11.01.2014 Views

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Svarendur voru beðnir um að nefna dæmi um hvernig kynjasjónarmið væru samþætt í kennslu<br />

þeirra. Tilgangur þeirrar spurningar var hvoru tveggja að fá skýrari sýn á skilning fólks á<br />

samþættingarhugtakinu <strong>og</strong> að fá dæmi sem aðrir kennarar gætu mögulega nýtt við sína kennslu.<br />

Talsvert margir tóku dæmi um að skipulag kennslunnar væri með þeim hætti að það tæki tillit til<br />

ólíkra þarfa kynjanna. Þá er um atriði að ræða sem ekki koma að inntaki kennslunnar en skipta engu<br />

að síður máli þegar samþætta á kynjasjónarmið við skipulagningu hennar. Þannig geta verkefni sem<br />

sett eru á með stuttum fyrirvara komið illa við þau sem bera meginábyrgð á uppeldi barna (svo sem<br />

einstæðar mæður) sem skipuleggja vinnu sína í stuttum skorpum hvern dag fremur en löngum<br />

vinnutörnum staka daga.<br />

Í mínu fagi er 95 % kvenna <strong>og</strong> ég sé oft ástæðu til að taka tillit til barna þegar<br />

verkefni eru lögð fyrir, legg þau fyrir fyrst á misseri þannig að hægt sé að vinna<br />

með þau yfir lengri tíma þegar aðstaða býðst. Töluverður hluti nemenda á lítil<br />

börn sem þarf að sækja <strong>og</strong> ég hef tekið eftir því að þar eru það helst konurnar<br />

sem færa slíkar aðstæður í orð. Það getur vel verið að karlnemendurnir séu<br />

einnig í sömu aðstöðu en þeir nefna það ekki. Framvindukröfur eiga ekki að vera<br />

persónubundnar en mér finnst í lagi að hliðra til á ýmsum sviðum í kennslunni<br />

svo sameina megi fjölskyldulíf <strong>og</strong> nám betur.<br />

Með því að koma til móts við þarfir hvers nemanda varðandi skipulag, s.s. val á<br />

tímasetningum við verkefnaskil <strong>og</strong> mætingar<br />

Einn kennari nefndi að karlmenn væru í minnihluta í sinni grein <strong>og</strong> hann gætti þess að þeir fáu<br />

karlmenn sem þar væru fengju tækifæri til að vinna með öðrum körlum. Ætla mætti að þetta<br />

fyrirkomulag sé til góða fyrir karlana sem þá geta deilt sínum reynsluheimi með öðrum auk þess sem<br />

þeir fá stuðning hvor frá öðrum <strong>og</strong> eru ekki „einir á báti“.<br />

Þar sem hlutfall karla er lítið í minni grein þá gætum við þess sérstaklega að þeir<br />

fái tækifæri til að vinna með öðrum körlum þegar við á <strong>og</strong> þeir óska þess.<br />

Þriðja atriðið sem nefnt var <strong>og</strong> viðkemur skipulagningu kennslu var að kennarar gera tilraun til að<br />

stýra hegðun nemendanna þegar kemur að náminu á þann hátt að hún brjóti upp hefðbundnar<br />

staðalmyndir. Einnig að annað kynið verði ekki ráðandi í umræðum <strong>og</strong> reynsluheimur hins kynsins fá<br />

því ef til vill ekki jafn mikið vægi <strong>og</strong> nemendur af því kyni veigri sér við að segja sína skoðun:<br />

40

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!