21.03.2017 Views

Mæna 2010

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

05.<br />

NÚTÍMA GULLGERÐARLIST: GRAFÍSK HÖNNUN<br />

Við, grafískir hönnuðir eða leturfræðingar,<br />

eða kannski til að máta nýtt<br />

orð – myndritlistamenn, byggt á eldgömlum<br />

grunni, segjum stundum að<br />

okkar viðfangsefni séu tvö: myndmál og<br />

ritmál. Merking í máli og myndum. Við<br />

setjum s.s. saman orð og myndir. Miðlum<br />

hugmyndum og upplýsingum en líka<br />

tilfinningum, eða réttara sagt, áhrifum. 1<br />

Grafísk hönnun er gömul listgrein en í<br />

rauninni ung starfsgrein (a.m.k. í þeirri<br />

mynd sem við þekkjum af auglýsingastofum,<br />

hönnunarstofum og einyrkjum<br />

dagsins í dag). Listamenn hafa sérhæft sig í<br />

þessu frá örófi tungumálsins. Greinin byggir<br />

á aldagamalli hefð þess fólks sem teiknaði,<br />

skrifaði og litlu seinna prentaði tjáningu<br />

sína og annarra niður á „blað“. 2 Grafísk<br />

hönnun hefur verið talin til sérgreina hér á<br />

Íslandi frá því um miðja síðustu öld þegar<br />

fyrstu Íslendingarnir komu að utan úr<br />

námi. Fyrir þann tíma var þetta hér eins og<br />

annarsstaðar; við þetta störfuðu handritarar,<br />

myndlistarmenn eða prentlistamenn sem sáu<br />

letur sem form og notuðu það þannig. Eric<br />

Gill sagði: „bókstafur er ekki mynd af hlut<br />

heldur hluturinn sjálfur“ og það er mikilvægt<br />

að muna – leturfræði byggist upp á hefðum<br />

og venjum sem hafa skapast í meðferð og<br />

notkun þessa hlutar. Það er sérstaða<br />

grafískra hönnuða að hafa tileinkað sér<br />

týpógrafíu; við höfum áhuga á bókstöfum<br />

þeirra sjálfra vegna, ekki eingöngu vegna<br />

þess sem hægt er að gera við þá. Að miðla<br />

upplýsingum, þekkingu af einhverju tagi.<br />

Saga fagsins er löng – lengri en við flest<br />

gerum okkur grein fyrir. Það er ástæðan<br />

fyrir því að mörgum okkar vöknar eiginlega<br />

um augun þegar við t.d. rekumst á gamla<br />

og velkta bók sem hefur staðist illa meðferð<br />

aldanna – en getur enn sagt okkur eitthvað,<br />

í texta og myndum, sem við vissum ekki eða<br />

höfðum ekki hugsað um á nákvæmlega sama<br />

hátt og höfundur. Þetta er ómissandi þáttur<br />

af mennskunni. Í bókum og öðrum miðlum<br />

sem þjóna hlutverki tjáskipta sýna mennirnir<br />

bestu eiginleika sína – þeir gefa öðrum af sér<br />

án skilyrða.<br />

Af hverju heitir þetta blað <strong>Mæna</strong>? Svarið er,<br />

eins og svo oft: okkur þótti það gott – stutt<br />

orð, gott íslenskt orð sem getur þýtt fleira en<br />

eitt. <strong>Mæna</strong> þýðir „stara“ segir orðabókin. Og<br />

„einblína“. Og „horfa fast á“. Og „bera hátt,<br />

gnæfa“. Og „setja ris, mæni á“. Svo er mæna<br />

auðvitað „önnur aðalstöð taugakerfis, liggur<br />

frá heila eftir hrygg spendýra“.<br />

<strong>Mæna</strong>n er miðill. Taugar frá skólanum og<br />

út, og til baka. Inn og út, fram og aftur,<br />

skiptumst við á skoðunum, upplýsingum,<br />

þekkingu og, síðast en ekki síst, uppbyggilegri<br />

samræðu. Það er nefnilega löngu<br />

kominn tími til að þú fáir viðurkenningu á<br />

því sem þú gerir. Að við hin fáum að skoða<br />

í kistuna þína og njóta þess með þér sem þú<br />

kannt. En stækkum líka umræðuna. Förum<br />

frá því að ræða það hver gerði hvað fyrst<br />

– hver fann upp hjólið – og ræðum málin<br />

á heimspekilegum og pólitískum nótum.<br />

Veltum upp áhrifunum af því sem við gerum<br />

og finnum leiðir til að gera meira gagn, fyrir<br />

