21.03.2017 Views

Mæna 2010

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

eigin dulmálskerfi. Síðan er annað ráð, það<br />

tengist kynlífi. Það er líka klassísk aðferð til<br />

að kanna hvort það koma einhverjar óvæntar<br />

og gamlar og nýjar myndir í hugann. Rétt<br />

upp hönd, hafiði reynt þessa aðferð? Skáldið<br />

Arthur Rimbaud sagði að maður yrði að rugla<br />

í skilningarvitum sínum markvisst ef maður<br />

ætlaði sér að vera skáld. Og hann gerði ýmsar<br />

tilraunir til þess, eiturlyfin eru náttúrulega<br />

vinsæl leið.<br />

Daníel: Seasons in Hell, Árstíð í helvíti, þar<br />

skrifar hann um alkemíu orðsins.<br />

Oddný: Já, og sá sérhljóðana í litum. En hann<br />

ákvað að hætta að vera skáld, þetta hefur<br />

sjálfsagt tekið voðalega mikið á hann að<br />

vera að rugla svona í skilningarvitunum. En<br />

kannski þarf það ekki að vera svo þreytandi.<br />

Sumir hafa gert tilraunir í íþróttum, að synda<br />

eða fara út að hlaupa. Þá losnar eitthvað úr<br />

líkamanum og um leið úr sálinni og dúkkar<br />

upp í kolli eitthvað brot sem má grípa.<br />

Allt þetta sem maður þarf að gera svolítið<br />

oft, sem maður þarf að stunda eða stundar,<br />

hvort sem það eru íþróttir eða kynlíf eða ótti<br />

eða eiturlyf eða draumar eða dans eða<br />

íhugun. Það er eins og það sé ágæt leið<br />

til að vinna um leið að embleminu!<br />

Ef maður gleymir bara í smá stund<br />

öllum væntingunum og allri<br />

lönguninni til að gera eitthvað<br />

frábært!<br />

Karl: Gætum við ekki lengt<br />

skólaárið?<br />

Oddný: En ég vil nú vara við<br />

því að fara of hratt í þessu,<br />

sérstaklega ef menn nota<br />

hættuleg efni til þess eins og<br />

eiturlyf. Því þau opna hratt en<br />

þau geta líka lokað hratt. Og<br />

þau loka líka fyrir hæfileikann<br />

til að opna. Eins er með erfiðar<br />

tilfinningar. Ef maður notar til<br />

dæmis ástand melankólíunnar<br />

til að örva hugsunina, þá verður<br />

maður að fara varlega því á einhverjum<br />

tímapunkti þá bara er maður allt í einu<br />

orðinn þunglyndur og ekkert skapandi,<br />

enginn opinn faðmur, bara liggjandi<br />

urrandi á kexpakkanum sínum. Þannig er<br />

kannski öll fíkn og menn geta líklega orðið<br />

hugmyndafíklar, eða hvað?<br />

Daníel: Já, en þá er engin leit í hugmyndinni,<br />

þá er það bara efnið sem maður sækist eftir<br />

eða lausnin en ekki leitin.<br />

Oddný: En kannski getur maður ekki verið<br />

bara alltaf í rosalega opinni leit að frjóvgun.<br />

Maður verður kannski bara stundum að fá<br />

sér smá kex. Það er ágætt að leita í svona<br />

hugmyndapakka og lógóbanka eins og Goddur<br />

er búinn að vera að leiða ykkur inn í, það er<br />

algjör fjársjóðskista hjá honum og er ekki<br />

gaman að mega bara leika sér með hitt og<br />

þetta? Og ef þar er hauskúpa þá kannski kíkiði<br />

upp í hana til að vita hvort er eitthvað uppi í<br />

henni eða inni í hvelfingunni.<br />

Taktur<br />

Muniði eftir einhverju öðru, vitiði um<br />

einhverjar aðrar aðferðir? Mér finnst eins og ég<br />

sé að gleyma einhverju alveg grundvallartrixi.<br />

Karl: Þegar ég sem texta kemur fyrir að ég<br />

syng bara það sem kemur úr samplernum ...<br />

Daníel: Þannig að þú syngur það sem þú heyrir.<br />

Karl: Já og reyni svo að skrifa það niður ...<br />

Úlfur: Ég geri það líka ...og svo punkta ég<br />

þetta hjá mér.<br />

Oddný: Er þetta tónlist?<br />

Úlfur: Ég reyndar skrifa rapptexta ... byrja<br />

ekki með neitt og svo allt í einu ...<br />

Örn: Ég skrifa líka upp drauma og þá fer mann<br />

að dreyma miklu skýrar ...<br />

Brandur: Ég samt er alveg bundinn við það að<br />

þetta verði að meika sens. Ég get ekki sett orð<br />

á eftir orði nema að það lýsi einhverri hugsun.<br />

Ég skrifa ekki bara þau orð sem koma upp í<br />

hugann heldur það sem ég get sett í setningar<br />

sem hafa merkingu. Þótt samhengið kannski<br />

sé út í hött.<br />

Oddný: Það er stundum erfitt að hætta að<br />

