11.01.2014 Views

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þannig sé fólki mjög annt um „orðspor skólans“ <strong>og</strong> því þætti mikilvægt að „allt líti út fyrir að vera í lagi<br />

<strong>og</strong> í mjög góðum málum“. Þetta viðhorf stæði framkvæmd jafnréttismála fyrir þrifum innan skólans.<br />

Annar benti á að ástæða samskiptaörðugleikanna milli stjórnenda <strong>og</strong> þeirra sem vinna að<br />

jafnréttismálum gæti verið sú að ákveðin tvíhyggja væri ríkjandi þegar fólk hugsaði um jafnréttismál;<br />

að annaðhvort væri fullkomið jafnrétti eða mikið misrétti. Þessi hugsanaháttur hefði svo þær<br />

afleiðingar að ef einhver benti á atriði sem betur mætti fara væri því tekið sem viðkomandi væri að<br />

segja að „allt væri í klessu“. Þetta viðhorf kom fram í sumum viðtölum við stjórnendur eins <strong>og</strong> dæmi<br />

er um hér:<br />

Það verður aðeins að gæta sín í því hvernig maður rekur sitt erindi. […] Þetta var<br />

náttúrlega rekið svolítið þannig í upphafi að […] þetta væri vísvituð mismunun en<br />

það er ekki þannig. Fólk þarf bara að kynna sér málin. Ég held að háskólinn <strong>og</strong><br />

stjórn hans almennt séu mjög jafnréttissinnuð <strong>og</strong> sinni þessum málaflokki mjög<br />

vel <strong>og</strong> er ekki vísvitað gegn því. Ég meina það bara er ekki svoleiðis, ég veit ekki<br />

um neinn sem er svoleiðis.<br />

Þannig lýsir viðkomandi því að fólk sem starfar að jafnréttismálum hafi „rekið sitt erindi“ á þann hátt<br />

að fólk hafi neyðst til að fara í vörn gegn ásökunum um vísvitandi mismunun. Á sama tíma telja þau<br />

sem starfa að jafnréttismálum að ábendingar þeirra séu oftúlkaðar á þann hátt að þau séu að mála<br />

kolsvarta mynd af háskólanum. Hér er um augljósan samskiptavanda að ræða.<br />

Flestir viðmælendur sem starfa að jafnréttismálum voru nokkuð harðorðir eins <strong>og</strong> sjá má á næstu<br />

tveimur tilvitnunum þar sem talað eru um mikla andstöðu <strong>og</strong> að slegið sé á puttana á þeim sem<br />

vinna að jafnréttismálum:<br />

Það er svolítið bara slegið á puttana á manni <strong>og</strong> [sagt/gefið í skyn] að maður sé<br />

að skemma einhverja ímynd. Þetta hefur valdið mér alveg gríðarlegum<br />

vonbrigðum.<br />

Það er vilji til þess að láta allt líta vel út en ef þarf að láta sverfa til stáls þá er það<br />

aldrei gert á þessum vettvangi <strong>og</strong> það er alveg massív andstaða.<br />

Að endingu bætti einn viðmælandi við að að sínu mati væri skólinn ekki að uppfylla lagalegar skyldur<br />

sínar:<br />

51

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!