11.01.2014 Views

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Meirihluti þeirra sem ekki samþætta kynjasjónarmið við kennslu gerir það vegna þess að þeir telja<br />

ekki þörf á því. Þessi hópur er því ekki sammála markmiðum jafnréttisáætlunar háskólans um að<br />

samþætta kynjasjónarmið við kennslu <strong>og</strong> rannsóknir. Konur voru líklegri en karlar til að segja<br />

ástæðuna vera þekkingarskort. Flestir sem sögðu ástæðurnar aðrar höfðu einnig hakað við að þeir<br />

teldu ekki þörf á samþættingu en notuðu tækifærið <strong>og</strong> útskýrðu sjónarmið sitt með því að haka við<br />

„af öðrum ástæðum” þar sem þá var gefinn kostur á að skrifa opið svar. Dæmi um þau svör eru:<br />

Kyn skiptir engu máli á mínu sviði<br />

Maður skal koma jafnt fram við konur <strong>og</strong> karla. Gera á sömu kröfur til þeirra.<br />

Annað er óvirðing.<br />

Þessi svör bera þess vitni að þau sem eiga í hlut telji samþættingu óþarfa <strong>og</strong> óviðeigandi. Aðrir velta<br />

upp þeim möguleika að samþætting sé þörf en benda á að sig skorti þekkingu til að meta það:<br />

Hef ekki velt málinu fyrir mér - ekki augljóst hvernig viðfangsefni raunvísinda skuli<br />

tekin þessum tökum.<br />

Vantar þekkingu á hvernig það tengist minni kennslu<br />

Skýrt kom fram í viðtölunum að samþætting kynjasjónarmiða við kennslu <strong>og</strong> rannsóknir sé háð<br />

áhuga, þekkingu <strong>og</strong> vilja einstakra kennara fremur en að vera partur af heildstæðri stefnumótun.<br />

Einnig að þýðing samþættingar kynjasjónarmiða við kennslu <strong>og</strong> rannsóknir vafðist jafnvel meira fyrir<br />

fólki en samþætting við stefnumótun:<br />

Þetta var rætt á Háskólaþingi þarna þegar þetta kom upp þarna með<br />

samþættinguna að sko fólk áttar sig ekki alveg á því, það er svona óskýrt hvað er<br />

átt við <strong>og</strong> sérstaklega hvað varðar sko í kennslu <strong>og</strong> rannsóknum.<br />

Það er voða auðvelt að segja að það sé ekki gætt þessara sjónarmiða í kennslu<br />

<strong>og</strong> rannsóknum en það segir mér ekki neitt, eða í úthlutun styrkja. Það segir mér<br />

ekki neitt heldur. Í fyrsta lagi hvað er átt við með þessu?<br />

Annað stef sem kom upp varðandi samþættingu kynjasjónarmiða við kennslu <strong>og</strong> rannsóknir er að<br />

slíkt eigi misvel við greinar. Þannig ræddi viðmælandi sem vel þekkir til hugvísinda um að þetta lægi<br />

mjög beint við þeim í greinum. Að framfylgja þessu væri „einfaldara fyrir okkur í hugvísindum“ <strong>og</strong><br />

43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!