21.03.2017 Views

Mæna 2010

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

68. — ÁMÆNING<br />

GUNNAR ÞÓR VILHJÁLMSSON<br />

2.<br />

3.<br />

1.<br />

1. Copper Stencil<br />

2. Golden Type<br />

3. Merki sjóðsins<br />

Letrið Copper Stencil er teiknað fyrir Hönnunarsjóð<br />

Auroru, og er hugsað sem einkennisletur<br />

sjóðsins. Letrið er byggt á hönnun William<br />

Morris, Golden Type, en það gerði hann fyrir<br />

bókaútgáfu sína Kelmscott Press um 1890.<br />

Fyrirmyndir Golden Type voru húmanistaletur<br />

þeirra Jacobus Rubelus og Nicolas Jenson,<br />

en þeir voru báðir prentarar í Feneyjum í lok<br />

15. aldar. William Morris var mikill aðdáandi<br />

Íslendingasagnanna og þýddi, ásamt Eiríki<br />

Magnússyni, nokkrar þeirra yfir á ensku.<br />

Þessi mikli áhugi varð kveikjan að því að<br />

Morris heimsótti Ísland tvívegis, árið 1871 og<br />

1873, og ferðaðist um söguslóðir. Árið 1894<br />

færði William Morris Landsbókasafni Íslands<br />

að gjöf eina af bókum Kelscott Press, Sidonoia<br />

the Sorceress eftir William Meinhold.<br />

Bókin er sett með Golden Type og hefur sú<br />

bók verið notuð sem einskonar leiðarvísir<br />

við hönnun á Copper Stencil letrinu og<br />

kynningarefni Hönnunarsjóðsins, þar sem<br />

horft er til leturmeðferðar, litavals og hlutfalla<br />

í framsetningu.<br />

www.gunnarvilhjalms.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!