11.01.2014 Views

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

Staða og þróun jafnréttismála - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ungmenni af erlendum uppruna flosna úr námi á fyrri skólastigum <strong>og</strong> í máli eins stjórnandanna er<br />

bent á að jafnvel þurfi að gera á því formlega úttekt:<br />

Menn hafa rætt sérstaklega á vettvangi yfirstjórnar háskólans um þetta sérstaka<br />

vandamál með að önnur kynslóð innflytjenda komi alltof lítið í Háskólann […].<strong>og</strong><br />

þar sé mál sem þarf sérstaklega að skoða <strong>og</strong> sé þjóðfélagslega mjög mikilvægt<br />

að sé gert. [F]yrsta skrefið náttúrlega er í rauninni að svona tala um þetta <strong>og</strong><br />

kannski gera einhverjar úttektir á hver er vandinn <strong>og</strong> umfanginu <strong>og</strong> það má mjög<br />

vel vera að við þurfum að grípa til einhverra sérstakra aðgerða sko.<br />

Skoðun viðmælenda á mikilvægi þess að kanna hvaða ástæður liggja að baki því að innflytjendur<br />

skili sér ekki upp á háskólastigið er í takt við þá stefnu að Háskóli Íslands beri ábyrgð gagnvart<br />

íslensku samfélagi sem honum beri að sinna með öflugum rannsóknum <strong>og</strong> kennslu.<br />

Í Stefnu<br />

Háskóla Íslands 2011-2016 segir að „Háskólinn [skuli stuðla] að umræðu um hvernig draga megi úr<br />

brottfalli á framhaldsskólastigi. Sérstaklega verði hugað að þeim sem standa höllum fæti í<br />

skólakerfinu, s.s. vegna erlends uppruna eða bágrar efnahagslegrar stöðu.“<br />

Þegar talið barst að erlendum nemendum sem koma gagngert til landsins til að stunda nám kom í<br />

ljós að þó margt væri vel gert í málefnum erlendra nema, mætti gera betur. Í Stefnu Háskóla Íslands<br />

2011-2016 er þess getið að við móttöku nýrra starfsmanna <strong>og</strong> nemenda þurfi að huga vel að<br />

upplýsingagjöf til þeirra sem koma erlendis frá. Í því sambandi er markmiðið að hafa lög, reglur,<br />

verkferla <strong>og</strong> helstu tilkynningar ávallt aðgengilegar á íslensku <strong>og</strong> ensku. Í máli viðmælanda sem<br />

starfar að jafnréttismálum kom fram að nokkur misbrestur væri á að tilkynningar til nemenda <strong>og</strong><br />

starfsfólks væru á ensku. Sömuleiðis væru ýmis eyðublöð einungis fáanleg á íslensku. Þetta<br />

sjónarmið kom einnig fram í svörum erlendra nemenda sem tóku þátt í gæðakönnun Háskóla Íslands<br />

vorið 2012 <strong>og</strong> í opnum svörum erlends starfólks sem svaraði þeirri könnun sem gerð var meðal<br />

starfsfólks Háskóla Íslands til að afla gagna fyrir þessa skýrslu.<br />

Í ársskýrslu Stúdentaráðs 2008-2009 (Stúdentaráð Háskóla Íslands 2010) kemur fram að árið 2008<br />

var í fyrsta sinn ráðinn hagsmunafulltrúi erlendra nema <strong>og</strong> að það hafi gefist afar vel.<br />

Hagsmunafulltrúi hafi að auki aðstoðað Stúdentaráð við að þýða tölvupóstsendingar <strong>og</strong> annað yfir á<br />

ensku. Ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um störf hagsmunafulltrúa erlendra nemenda né<br />

alþjóðafulltrúa sem samkvæmt upplýsingum frá Stúdentaráði sinnir hagsmunagæslu fyrir erlenda<br />

nemendur nú. Í ársskýrslum Stúdentaráðs frá því tímabili sem þessi skýrsla tekur til kemur fram að<br />

69

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!