21.03.2017 Views

Mæna 2010

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

97.<br />

Heimilisiðnaðarfélagið hefur gefið út Íslenska sjónabók.<br />

Bókin er samstarfsverkefni félagsins, Þjóðminjasafns<br />

Íslands og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla<br />

Íslands. Efni bókarinnar eru mynstur úr íslenskum sjónabókahandritum<br />

frá 17., 18. og 19. öld, varðveitt í Þjóðminjasafni<br />

Íslands og í Þjóðminjasafni Dana ásamt greiningu á<br />

byggingu þeirra. Bókinni fylgir geisladiskur með mynstrunum<br />

á PDF og EPS formi.<br />

Bókin er brautryðjendaverk sem hönnuðir, fræðimenn og<br />

handverksfólk hefur beðið eftir. Hún gagnast þeim sem<br />

hafa áhuga á íslenskum mynstrum og er góður grunnur<br />

að frekari rannsóknum og sköpun. Hún er aðgengileg<br />

og uppsetning til fyrirmyndar. Textinn er á íslensku og<br />

ensku. Mynstrin eru teiknuð á tvo vegu, annarsvegar á<br />

rúðunet og hins vegar fullteiknuð og lituð á sama rúðunet.<br />

Bókin er innbundin og hönnun kápu hæfir efninu vel.<br />

Útgáfa bókarinnar markar tímamót hvað varðar aðgengi<br />

að mynstrum sjónabókanna sem eru varðveittar á Þjóð–<br />

minjasafninu. Bókin er lykillinn að því að nota og þróa<br />

mynstrin áfram í nútímahönnun, handverki og myndlist.<br />

Hann flokkar samhverfumynstur í 17 tegundir, rannsakar<br />

tíðni hverrar tegundar – og finnur dæmi um 9 af 17 í íslensku<br />

sjónabóka-mynstrunum. Hann sýnir dæmi um þá<br />

stærðfræðilegu reglu sem er grunnur tegundanna. Lasse<br />

sýnir einnig dæmi um undantekningar sem verða t.d.<br />

vegna keltneskra áhrifa.<br />

Lilja Árnadóttir, fagstjóri Munasafns Þjóðminjasafns<br />

Íslands, ritar stuttan formála að hverjum þeirra níu kafla<br />

sem sýna mynstur hvers sjónabókarhandrits og vísar<br />

á frekari rannsóknir og heimildir um handritin. Á eftir<br />

fylgja kaflarnir níu. Í upphafi hvers þeirra er stuttlega sagt<br />

frá hverri sjónabók; frá hvaða tíma hún er, hver átti hana,<br />

teiknaði og hvernig frágangi hennar var háttað.<br />

Íslensk sjónabók er gott kennslugagn, falleg gjöf og vönduð<br />

gagnaskráning og samantekt á íslenskum mynst r um<br />

úr sjónlistararfi landsins. Með henni er lagður grunnur<br />

að frekari skoðun á táknmáli íslensku mynstranna og<br />

endurnýtingu þeirra í samtímanum.<br />

Fyrsta prentun bókarinnar er uppseld og hún var endurprentuð<br />

lítið eitt breytt í nóvember 2009. Bókin fæst hjá<br />

Heimilisiðnaðarfélaginu, í Árbæjarsafninu, í safnbúð<br />

Þjóðminjasafns Íslands og betri bókabúðum.<br />

Íslensk sjónabók er dæmi um metnaðarfullt samstarf og<br />

hugsjónavinnu stofnana og einstaklinga sem vinna með<br />

íslenska sjónlistaarfleifð. Ritnefnd ritar í sameiningu formála<br />

að bókinni. Í formála er tilurð bókarinnar rakin, grein<br />

gerð fyrir samstarfinu og þeim sem að því komu, með einum<br />

eða öðrum hætti.<br />

Inngang ritar Guðmundur Oddur Magnússon, myndlistarmaður<br />

og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla<br />

Íslands. Hann beinir sjónum að aðferðafræði við mynsturgerð<br />

og við uppdrátt mynstranna með nútímatækni.<br />

Tilgangur útgáfunnar er að mynstrin séu aðgengileg í<br />

samtímanum og Guðmundur hvetur til frjálsrar notkunar<br />

þeirra. Hann gerir grein fyrir rótum mynstra í heilagri hlutfallafræði<br />

og rekur í stuttu máli sögu og sifjar mynstranna.<br />

Hann tekur áttablaða rósina sem dæmi og gerir grein fyrir<br />

tengslum hennar við rúnaletur og þannig mynstra við<br />

merkingu og skipulega miðlun hennar. Guðmundur lýkur<br />

máli sínu á því að hvetja til umræðu: „ … nytjalistir voru<br />

gerðar ófínni en fagurlist. Við þann skilning höfum við búið<br />

of lengi. Tími breytinga er uppi. Þessi útgáfa er innlegg í þá<br />

umræðu.“<br />

Lasse Savola, aðstoðarprófessor í stærðfræði, Fashion<br />

Institute of Technology, State University of New York, ritar<br />

grein um tegundir mynstra og kennir aðferðir til greiningar<br />

þeirra og flokkunar á myndrænan hátt.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!