31.07.2014 Views

Kanada - Saf

Kanada - Saf

Kanada - Saf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Kanada</strong> í hnotskurn<br />

•<strong>Kanada</strong> markaðssetur sig á 11 erlendum mörkuðum. Þrír fjórðu hlutar erlendra ferðamanna<br />

koma frá Bandaríkjunum<br />

•Áhersla í stefnumótun er á að kynna <strong>Kanada</strong> sem fjölbreyttan heilsársáfangastað. Þessu er fylgt<br />

eftir í markaðssetningu og kynningu.<br />

•Upplifun í sinni víðustu mynd er það sem kynning á stefnu í ferðamálum byggir á. Áfangastaðir<br />

eru síður í forgrunni en þeim mun meiri áhersla lögð á að ferðamaðurinn skapi sína eigin upplifun,<br />

hann sé aðalhetjan í ævintýrasögu sem hann skrifar með ferðalögum sínum.<br />

•Lagt er upp með fimm söluráða (USP´s) í opinberri stefnu:<br />

•1. Lifandi borgir og náttúra: borgirnar iða af lífi en eru þó með náttúruna í bakgrunni þannig að<br />

ævintýrin eru aldrei langt undan.<br />

•2. Ferðalög á landi og sjó: vísar til þess að ferðin sjálf sé jafn ánægjuleg og upplifunin á<br />

lokaáfangastað.<br />

•3. Tenging við <strong>Kanada</strong>búa: Einkenni <strong>Kanada</strong> koma fram í fólkinu: hnyttið, skemmtilegt,<br />

aðgengilegt og ekta. Ferðamenn munu skilja hvaðan <strong>Kanada</strong> kemur og á hvaða leið það er.<br />

•4. Kanadískt verðlaunaeldhús: Kanadískar matarhefðir eru eins konar kynning á þeim<br />

staðarháttum, menningu og fólki sem mótar landið.<br />

•5. Ævintýramennska og mikilfengleg náttúruundur: Ferðamenn eiga ekki að þurfa að fórna<br />

þægindum til að upplifa náttúruundur .<br />

•Ferðamönnum sem sækja <strong>Kanada</strong> heim hefur fækkað undanfarin áratug. Hins vegar hafa tekjur á<br />

hvern ferðamann aukist. Flestir koma í júlí og ágúst .<br />

•Kanadíska ferðamálaráðið (Canadian Tourism Commission, CTC) sér um alþjóðlega<br />

markaðssetningu <strong>Kanada</strong> undir einkunnarorðunum „Keep Exploring“<br />

•Lagt er upp með það að fá sem mestar tekjur af þeim erlendu ferðamönnum sem koma til<br />

landsins og hámarka þannig gjaldeyristekjur. Markaðsherferðir CTC erlendis miðast við að ná til<br />

þeirra ferðamanna sem líklegastir eru taldir til að skilja mest eftir sig í landinu, þ.e. eyða mestu.<br />

•CTC leggur í umfangsmikla vinnu við greiningu markaða og öflun nýrra viðskiptavina. Lögð er<br />

áhersla á að aðstoða fyrirtæki við að undirbúa sig undir að taka við ferðamönnum frá nýjum<br />

mörkuðum og er það m.a. gert með aðstoð markaðstólsins Explorer Quotient. Með því geta<br />

fyrirtæki greint þær „týpur“ ferðamanna sem eru líklegar til að vilja þeirra vöru og sniðið<br />

markaðssetningu sína beint að þeim.<br />

•Fyrirtæki hafa einnig aðgang að verkfærakistum í upplifunarferðamennsku (experience toolkit)<br />

og mörkun (brand toolkit).<br />

•CTC ásamt samtökum ferðaþjónustunnar (Tourism Industry Association, TIA) hefur beitt sér fyrir<br />

því að laga vegabréfaeftirlit að þörfum ferðaþjónustunnar, en hert vegabréfaeftirlit er talin ein af<br />

helstu ógnum við iðnaðinn.<br />

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!