21.03.2017 Views

Mæna 2010

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þar sem við, verðandi grafískir hönnuðir, erum á leiðinni út á markaðinn að loknu<br />

skólaári, þá langaði okkur að forvitnast um heiminn sem bíður okkar. Hvaða leið<br />

sem hvert okkar kann að kjósa, þá vildum við skoða auglýsingabransann því staðreyndin<br />

er sú að um það bil helmingur okkar stefnir að því að vinna á auglýsingastofu.<br />

Því fannst okkur áhugavert að skoða hvaða kosti og galla það hefur í för<br />

með sér. Við vildum kanna mismuninn á stóru og litlu stofunum ásamt því hvernig<br />

það er að starfa sjálfstætt. Við töluðum við starfsmenn á ólíkum stofum. Starfsmennirnir<br />

sem svörðuðu könnuninni koma ekki fram undir nafni, heldur kemur<br />

eingöngu fram á hvaða stofu þeir starfa.<br />

41.<br />

Hvað finnst þér skemmtilegast og leiðinlegast að gera í vinnunni?<br />

JÓNSSON & LE’MACKS — hönnuður<br />

Skemmtilegast finnst mér þegar verkefnið gengur upp, heppnast vel,<br />

eiginlega sama hvernig verkefni það er. Mér líður best þegar ég er<br />

ánægður með verkið og kúnninn líka. Á móti finnst mér leiðinlegast<br />

þegar smekklaus kúnni treystir mér ekki og er með puttana í öllu og<br />

útkoman verður svo vond að ég neita að kannast við verkið. Þá langar<br />

mig mest til að gráta eða skipta um starf.<br />

FÖÐURLANDIÐ — hönnuður<br />

Úff, það er svo margt skemmtilegt. Ætli það sé ekki skemmtilegast<br />

þegar maður fær verkefni sem maður sér fram á að bjóði upp á<br />

mikla tilraunastafsemi og frelsi, þegar manni er treyst fullkomlega<br />

til að fara eigin leiðir í að koma skilaboðunum til skila. Það sem er<br />

leiðinlegast að gera í vinnunni er að bíða eftir klósettinu.<br />

SJÁLFSTÆTT STARFANDI — hönnuður<br />

Skemmtilegast finnst mér í hugmynda- og skissuvinnu, í fínu lagi<br />

ef maður setur sig í réttar stellingar og fær næði til að hreinteikna.<br />

En leiðinlegast finnst mér þegar verkefnin fara að dragast á langinn<br />

vegna stöðugra breytinga, óákveðni og skipulagsleysis kúnnanns.<br />

Hversu mikið frelsi hefur þú sem hönnuður?<br />

VATIKANIÐ — hönnuður<br />

Frekar mikið, maður finnur bæði traust yfirmanna aukast sem og<br />

kúnna eftir því sem starfsaldur eykst. Kannski einhver tenging þarna<br />

á milli, veit það ekki. Hmmm, reynsla og allt það …en já eftir því sem<br />

ég verð reyndari þá finn ég að ég hef mun meira frelsi sem hönnuður.<br />

JÓNSSON & LE’MACKS — hönnuður<br />

Úff…í þessum bransa…ég hef miklu meira frelsi í frílans verkefnum en<br />

á stofu. Það fer þó eftir kúnnum. Þegar ég vinn á stofu get ég vísað frá<br />

mér frílans verkefnum sem ég hef ekki áhuga á að vinna. Á stofu hefur<br />

maður ekki frelsi til að segja kúnnanum að vera úti.<br />

FÍTON — hönnuður<br />

Að mörgu leyti er það undir kúnnanum komið. Sumir þurfa t.d. að<br />

fylgja útlitslegum staðli. En ég tel samt að við höfum meira frelsi hér<br />

á landi en í útlöndum þar sem markaðurinn er mun minni hér og ekki<br />

eins „corporate“.<br />

Hvað er eftirminnilegasta verkefnið og hvers vegna?<br />

HVÍTA HÚSIÐ — hönnuður<br />

Eftirminnilegasta verkefnið er auglýsingin með andlitunum í götunni,<br />

fyrir Umferðastofu. Ég fékk mikið frelsi, auglýsingin vakti mikla<br />

athygli og vann verðlaun erlendis, sem var mjög gaman.<br />

VATIKANIÐ — hönnuður<br />

Ég held að það sé Silvíu Nótt bókin … það voru gerðar 49 opnur af<br />

brjáluðu photoshop runki og þetta var unnið á rétt rúmlega einni viku<br />

… loka spretturinn var rúmlega tveggja sólarhringa vaka og algjör<br />

geðveiki. Ég er mjög sáttur með afurðina.<br />

SJÁLFSTÆTT STARFANDI — hönnuður<br />

Sennilega þegar ég var að vinna að kynningu á fyrstu Skolpu hreinsistöðinni,<br />

þá var unnið ýmislegt kynningarefni sem greindi frá vinnslu<br />

og tilgangi stöðvarinnar. Þetta var mikil vinna á stuttum tíma, unnið<br />

dag og nótt, eitthvað sem er meira gaman að hafa gert heldur en að<br />

gera, en það er alltaf gaman að vinna með skemmtilegu fólki.<br />

Hvar sækir þú innblástur?<br />

FÍTON — hönnuður<br />

Ég heillast af alþýðulist og gömlu handverki þó það skili sér kannski<br />

ekki alltaf á augljósan hátt í hönnun minni.<br />

FÍTON — hönnuður<br />

Innblásturinn kemur bókstaflega allstaðar frá. Það er svo áhugavert<br />

við þetta fag, að augu manns opnast og maður sér umheiminn allt<br />

öðruvísi. Gamlar ljósmyndir, flagnaðir veggir, landakort, náttúra og<br />

gulnaður pappír. Bara hvað sem er!<br />

JÓNSSON & LE’MACKS — hönnuður<br />

Aðallega á netið en líka á ferðalögum. Annars getur maður fengið<br />

hugmyndir allan sólarhringinn, alls staðar!<br />

FÖÐURLANDIÐ — hönnuður<br />

Frá vinum mínum, bókum, tónlist og arkitektúr frá áttunda<br />

áratugnum. Það sem hefur samt eflaust mest áhrif á það sem ég geri er<br />

sjálfsagt það sem ég var að gera rétt áður en ég byrjaði að vinna, t.d.<br />

bókin sem ég las, teiknimynd sem ég horfði á eða ristaða brauðið sem<br />

ég fékk mér áður en ég settist niður.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!