11.01.2014 Views

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

FRÆÐSLA UM JAFNRÉTTISMÁL<br />

Í þessum kafla verður fjallað annarsvegar um fræðslu til nemenda um jafnréttismál <strong>og</strong> hinsvegar um<br />

fræðslu til starfsfólks. Stærstu viðburðirnir hafa verið haldnir í tengslum við jafnréttisdaga á<br />

haustmánuðum 2009, 2010 <strong>og</strong> 2011. Dagarnir vekja mikla athygli <strong>og</strong> setja svip sinn á háskólasamfélagið<br />

þá daga sem þeir standa yfir. Þeir eru samstarfsverkefni fjölmargra aðila, meðal annars<br />

jafnréttisnefndar Háskólaráðs <strong>og</strong> ráðs um málefni fatlaðs fólks. Að auki má nefna málþingið Forskot<br />

með fjölbreytileika sem haldið var í apríl 2009 í samvinnu jafnréttisnefndar Háskólaráðs,<br />

jafnréttisnefndar Kennaraháskólans <strong>og</strong> Rannsóknastofu í kvenna- <strong>og</strong> kynjafræðum.<br />

Árið 2012 kom út bæklingurinn „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni“ á vegum MARK – Miðstöðvar<br />

margbreytileika- <strong>og</strong> kynjarannsókna við Háskóla Íslands <strong>og</strong> Mannréttindaskrifstofu<br />

Reykjavíkurborgar. Bæklingurinn er á ensku <strong>og</strong> íslensku <strong>og</strong> á heimasíðu háskólans segir að hann<br />

varpi ljósi á það hvernig konur upplifa klám á vinnustöðum <strong>og</strong> umræðu um útlit sitt í stað<br />

frammistöðu. Thomas Brorsen Smidt (2012) MA-nemi í kynjafræði við Háskóla Íslands er höfundur<br />

bæklingsins.<br />

Fræðsla til nemenda um jafnréttismál<br />

Í 23. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu <strong>og</strong> jafnan rétt kvenna <strong>og</strong> karla kemur fram að fræða skuli<br />

nemendur um jafnréttismál á öllum skólastigum.<br />

Jafnréttisdagar hafa verið haldnir á haustmánuðum undanfarin ár <strong>og</strong> vaxið að umfangi <strong>og</strong> vinsældum<br />

í hvert sinn. Almennt má segja að þeir hafi verið vel heppnaðir með uppákomum <strong>og</strong> fyrirlestrum um<br />

jafnréttismál sem opnir eru öllum nemendum <strong>og</strong> starfsfólki. Hættan er þó sú að aðeins þeir<br />

nemendur <strong>og</strong> það starfsfólk sem fyrir hefur áhuga <strong>og</strong> einhverja þekkingu á jafnréttismálum taki þátt í<br />

slíkum viðburðum.<br />

Í gæðakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir skrifstofu rektors á vormisseri 2012 voru<br />

nemendur meðal annars spurðir hvort námið hefði aukið vitund þeirra um jafnréttismál. Könnunin fór<br />

fram á netinu <strong>og</strong> í síma í janúar <strong>og</strong> febrúar 2012.<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!