31.07.2014 Views

Kanada - Saf

Kanada - Saf

Kanada - Saf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

leiðtogar landsins vegna olíufyrirtækja sem þar starfa sem hafa komið vel undan kreppu.<br />

Borgir landsins hafa þó margar orðið illa úti enda er skattinnheimta í höndum landsstjórnar<br />

(federal government) og svæðisstjórna (provincial government) en borgirnar sjálfar<br />

(terretorial government) hafa litla möguleika á að afla sér aukinna tekna í gegnum skatta<br />

(Euromonitor International, 2011).<br />

1.2. Viðskipta- og lagaumhverfi<br />

Á heildina er <strong>Kanada</strong> ofarlega á blaði á lista WEF yfir þau lönd sem þykja samkeppnishæfust<br />

í ferðaþjónustu. <strong>Kanada</strong> er í níunda sæti listans sem gefinn var út fyrr á þessu ári en fellur úr<br />

því fimmta 2009. <strong>Kanada</strong> skorar hátt hvað varðar gæði og fjölda flugvalla, uppbyggingu<br />

samgöngukerfis, upplýsingakerfi, aðbúnað ferðaþjónustunnar sem og fyrir náttúruundur og<br />

fjölda áfangastaða á heimsminjaskrá. (World Economic Forum, 2011, bls. 8). <strong>Kanada</strong> er hins<br />

vegar neðarlega á blaði þegar kemur að samkeppnishæfni í verðlagi (price competitiveness in<br />

T&T industry) en þar fellur landið niður í 105. sæti, einkum vegna hárra skatta og<br />

flugvallargjalda (bls. 155).<br />

Þá kemur fram í skýrslunni að fjárfesting í ferðaþjónustu í <strong>Kanada</strong> nemur um 0,7% af VLF<br />

sem er undir meðaltali OECD. Í þeim löndum sem mestu verja til ferðaþjónustu nemur þetta<br />

hlutall yfir 2% af VLF. Þá má nefna að í Bandaríkjunum er hlutfallið 1,1% af VLF (bls. 70).<br />

Almennt er þó viðskiptaumhverfi í <strong>Kanada</strong> talið gott og það er einfalt og fljótlegt að stofna<br />

fyrirtæki í landinu.<br />

Bandaríkin eru stærsti viðskiptaaðili <strong>Kanada</strong> en verðmæti viðskipta þessara landa nemur um<br />

500 milljörðum dala árlega.<br />

Gjaldmiðill <strong>Kanada</strong> er <strong>Kanada</strong>dollar (CAD) en hann var á pari við Bandaríkjadollar (USD)<br />

árið 2010. Það jók kaupmátt <strong>Kanada</strong>manna sem ferðuðust til BNA en latti á sama tíma<br />

Bandaríkjamenn til að koma til <strong>Kanada</strong> þar sem það er nú dýrari áfangastaður en áður, en<br />

Bandaríkjamenn hafa í gegnum tíðina fengið mikið fyrir peningana sína með því að fara yfir<br />

landamærin til <strong>Kanada</strong>. <strong>Kanada</strong>dollar hefur ekki verið hærri gagnvart breska pundinu í<br />

aldarfjórðung og gagnvart evru í átta ár. Sterkur <strong>Kanada</strong>dollar hefur haft þau áhrif að<br />

<strong>Kanada</strong>menn hafa frekar ferðast til annarra landa (Euromonitor International, 2011, bls. 5).<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!