

21.<br />

Í tilraunaferlinu handskárum við út um 10 lög af týpógrafíu,<br />

sem tók heila eilífð og kostaði okkur væga sinaskeiðabólgu.<br />

Eftir að hafa séð hversu langan tíma það tók<br />

að skera út 10 blöð, og í ljósi þess að við ætluðum okkur<br />

að gera vel yfir 100 stykki, þurftum við að leita betri leiða<br />

fyrir útskurðinn.<br />

Við fengum þá flugu í hausinn að hafa forsíðu bókarinnar í<br />

þrívídd, pöntuðum 600 þrvívíddargleraugu án þess að hafa<br />

það á hreinu hvernig við ættum að framkvæma þetta.<br />

Prentararnir voru skeptískir á hvort hægt væri að prenta<br />

forsíðuna í þeim litum sem þurfti til þess að ná fram<br />

þrívíddinni en …<br />

Það tókst. Við fundum mann að nafni Snorri Már Snorrason.<br />

Hann rekur lítið fyrirtæki sem nefnist Formfast, sem<br />

sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu pakkninga. Hann var<br />

svo vænn gefa okkur aðgang af forritanlegri skurðarvél<br />

sem gerði okkur kleift að klára útskurðinn á einni helgi.<br />

Við lásum okkur til um „stereography“ og enduðum á því<br />

að sérsmíða festingu á þrífót sem hægt var að festa á tvær<br />

ljósmyndavélar í einu. Á þennan veg gátum við tekið tvær<br />

myndir á sama tíma frá örlítið mismunandi sjónarhornum<br />

og splæst þeim saman í eina „stereo-mynd“.<br />

Við lærðum að takast á við stór verkefni og að láta ekki<br />

stærð hugmyndarinnar stoppa okkur af. Það er alltaf<br />

hægt að finna lausnir á öllum vandamálum. Við erum<br />

ánægð með útkomuna, hún er í líkingu við það sem við<br />

lögðum upp með frá byrjun.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!