21.03.2017 Views

Mæna 2010

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

22. — SKREF FYRIR SKREF<br />

SKREF<br />

FYRIR<br />

SKREF<br />

#3<br />

AIRWAVES 2009<br />

texti SVEINBJÖRN PÁLSSON<br />

myndir SVEINBJÖRN PÁLSSON<br />

og JÓHANNES KJARTANSSON<br />

Árið 2002 hringdi Agnar Le'macks í mig og bað mig um að kíkja í<br />

tvo daga með sér á uppsetningu á bækling fyrir Iceland Airwaves.<br />

Það árið vatt verkefnið upp á sig og ég endaði með að hanna plakötin<br />

eftir fyrirskrift Agnars, í anda Roskilde, Reading og annara<br />

tónlistarhátíða. Næsta ár tók ég alveg við verkefninu þar sem Aggi<br />

var að starta auglýsingastofu og hugði á stærri mið.<br />

Undanfarin ár hef ég séð um hátíðina, en eftir heldur skrautlegt<br />

(les: erfitt) ferli 2007, þar sem ég var óánægður með útkomuna,<br />

hætti ég í „prójektinu“. Í vor fór af stað hugmyndavinna fyrir<br />

hátíðina, en þegar leið fram á lok sumars sáu menn að sú hugmynd<br />

gengi ekki upp, og fóru að huga að „plani B“. Þeir komu til mín<br />

með pælingu um að nota ljósmyndir Jóa Kjartans, og búnir að taka<br />

saman 15 ljósmyndir sem Jói hafði tekið í gegnum árin. Airwaves<br />

lógóið var alltaf hugsað sem strigi til að vinna á. Fyrsta árið bjó<br />

ég það til úr „gaffer“ teipi, þriðja árið var það skyggt með grófri<br />

„vektorgrafík“.<br />

Eftir að hafa skoðað myndirnar og melt þetta í nokkra daga fór<br />

ég að pæla í neonskiltum. Það var eitthvað við myndirnar sem<br />

kallaði á eitthvað minni af endurspeglunum af neonskiltum eða<br />

„overlayuðum“ neonskiltum. Ég fór á Google Images, og skoðaði fullt<br />

af neonskiltum, fann eitt helvíti fínt og smellti inn í Photoshop, stillti<br />

til og „over-layjaði“ yfir eina myndina. Þá boðaði ég Jóa og Airwaves<br />

gengið upp á skrif-stofu og sýndi þetta test. Öllum leist vel á og þá var<br />

næsta skref að finna út hvernig þetta ætti að vera framkvæmt.<br />

Fyrsta hugmynd var að smíða bara neonljós og skjóta þau. Það var<br />

samt nokkuð augljóst að neonljós myndu éta upp „budgetið“. Ég<br />

gældi við þá hugmynd að sjóða grafíkina saman úr litlum bútum<br />

mismunandi mynda eins og ég hafði gert í Eymundsson auglýsingum<br />

hér um árið [sjá mynd - Eymundsson Halldór Laxness], en samtímis<br />

kviknaði sú hugmynd að vinna þetta í höndunum, búa til ljósakassa<br />

eða ljósastensil og hreinlega „feika neonljósalúkkið“.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!