11.01.2014 Views

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

KLÁM INNAN HÁSKÓLA ÍSLANDS<br />

Eitt af þeim verkefnum sem upp komu á tímabilinu hjá jafnréttisfulltrúa <strong>og</strong> öðrum sem starfa að<br />

jafnréttismálum var að sporna við klámi innan háskólans. Á tímabilinu komu upp nokkur mál um<br />

klámtengdar tilvísanir meðal nemenda skólans, til að mynda var afar gróf klámvísa sungin í rútu í<br />

nemendaferð á vegum nemendafélags í skólanum, klámfengnar tilvísanir voru í nemendablaði <strong>og</strong> í<br />

meistararitgerð Hrafnhildar Snæfríðar- <strong>og</strong> Gunnarsdóttur frá janúar 2011 komu fram ábendingar um<br />

að í ákveðnum deildum skólans væri mjög grófur, klámfenginn húmor við líði meðal nemenda. Einn<br />

viðmælandi lýsti birtingu klámmenningar innan Háskóla Íslands þannig:<br />

Við sjáum þetta í nemendablöðunum, sem sagt blöðum nemenda, við sjáum<br />

þetta þegar nemendur eru að auglýsa opna viðburði […]Til dæmis bara<br />

vísindaferðir eða fyrirlestra, eitthvað á þeirra vegum. Þannig að þau eru alltaf að<br />

leika sér að einhverjum mörkum. Þau eru bara með kynferðislega <strong>og</strong> smættandi<br />

undirtóna.<br />

Ljóst er að nokkur ágreiningur varð á milli fólks sem starfar að jafnréttismálum innan háskólans <strong>og</strong><br />

stjórnenda um það hversu útbreitt vandamálið væri <strong>og</strong> hvernig ætti að bregðast við því. Þó voru allir<br />

sammála um að slík klámmenning ætti ekki að líðast innan háskólasamfélagsins. Nokkrir stjórnendur<br />

höfðu ekki velt þessu sérstaklega fyrir sér, höfðu heyrt af einstökum dæmum <strong>og</strong> tóku fram að taka<br />

þyrfti á slíku en ræddu ekki sérstaklega hversu útbreitt þeir teldu vandamálið <strong>og</strong> hvort eða hvað ætti<br />

að gera til að sporna við því. Þannig sagði einn:<br />

Þetta er náttúrlega eitthvað sem á ekki að líðast. […] Það hefur ekki verið vakin<br />

athygli mín á þessu núna í nokkuð langan tíma.<br />

Annar benti á hann hefði heyrt af tilteknu máli sem tekið var á <strong>og</strong> sér hefði „brugðið“ við að heyra af<br />

því. Hann bætti við:<br />

Þetta er eitthvað sem þarf að vera vakandi fyrir <strong>og</strong> kannski mikilvægur þáttur í<br />

þessu almenna jafnréttisstarfi að fólk telji ekki að klám sé bara einhvern veginn<br />

bara eðlilegur þáttur í menningunni.<br />

Aðrir stjórnendur töldu að þau tilvik sem höfðu borist þeim til eyrna væru einangruð atvik <strong>og</strong><br />

„subbuskapur“ sem að sjálfsögðu ætti ekki að líðast. Áhugavert var að fjórir ólíkir stjórnendur töluðu<br />

allir um einangrað tilvik en voru þó allir að vísa í ólík tilvik í fjórum ólíkum deildum. Að auki voru<br />

55

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!