21.03.2017 Views

Mæna 2010

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

62. — FRJÓ<br />

hann sé kannski bara að selja manni skó. Ef<br />

það á sko virkilega að heppnast. Eða hvað?<br />

Kannski er nú skókaupmennskan ekkert mjög<br />

andlegs eðlis að vísu, þetta er nú heldur ýkt<br />

hjá mér, en yfirhöfuð held ég megi segja að<br />

allir listamenn, allir hönnuðir, hljóti að veita á<br />

einhvern hátt þennan aðgang, þótt þeir sjálfir<br />

standi kannski algerlega í skugganum og<br />

noti ekki sjálfan sig sem ímynd eða tæti upp<br />

líkama sinn og slíti úr sér hjartað!<br />

Búið<br />

Er ekki gaman stundum að vera að bögglast<br />

með einhverja hugmynd og vita ekki<br />

hvernig megi miðla henni og sjá hana svo<br />

bara í flottu verki úti í heiminum? Búið að<br />

miðla, maður getur bara farið í frímínútur.<br />

Ég man eftir því þegar ég upplifði þetta<br />

fyrst. Það var einhver mjög óhöndlanleg<br />

tilfinning eða kennd úr æsku sem mig<br />

langaði til að ná að orða en vissi samt að<br />

ég myndi aldrei ná því og svo las ég bók<br />

sem orð eftir orð lýsti alveg nákvæmlega<br />

þessari kennd sem ég hafði álitið mína.<br />

Guð hvað ég varð hissa og hvað það<br />

var gott. Það var einhver ólýsanleg<br />

fullnæging og mér finnst<br />

skemmtilegast að lesa verk sem<br />

eru bæði að miðla einhverju<br />

sem ég hélt að væri bara<br />

innan í mínum kolli til og<br />

um leið einhverju sem<br />

ég hélt að væri bara ekki<br />

til, hvorki í mínum kolli<br />

né annarra. Það er svo<br />

greinilegt að hugmyndir<br />

eiga sér sitt eigið líf.<br />

Ragnar Helgi: Þær finna sér<br />

bara sinn hýsil ...<br />

Oddný: Já, það eina sem gæti<br />

farið í taugarnar á manni við<br />

að sjá að hugmynd sem maður er<br />

búin að hýsa er komin í einhverja<br />

vonda sambúð sem er vís með að<br />

ganga af henni dauðri. Ef það er búið<br />

að henda henni út í heiminn en ekki fóstra<br />

hana nóg svo hún bara gengur um eins og<br />

krypplingur greyið, með fullri virðingu fyrir<br />

krypplingum, ótrúlegt hvað er erfitt að tala,<br />

maður flækist alltaf í einhverjum líkingum,<br />

en ég meina ef hugmyndirnar eru bara<br />

ósjálfbjarga. Ha? Til dæmis alkemisminn,<br />

þessi ótrúlega fallega undiralda um hið<br />

ómögulega, þegar hún er bara smættuð<br />

ofan í eitthvað nýaldardrasl og söluógeð.<br />

Því stundum er hugmynd eins og barn eða<br />

eitthvað lífbú sem er sett í fangið á manni<br />

og maður verður að fóstra það. Maður væri<br />

ekki alveg rétt stilltur í æðruleysinu ef<br />

maður bara henti því frá sér í misskildu<br />

gjafmildi, eða hvað? En hvernig á maður að<br />

vita hvaða hugmyndir eru settar í fangið á<br />

manni? Hvernig á maður að opna faðminn<br />

fyrir þeim?<br />

Það væri gaman ef emblemið ykkar væri<br />

eins og opinn faðmur og að þið vakið yfir því<br />

hvað kemur inn í hann. Eða svo við höldum<br />

okkur við hina líkinguna; að emblemið<br />

ykkar sé slímkúla fyrir frjó.<br />

Inn að sjálfum sér<br />

Getum við ekki tekið okkur smá tíma í samræður<br />

í dag? Ég ætla að biðja ykkur um að<br />

skrifa mér þetta bréf þar sem þið veltið fyrir<br />

ykkur hvernig þið umgangist hugmyndir.<br />

Ég veit þið hafið gert svona myndir í þessum<br />

kúrsi og það væri gaman að fá að sjá þær í<br />

fyrsta bréfi og hlaða svo utan um þær öðrum<br />

mengjum. Senda mér þá mynd eða afrit af<br />

þeirri mynd en líka örlítilli greinagerð hvernig<br />

þið fóruð að því að bæta við þennan hring eða<br />

spíral.<br />

Daníel: Í sumum tilfellum komu þau með<br />

útskýringar líka. Þau voru til dæmis með<br />

útskýringar á táknunum sem þau nota.<br />

Oddný: Það er náttúrulega alveg stórkostlegt<br />

...<br />

Daníel: Þau gætu hins vegar farið miklu<br />

lengra í að tengja saman ...<br />

Oddný: Það væri mjög gaman að fá þessar<br />

útskýringar með. Ef þið nennið þessu ekki<br />

eða eruð bara ekki tilbúin í þetta núna, sem<br />