vera svona stýrandi eða skynsamur einhvern<br />

veginn. Það er náttúrulega mjög erfitt og<br />

kannski ekkert endilega æskilegt. Það er<br />

kannski fínt að þú getir blandað því saman<br />

- einhverju sem kemur og svo því að setja<br />

þær í setningar. Annars væri það kannski<br />

ekki áhugavert ...bara einhver runa. Þarna<br />

er alveg makalaust hvað taktur og tónlist<br />

getur hjálpað. Það er svolítið flott aðferð. Þið<br />

mynduð ekki geta gert þetta ef þið væruð ekki<br />

með neina tónlist?<br />

Úlfur: Það get ég alveg ... ég er þá kannski<br />

með ímyndaðan takt í hausnum á mér ...<br />

Daníel: Þannig að takturinn hverfur<br />

aldrei alveg?<br />

Oddný: En þegar þú ert að vinna hérna í<br />

skólanum. Ertu þá líka með þennan takt?<br />

Úlfur: Nei ...ég er búinn að vinna í tónlist<br />

mikið ...miklu lengur heldur en þessu. Ég er<br />

þannig samt í skólanum að þegar ég sest niður<br />

og ætla að fara að gera eitthvert verkefni.<br />

Áður en ég geri fyrsta pennastrikið að þá veit<br />

ég nákvæmlega hvernig verkið mun líta út<br />

og yfirleitt jafnvel betur út en ég ímyndaði<br />

63.<br />

mér ...þannig að ég er alltaf með mótaðar<br />

hugmyndir áður en ég geri eitthvað.<br />

Brandur: Af því að þú varst að tala um takt.<br />

Þú ert með takt í þér. Það eru ekkert allir með<br />

það. Þess vegna var búinn til taktmælir sem<br />

mér finnst einmitt mjög áhugaverður hlutur.<br />

Fólk með taktmæli til að upplifa taktinn. Nær<br />

ekki taktinum sjálft ... Væri kannski gott að<br />

vinna með taktmæli þó að maður sé ekki að<br />

vinna að tónlist?<br />

Oddný: Ég myndi nú kannski frekar nota<br />

tónlist heldur en taktmæli ...en ég veit það<br />

ekki.<br />

Daníel: Það yrði einskonar svipa á mann ...<br />

Karl: Mér finnst þetta frábær hugmynd ...<br />

Kaótíska kerfið<br />

Daníel: Þegar Brandur kom með sín fyrstu<br />

drög að emblemi kom hann með fundinn hlut.<br />

Við lentum í debati um emblemið. Hann sagði:<br />

Af hverju getur þetta ekki verið mitt emblem?<br />

Hann segist ekki vilja skrifa neitt sem ekki<br />

hefur merkingu og það er áhugavert í því<br />

samhengi að hann tekur hlutinn algerlega<br />

tilviljanakennt og setur hann upp sem<br />

emblem í sjálfu sér. Er þetta sú prósess<br />

vinna sem Oddný er að tala um?<br />

Oddný: Ég held að það sé ekki<br />

verri aðferð en hver önnur<br />

og raunar mikið notuð af<br />

listamönnum, að leika sér með<br />

random hlutanna, tilviljunina,<br />

að reyna að klukka kaósina,<br />

koma upp um rökvísi kerfisins<br />

og tíma og rannsaka önnur<br />

lögmál, önnur kerfi, kannski<br />

kaótísk! En mér finnst það<br />

í sjálfu sér ekkert merkilegt<br />

nema að þú pælir á sama tíma í<br />

því hver eru tengsl þín við þetta<br />

sem kemur til þín svona random.<br />

Hvernig myndar þú tengsl við þetta?<br />

Í fyrsta lagi er spurningin: Hvernig<br />

opnar þú þig fyrir því sem kemur til þín,<br />

hvernig kemur eitthvað til þín? Og í öðru<br />

lagi: Hvernig tengistu því?<br />

Á endanum eru það tengslin milli þessara<br />

hluta sem skipta máli ...það eru þessi tengsl<br />

sem maður lærir af. Þess vegna hugsaði ég<br />

mér að það væri áhugavert verkefni að búa til<br />

mynd úr hring eftir hring af myndum, að þá<br />

yrðu tengslin ljós eða myndræn.<br />

Við verðum því að setja alveg innan sviga<br />

dómana um að þetta eða hitt táknið sé<br />

áhugavert eða ekki eða að þessi eða hin<br />

myndin sé flott eða vel heppnuð. Að<br />

spurningin sé miklu frekar um tengsl<br />

okkar við þetta og að við getum hugsanlega<br />

uppgötvað þau af tengslunum sem myndast í<br />

myndinni sjálfri. Leyfum myndinni að koma<br />

upp um tengsl okkar við hana.<br />

Daníel: Það hlýtur að þurfa að búa til<br />

svigrúm til tilrauna, annars væri þetta ekki<br />

alkemíukúrs.<br />

Oddný: Þetta er aldeilis spennandi og ég<br />

þakka kærlega fyrir mig, það var gaman að<br />

fá að koma.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!