21.03.2017 Views

Mæna 2010

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

87.<br />

Prentsmiðjan Oddi styrkti nemendur<br />

við Listaháskóla Íslands með prentun<br />

tímaritsins Mænu. Við kunnum þeim<br />

bestu þakkir fyrir.<br />

Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 1943 og hóf<br />

þá starfsemi í Ásmundarsal við Freyjugötu.<br />

Nafnið var sótt í frægt menntasetur á Rangárvöllum.<br />

Haustið eftir flutti prent smiðjan að<br />

Grettisgötu 16 og var fyrirtækið rekið þar til<br />

ársins 1968, en þá flutti Oddi að Bræðraborgarstíg.<br />

Húsnæðið var þó að mörgu leyti óhagkvæmt<br />

fyrir prent smiðjurekstur og því var<br />

ákveðið árið 1979 að byggja eigið húsnæði<br />

á lóð við Höfða bakka 7. Starfsmenn fyrirtækisins<br />

eru nú um 60 talsins.<br />

Árið 2008 var rekstur Prentsmiðjunnar Odda,<br />

Prentsmiðjunnar Gutenberg og umbúðavinnslu<br />

Kassagerðarinnar sameinaður undir<br />

merkjum Odda. Prentsmiðjan Oddi er nú í<br />

hópi fullkomnustu og fjölhæfustu prentsmiðja<br />

á Norðurlöndum. Eitt af óvenjulegustu verkefnunum<br />

sem Oddi hefur unnið að er bók fyrir<br />

glerverksmiðju þar sem þeir notuðu gler sem<br />

bókakápu. Hugmyndin að því hafa glerkápu<br />

utanum bókina kom fram strax í upphafi.<br />

Ýmsar pælingar fóru í gang, en niðurstaðan<br />

varð að þetta væri einfaldlega ekki framkvæmanlegt<br />

fyrir öll 40.000 eintökin. Á<br />

endanum var ákveðið að framleiða 15 eintök<br />

þar sem kápan var sérunnin í gler, en hinar<br />

kápurnar voru gerðar á hefðbundinn hátt.<br />

Ýmislegt þurfti að skoða sérstaklega við gerð<br />

glerkápunnar þar sem þetta var vægast sagt<br />

óhefðbundið verkefni. Glerið sjálft var sérstaklega<br />

valið með það í huga að það myndi<br />

ekki molna í þúsund mola ef það brotnaði,<br />

og því varð öryggisgler frá Glerborg með<br />

plastfilmu í fyrir valinu. Glerkápan var svo<br />

þung að huga þurfti að sérstakri styrkingu<br />

á saurblöðunum og finna þurfti viðeigandi<br />

lím til að líma saman glerið og pappírinn. Þá<br />

þurfti að slípa glerið á þeim flötum sem límið<br />

var borið á svo það næði viðloðun. Glerslípun<br />

og Speglagerð sáu síðan um að sandblása<br />

munstur og texta á glerið. Bækurnar með<br />

glerkápunum voru gefnar stjórnarmönnum<br />

og eigendum Andersen verksmiðjunnar<br />

í Bandaríkjunum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!