samfélagið, verkefnin og okkur sjálf.<br />

Listaháskólinn er uppeldisstöð og menntasetur.<br />

Kollegar þínir koma úr skólanum eða<br />

öðrum listaháskólum. Þess vegna tel ég að<br />

við ættum öll að leggjast á eitt til að miðla<br />

nemendum í greininni uppsafnaðri reynslu<br />

og þekkingu. Tímaritið verður aldrei þannig<br />

að öllum líki allt sem í því er, en í framtíðinni<br />

verður innihald Mænu jafnt undir þér komið<br />

og okkur, nemendum og kennurum, sem<br />

tókum saman efnið í þetta fyrsta blað. Við<br />

viljum skapa umræðuvettvang um allt sem<br />

snertir greinina. Þú miðlar þínum viðfangsefnum<br />

og skólinn, nemendur og kennarar,<br />

sínum. <strong>Mæna</strong> verður þessi miðill.<br />

Já, vel á minnst, hönnuðirnir eru sem sagt 17<br />

nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við<br />

hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskóla<br />

Íslands. Nöfnin þeirra eru öll á opnunni hér á<br />

eftir. Þau eiga heiður skilinn.<br />

<strong>Mæna</strong>, tímaritið, mun koma út einu sinni á<br />

ári. Útskriftarárgangur hvers árs mun vinna<br />

blaðið. Það þýðir að einhvern daginn banka<br />

þau upp hjá þér og biðja um að fá að kíkja í<br />

möppuna þína til að sjá hvað þú hefur gert<br />

merkilegt. Vonandi notar þú þá tækifærið<br />

og kynnir þig og viðfangsefnin þín fyrir<br />

okkur hinum – eða enn betra: taktu saman<br />

efni sem þig langar til að kynna fyrir okkur,<br />

skrifaðu niður hluti sem varða okkar fag og<br />

sendu tillögu að efni í næsta blað. Vefurinn er<br />

opinn (www.mæna.is).<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

1 Verkefnin sem þessu tengjast eru óþrjótandi<br />

og margvísleg; allt frá bókum (sem mörgum<br />

okkar þykja ennþá það besta sem til er), letri og<br />

kalligrafíu, tímaritum, dagblöðum, tölvuleikjum,<br />

teiknimyndum, plakötum, plötuumslögum,<br />

frímerkjum, innkaupapokum, umbúðum<br />

utan um hvað sem er, vörumerkjum, mörkum,<br />

sjónvarpsauglýsingum; auglýsingum í hvaða miðla<br />

sem er, bæklingum, ársskýrslum og öðrum skýrslum,<br />

vefsíðum og allri grafík í símum og tölvum og<br />

sjónvörpum, tónlistarmyndböndum, bíómyndum,<br />

munstrum, myndasögum, öðrum myndskýringum<br />

og myndlýsingum sem eru notaðar í venjulegum<br />

þvottaleiðbeiningum, leiðarkerfi á flugvöllum, á<br />

sófasett, bollastell, löggubíla, götuskilti, föt, skó, bíla,<br />

leiðarkerfi, flugvélar og geimskutlur ... það er líklega<br />

enginn endir á upptalningunni og eina vitið að segja:<br />

Ef þú ætlar að stofna fyrirtæki eða bara ef þú ætlar að<br />

gera eitthvað, þá ættir þú að finna grafískan hönnuð<br />

til að vinna með. Við rekumst ágætlega í hóp (a.m.k.<br />

sum). Ekki spillir svo fyrir að mörg okkar eru ansi<br />

lunkin við markaðssetningu. En hvað sem verkefnið<br />

er, þá er betra að tala við okkur snemma. Þá vinnum<br />

við best. Við erum fyrst og fremst hugmyndafólk og<br />

langar að vinna okkar (sameiginlegu) hugmyndum<br />

brautargengi. En ef ekki, þá búum við bara til verkefni<br />

sjálf og vinnum að list okkar. Við þurfum líka að gera<br />

meira af því.<br />

2 Auðvitað var fyrst skrifað á hellaveggi, steina,<br />

papýrus o.s.frv. Og prentun hefur verið gerð með<br />

margvíslegum hætti í gegnum tíðina – nú er hún að<br />

stórum hluta til rafræn og birtist á skjám … bla, bla,<br />

bla. Þetta vitum við öll. Og ef ekki þá má gjarnan skrifa<br />

greinar um það í Mænu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!