21.03.2017 Views

Mæna 2010

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

47.<br />

Hver er munurinn á ykkur/þér og stóru/litlu stofunum?<br />

VATIKANIÐ — yfirmaður<br />

Munurinn er sá að hér taka allir meira en 100 kíló í bekkpressu. Að öðru<br />

leyti þekki ég ekki hver munurinn er. Hef aldrei unnið á hinum stofunum.<br />

Hópnum er stýrt eins og togaraáhöfn og hér djöflast menn frá morgni til<br />

kvölds, efast um að það sé stemmningin annarsstaðar. Hér eru jakkaföt<br />

bönnuð og bindi klippt. Mönnum leyfist að blóta og vera þeir sjálfir á<br />

Vatikaninu. Hljómar þetta eins og einhver önnur auglýsingastofa? Er<br />

þetta ekki fekar eins og lýsing á beitingaskúr?<br />

Hvíta húsið<br />

FÖÐURLANDIÐ — yfirmaður<br />

Fyrir utan augljósan stærðarmun þá myndi ég fyrst og fremst halda<br />

að fórnfýsi og óstjórnanlegur frjálsleiki einkenni okkur.<br />

JÓNSSON & LE’MACKS — yfirmaður<br />

Sem stór stofa á íslenskan mælikvarða höfum við fleiri raddir, breiðari<br />

kunnáttu og meiri samanlagða reynslu en lítil stofa. Við ráðum við allar<br />

hliðar verkefna og getum þjónað stærri viðskiptavinum.<br />

SJÁLFSTÆTT STARFANDI — hönnuður<br />

Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur og kúnninn má hringja klukkan<br />

3 á nóttunni ef hann þarf á mér að halda … en alls ekki fyrir hádegi …<br />

Eftir hverju leitið þið þegar nýr hönnuður er ráðinn?<br />

VATIKANIÐ — yfirmaður<br />

„Portfolioið“ er það fyrsta sem maður lítur á. Menntun og meðmæli hafa<br />

litla vigt ef það er auðséð að viðkomandi hefur ekki náttúrulega hæfileika.<br />

Viðhorf og karakter viðkomandi einstaklings hafa einnig mikið að<br />

segja. Neikvæðir fýlupúkar eru ekki vinsælir á litlum vinnustað eins og<br />

þessum. Allir starfsmenn verða svo að uppfylla eftirfarandi skilyrði:<br />

Geta slegist.<br />

Nenna að vinna.<br />

Ekki vera með sérþarfir þegar við pöntum pizzu.<br />

Að öllu gríni slepptu þá er það manngerðin sem mestu ræður um ráðningu<br />

þegar að verið er að velja á milli aðila sem hafa sambærilega getu.<br />

Fyrirtæki eins og þetta stendur og fellur með þeim anda sem ríkir, þess<br />

vegna er raðað saman hóp sem á skap saman.<br />

FÍTON — yfirmaður<br />

Það má líkja auglýsingastofu við fótboltalið. Við þurfum að hafa<br />

góða leikmenn í allar stöður, hvort sem er í vörn eða sókn. Því skiptir<br />

miklu máli að gera sér grein fyrir veikleikum liðsins og finna svo réttu<br />

leikmennina í samræmi við það. Það er ekki hægt að stilla upp liði með<br />

eintómum sókndjörfum prímadonnum, þó þær verði auðvitað að vera til<br />

staðar í liðinu. Rétt samsetning á hverjum tíma skiptir höfuðmáli.<br />

HVÍTA HÚSIÐ — yfirmaður<br />

Hönnun, hugmyndaauki, sköpunargáfu, vinnusemi og rétta karakternum.<br />

Hvað er það eftirminnilegasta sem þið hafið ráðið manneskju út frá?<br />

VATIKANIÐ — yfirmaður<br />

Hallmar kallaði mig tussu í atvinnuviðtalinu sínu. Sennilega er<br />

það eftirminnilegast.<br />

FÍTON — yfirmaður<br />

Fyrir tíu árum réði ég dyravörðinn af Kaffibarnum í vinnu, eingöngu til<br />

þess að komast fram fyrir röðina. Ég er löngu hættur að fara á Kaffibarinn<br />

en sit uppi með dyravörðinn.<br />

HVÍTA HÚSIÐ — yfirmaður<br />

Oft er þetta spurning um að vera réttur maður, á réttum stað, á réttum<br />

tíma. Fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan sátum við á fundi og ræddum um<br />

að okkur vantaði manneskju með ákveðna hæfileika. Þegar við gengum<br />

út af fundinum stóð maðurinn, sem við ætluðum að leita að, í móttökunni<br />

með atvinnuumsókn í höndunum. Hann var ráðinn á staðnum, byrjaði<br />

samdægurs og hefur verið hjá okkur síðan.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!