11.01.2014 Views

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

nemendafélagsins niður við annað brot. Halla sagði að þessar hugmyndir hefðu mætt mikilli<br />

andstöðu hjá Stúdentaráði. Einnig var rætt við Jens Fjalar Skaptason sem gegndi stöðu formanns<br />

Stúdentaráðs árið 2010. Hann sagði það hafa verið skoðun Vöku, sem sat í meirihluta, að það væri<br />

ekki hlutverk Stúdentaráðs að setja nemendafélögunum siðareglur. Auk þessu væru fyrirtæki eins <strong>og</strong><br />

Goldfinger með löglega starfsemi í landinu <strong>og</strong> því ekki við hæfi að gera þeim erfitt fyrir með að<br />

auglýsa í blöðum nemendafélaganna. Í ársskýrslu 2009-2010 kemur einnig fram það sjónarmið að<br />

nemendur séu ekki skyldaðir í ferðir eða viðburði á vegum þess <strong>og</strong> geti kosið að ganga út líki þeim<br />

ekki við menningu eða innihald viðburðanna. Einnig að aðgerðir gegn þessari menningu gætu<br />

flokkast sem forræðishyggja <strong>og</strong> spurning hvort hægt væri að gera það án þess að gera öll<br />

nemendafélögin brjáluð.<br />

Tvö svið hafa gert opinbera stefnu sína varðandi klámmenningu innan skólans <strong>og</strong> gefur það von um<br />

að á komandi árum muni fræðsla um hvernig sporna megi við henni aukast innan þeirra sviða. Í<br />

jafnréttisáætlun Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2015 er tekið fram að semja skuli siðareglur fyrir<br />

nemendur þar sem meðal annars verði fjallað um rasisma, einelti, klámvæðingu <strong>og</strong> kynferðislega<br />

áreitni. Slíkar siðareglur geti, ef þær eru vel kynntar öllum nemendum, stuðlað að jákvæðara viðhorfi<br />

til karla <strong>og</strong> kvenna <strong>og</strong> umhverfi sem laust er við klám. Þá er það annað áherslusvið jafnréttisnefndar<br />

Félagsvísindasviðs að sporna gegn klámvæðingu <strong>og</strong> kynferðislegri <strong>og</strong> kynbundinni áreitni. Það á að<br />

gera með fræðslufundum fyrir starfsfólk, stjórnendur <strong>og</strong> nemendur. Einnig á að útbúa verklagsreglur<br />

um hvernig bregðast skuli við klámvæðingu <strong>og</strong> kynferðislegri áreitni innan sviðsins.<br />

59

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!