29.01.2015 Views

Skáholt 2002 - Nabo

Skáholt 2002 - Nabo

Skáholt 2002 - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

leit að öskulögum í sambandi við fornleifauppgröftinn, en um árangurinn er ekki fjallað.<br />

Forn garðlög í Biskupstungum, m.a. úr nágrenni Skálholts, hafa verið aldursgreind með<br />

hjálp gjóskulaga (Bryndís G. Róbertsdóttir og Haukur Jóhannesson 1986). Gjóskulög<br />

hafa verið nýtt við rannsóknir á gróðurfarssögu Skálholts og nágrennis (Þorleifur<br />

Einarsson 1962, Margrét Hallsdóttir 1987). Auk þessara rannsókna má nefna athuganir á<br />

útbreiðslu og aldri einstakra gjóskulaga (Sigurður Þórarinsson 1968, Guðrún Larsen<br />

1978, Guðrún Larsen 1984, Hafliði Hafliðason o.fl.1992).<br />

Í töflu 1 eru tekin saman þau gjóskulög frá sögulegum tíma sem búast má við að finna í<br />

Skálholti og næsta nágrenni.<br />

Tafla 1. Helstu gjóskulög í Skálholti og nágrenni<br />

Gjóskulag, gosár Þykkt, cm Einkenni<br />

K-1918 < 0,5 cm svart<br />

H-1766 < 0,2 cm dökkt<br />

K-1721 < 2 cm svart<br />

H-1693 < 0,5 cm dökkt<br />

H-1636 vottur dökkt<br />

H-1597 < 0,2 cm dökkt<br />

K-1500 ~ 1 cm svart<br />

H-1341 < 0,5 cm grátt<br />

H-1104 < 0,2 cm ljóst<br />

Eldgjá-1, ~934 < 0,5 cm svart<br />

K-R, ~920 < 0,5 cm svart<br />

Landnámslag,~870 um 2 cm tvílitt<br />

Nokkur áberandi forsöguleg gjóskulög eru í jarðvegi í Skálholti sem vert er að nefna hér.<br />

Skammt neðan Landnámslags er tvö ljósleit Heklulög, H-A, sem eru um 2500 ára gamalt,<br />

og H-B, sem er um 2800 ára gamalt (Bryndís G. Róbertsdóttir og Haukur Jóhannesson<br />

1986, Bryndís G. Róbertsdóttir 1992). Nokkru neðar er tvílita Heklulagið H-4, sem er um<br />

4500 ára gamalt (Guðrún Larsen og Sigurður Þórarinsson 1978).<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!