31.07.2014 Views

Kanada - Saf

Kanada - Saf

Kanada - Saf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

saman geta einkaaðilar og hið opinbera haldið áfram að byggja upp atvinnugrein sem er<br />

samkeppnishæf á alþjóðamörkuðum <strong>Kanada</strong>mönnum og komandi kynslóðum til heilla“<br />

(Industry Canada, 2006, bls. 20).<br />

CTC gengur út frá þessari stefnu og lítur á hlutverk sitt á eftirfarandi hátt:<br />

Í samstarfi við kanadíska ferðaþjónustu vinnum við að því að kynna <strong>Kanada</strong> sem<br />

alþjóðlega samkeppnishæfan fyrsta flokks heilsársáfangastað þar sem ferðamenn hafa<br />

aðgang að einstökum upplifunum. Við tölum einni röddu fyrir hönd <strong>Kanada</strong> á<br />

alþjóðlegum vettvangi (Canadian Tourism Commision, 2011, bls. 7).<br />

2.1. Á hvaða sviðum ferðaþjónustu byggir stefnumörkun<br />

Heildarstefna í ferðamálum á landsvísu í <strong>Kanada</strong> byggir á svokallaðri Quebec yfirlýsingu sem<br />

undirrituð var í nóvember 2003. Yfirlýsinguna undirrituðu ráðherrar og ráðamenn á sviði<br />

ferðamála í landinu (ríkisstjórnar, fylkjastjórna og svæðisstjórna) og með henni var mikilvægi<br />

ferðaþjónustu fyrir efnahagslíf í <strong>Kanada</strong> undirstrikað (Industry Canada , 2003).<br />

Þremur árum síðar var farið í þróunarvinnu þar sem farið var ofan í saumana á því hvernig<br />

mætti auka samkeppnishæfni <strong>Kanada</strong> á sviði ferðamála og sett var fram forgangsröðun sem<br />

stuðla átti að vexti ferðaþjónustu.<br />

(http://www.ic.gc.ca/eic/site/dsib-tour.nsf/eng/h_qq00173.html).<br />

Þriðja mikilvæga skrefið í átt að samræmdri stefnu var stigið þegar ferðaþjónustan fékk<br />

sérstaka fjárveitingu í efnahagsáætlun (Economic Action Plan) sem sett var fram af ríkisstjórn<br />

<strong>Kanada</strong> í janúar 2009 (Department of Finance Canada, 2009).<br />

Segja má að í þessum stefnumótunarskjölum komi fram helstu áherslur í stefnu stjórnvalda<br />

varðandi ferðaþjónustu.<br />

Úr Quebec yfirlýsingunni 2003<br />

<br />

<br />

Ferðaþjónustan í heild er einn af stærstu atvinnuveitendum landsins og þar skapast<br />

störf sem krefjast fjölbreyttrar þekkingar og færni og dreifast um þéttbýl og dreifbýl<br />

svæði <strong>Kanada</strong><br />

Sjálfbær ferðaþjónusta er hagsmunamál fyrir náttúru, menningararf og lífsgæði<br />

<strong>Kanada</strong>búa<br />

10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!