ég skil svosum vel, þá bara sendið ekki bréfið.<br />

Þið getið líka sent þau ykkar á milli eða til<br />

Daníels eða Ragnars Helga eða Godds. En<br />

mér þætti voða gaman að fá að sjá, kannski<br />

bara eftir tíu ár þegar myndirnar eru orðnar<br />

risastórar og allt vaðandi í villidýrum og<br />

skemmtilegheitum.<br />

Og mest gaman ef þið færuð háskaslóð inn að<br />

ykkur sjálfum. Ef hver hringur sem þið hlaðið<br />

utan um táknmyndina ykkar er í raun myndun<br />

aðgangs að ykkar innri manni, göng inn að<br />

ykkar eigin undirdjúpi! Ef dýramyndirnar<br />

koma fyrst, þá gætu vopnin komið svo, ef þið<br />

til dæmis hafið velt því fyrir ykkur að stinga<br />

eitthvað með hníf þá væri snjallt að setja<br />

mynd af hníf. Eða ég veit ekki, ég kann þetta<br />

nú ekki. En það er hægt að nota ýmsar aðferðir<br />

við að kalla fram tákn úr undirmeðvitundinni.<br />

Sú fyrsta er ósjálfráð skrift, hafiði stundað<br />

slíkt? Þetta er það sem súrrealistarnir notuðu<br />

og hefur mikið verið líka mikið verið notað í<br />

gegnum aldirnar af þeim sem reyndu að fá orð<br />

engla í gegnum hendurnar á sér niður á blað.<br />

Daníel: Þetta er ein af fyrstu aðferðunum til<br />

að virkja undirmeðvitundina. Þá ertu að skrifa<br />

og horfir ekki einu sinni á blaðið. Venjulega<br />

er þetta bara eitthvað non-sense sem kemur í<br />

gegn. Eða það fyrsta sem þér dettur í hug og<br />

þú skrifar það niður ...<br />

Oddný: Já, það er örugglega ekki mikið<br />

englamál sem kemur út. En súrrealistarnir<br />

tóku upp þessa aðferð frá dulspekinni eftir<br />

að hafa heyrt um hugmyndir Freuds og<br />

Jungs um að hinar„frumlegu“ hugmyndir<br />

eða hættulegu eða hvað sem er, séu bara<br />

mismunandi samsuða úr gömlum suðupotti<br />

menningarinnar. Freud notaði sálgreininguna<br />

og það var algjör bylting. Þá kom bara alls<br />

konar dót upp úr kafinu sem allir voru búnir<br />

að gleyma að væri til.<br />

Brandur: Ég sko prófaði það bara fyrir tveim<br />

mánuðum að setjast niður og skrifa eina blaðsíðu<br />

eins fljótt og ég gat skrifað. Ég hafði<br />

áhuga á því að vita hvað myndi koma. Svo<br />

lagaði ég stafsetningarvillurnar bara<br />

eftir á.<br />

Oddný: Já, það er einmitt þetta. Kom<br />

eitthvað spennandi fram?<br />

Brandur: Já, þetta var áhugavert,<br />

ég ætla nú að gera meira af<br />

þessu.<br />

Oddný: En þetta er ansi erfitt<br />

og maður verður að þjálfa<br />

sig upp í því held ég. Þegar<br />

við Unnar Örn skrifuðumst<br />

á með ósjálfráðri skrift þá<br />

skrifaði hann man ég einu sinni<br />

að honum þætti þetta allt of<br />

alvarlegt, of mikil áreynsla, og þá<br />

fór hann út á kaffihús og skrifaði<br />

allt sem hann heyrði, prófaði bara að<br />

kasta teningum á blaðið sitt aftur og<br />

aftur.<br />

Gamlar góðar tilraunir<br />

Svo er önnur alveg klassísk tilraun til<br />

að nálgast leynihólfin í sér en það eru<br />

draumarnir. Ef þið munið drauma eða kannski<br />

að fara hlusta eftir þeim. Vera þá með mynd<br />

eða orð og skrá það niður og teikna. Kannski<br />

veiðir maður bara eitt orð á hverri nóttu, bara<br />

einn gamlan skó eða eitthvað. Og þá að skrá<br />

hann niður. Skór. Og svo er annað: þegar<br />

þið eruð að tala við einhvern sem er ykkur<br />

mjög náinn en sem þið eigið í einhverjum<br />

erfiðleikum með, að taka þá eftir því hvaða orð<br />

eða myndir koma endurtekið upp í hugann.<br />

Hvort eitthvað kemur tvisvar. Að grípa það<br />

þá. Svo er alveg klassískt að gera skrá yfir það<br />

sem er viðfang þráhyggju. Ef þið eruð með<br />

þráhyggju að taka alltaf í hurðarhúna, opna<br />

eða loka hurðum. Eða slökkva á eldavélinni<br />

eða eitthvað svona. Athuga með að hafa það<br />

þá í myndinni. Eða í einhverri útfærðri mynd<br />

eins og er í svona emblemum. Til dæmis örin<br />

verður tákn um ástina, um eros, um bogann.<br />

Eros sem skýtur örinni. Þið getið gert ykkar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!