21.03.2017 Views

Mæna 2010

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

43.<br />

Vatikanið<br />

Hefur ástandið í samfélaginu haft áhrif, vinnuálagið breyst?<br />

JÓNSSON & LE’MACKS — hönnuður<br />

Ástandið hefur klárlega breytt vinnunni, kúnnarnir eru passasamari<br />

á kostnað og nálgunin á verkefnin eru öðruvísi en fyrir hrun. Vinnuálagið<br />

hefur samt aukist ef eitthvað er og launin lækkað.<br />

JÓNSSON & LE’MACKS — yfirmaður<br />

Já. Mikill samdráttur í auglýsingagerð hefur áhrif á allar stofur, þó<br />

mismikið sé. „Dekurverkefnum” hefur fækkað og sama gildir um<br />

allskonar tiltölulega smá verkefni sem nú ganga hægar eða er hreinlega<br />

sleppt. Kostnaðarvitund hefur aukist og flestir viðskiptavinir eru<br />

undir miklu aðhaldi varðandi kostnað og kynningarmál.<br />

VATIKANIÐ — hönnuður<br />

Fólk er komið með meiri húmor fyrir sjálfu sér og maður er frekar<br />

að koma steiktari hugmyndum að.<br />

VATIKANIÐ — yfirmaður<br />

Já. Ástandið hefur klesst mjög harkalega á okkar bransa. Við vorum<br />

sem betur fer ekki með mikil viðskipti frá byggingafélögum, bílasölum,<br />

ferðaskrifstofum og fjármálastofnunum. Flestir okkar stærstu<br />

viðskiptavina eru ennþá „alive and kicking“, þess vegna höfum við<br />

ekki yfir miklu að kvarta. Öll aðföng hafa orðið miklu dýrari og rekstur<br />

fyrirtækisins þ.a.l. mun dýrari án þess að hægt sé að hækka verðið á<br />

okkar þjónustu og því finnur maður svo sannarlega fyrir, en að getað<br />

átt í sig og á á þessum síðustu og verstu tímum er það eina sem maður<br />

gerir kröfu á sem stendur.<br />

SJÁLFSTÆTT STARFANDI — hönnuður<br />

Ég hef það bara ótrúlega fínt og vill ekkert vera að „jinxa“ það.<br />

SJÁLFSTÆTT STARFANDI — hönnuður<br />

Færri verkefni, en alltaf sama pressan við þau sem eru í vinnslu.<br />

HVÍTA HÚSIÐ — hönnuður<br />

Það er meira að gera hjá mér.<br />

FÍTON — hönnuður<br />

Ég tek reyndar kreppunni fagnandi, því núna stóla auglýsingar á<br />

góðar hugmyndir og snjallar lausnir en ekki rándýrar myndatökur<br />

og glysgrafík.<br />

FÍTON — hönnuður<br />

Fyrst eftir hrunið datt tempóið svolítið niður, en allir voru fljótir að sjá<br />

að það má ekki leggja árar í bát og finnst bara meiri hugur í fólki núna.<br />

FÖÐURLANDIÐ — yfirmaður<br />

Já, fyrst eftir hrun var útlitið heldur svart, en nú finnum við ekki fyrir<br />

samdrætti því viðskiptavinir okkar, sem ætíð hafa sýnt okkur hollustu<br />

og tryggð, hafa nú staðið af sér versta stormin og eru nú í sókn svo við<br />

höfum vart undan.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!