21.03.2017 Views

Mæna 2010

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

77.<br />

(1.) Teikningin er gerð veturinn 1987-89<br />

í skólanum í Vancouver í Bresku Kólumbíu.<br />

Skólinn heitir núna Emily Carr University of<br />

Art & Design. Ljósmyndin „The Word of God“<br />

er gerð á nákvæmlega sama tíma. Hún er tekin<br />

í Vancouver. Teikningin er gerð í tíma hjá<br />

Ranjan Sen. Hann er indverskur kanadamaður.<br />

Þetta er nú ekki merkileg teikning. Mig minnir<br />

að verkefnið hafi verið tilfinningar og svo átti<br />

að gera eitthvað vélrænt á móti.<br />

(2.) Ljósmyndin er af lyftubíl sem notaðir eru<br />

til að hlaða flugvélar. Nema að þessi setti<br />

tilvitnanir úr biblíunni á spjöld sem hann<br />

1.<br />

setti á kassann og lyfti upp. Þarna var verið<br />

að kynna mér fyrir ljósmyndapappír sem<br />

heitir Agfa Portrega. Með honum náði maður<br />

þessum djúsí effekt expressjónismans frá<br />

þriðja áratug 20. aldar. Þetta var fyrir tíma<br />

Photoshop. Það var reyndar komið en maður<br />

kunni ekki að nota það neitt þá.<br />

2.<br />

Ég var í Ontario Collage of Art and Design (OCAD)<br />

í Toronto í 2 vetur ‘90-’92. Lærði heil- mikið,<br />

þetta er eina námið mitt í grafískri hönnun, ég<br />

var aldrei í MHÍ.<br />

(1.) “Illusion and Reality in the Visual Arts”<br />

eftir Dondis and Thurston. Þennan texta<br />

vorum við að nota í nokkrar vikur, ýmsar týpógrafíuæfingar,<br />

fyrstu vikurnar bara Helvetica<br />

9 punkta letur plain. Máttum hvorki stækka<br />

né minnka og heldur ekki nota bold né italic.<br />

Unnum ekki í tölvu heldur ljósrituðum og svo<br />

var þetta skorið til og límt á pappír sem var<br />

ca. 20x20cm.<br />

Ég fékk martraðir, hataði þetta og það var ekki<br />

fyrr en á síðustu stigum sem ég fór að lifna við.<br />

Við enduðum með að gera bók með æfingunum<br />

og þetta er kápan, þ.e. baksíða og forsíða.<br />

Það var ekki fyrr en seinna sem ég sá og fann<br />

hvað ég hafði lært.<br />

(2.) Þetta var fyrir veggspjald, textann fengum<br />

við. Þó að Paul Rand sé einn af mínum uppáhalds<br />

hönnuðum og hefur haft mikil áhrif á<br />

mig þá gerði ég þetta ekki í hans anda og var<br />

skammaður fyrir. En á þessari æfingu lærði<br />

ég heilmikið um dýpt, hreyfingu og spennu á<br />

tvívíðum fleti.<br />

2.<br />

1.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!