30.01.2015 Views

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Bls. 14–15<br />

Nemendur hafa flestir notað reglustiku. Á bls. 14 er millimetrinn kynntur með skoðun á<br />

reglustikunni. Hér gefst tækifæri til að ræða um aflestur af mælingum og að erfitt er að vera<br />

alveg nákvæmur. Teikna má nokkur strik á töfluna og skoða hvernig má mæla þau með<br />

mismunandi nákvæmni. Mikilvægt er að nemendur mæli sem mest og fái góða þjálfun í<br />

að mæla með misnákvæmum mælitækjum. Ágæt verkefni er að finna á vinnuspjaldi 10 –<br />

Ummál, þar sem unnið er með desimetra og sentimetra. Á vinnuspjaldi 11 – Mælingar og<br />

tugabrot, er vinna með millimetra þar sem niðurstöður eru skráðar með tugabrotum og er<br />

gaman fyrir nemendur að kynnast því.<br />

Margs konar mælieiningar eru notaðar í heiminum og kjörið að nemendur kynnist nokkrum<br />

þeirra og hvaða viðmið eru notuð. Gömlu íslensku mælieiningarnar eru góðar til að<br />

nota sem grunn í umræðum um muninn á stöðluðum og óstöðluðum mælieiningum. Í<br />

verkefnum 14 og 15 eiga nemendur að raða spjöldum eftir stærð. Gott er að nemendur<br />

útbúi spjöld og raði þeim í stærðarröð, bæði með þeim tölum sem eru í dæmum og eigin<br />

tölum. Hér hentar líka ágætlega að nota vinnuspjald 12 – Fjölskyldan í Puttalandi.<br />

Bls. 16–17<br />

Þyngd er mælieiginleiki sem gaman er að kanna. Nemendur geta búið sér til jafnvægisvog<br />

úr herðatré og þunnum plastpokum. Heppilegt er að nota létt járnherðatré og binda poka<br />

í báða enda. Þá má hengja vogina á grind skólaborðanna. Ef bera á saman þyngd má<br />

setja hlut í hvorn poka. Búa má til lóð úr sentikubbum eða leir og mæla þannig þyngd. Í<br />

verkefnum er síðan unnið með að 1000 grömm séu í einu kílói og nemendur fá tækifæri<br />

til að æfa sig að breyta mælieiningum. Nemendur geta unnið vinnuspjald 8 – Innkaup ef<br />

möguleiki er á að fara í matvöruverslun eða kynna sér þyngd. Annars má nota hugmyndina<br />

og nýta þá hluti sem eru í stofunni, t.d. hve þungar námsbækurnar eru, skólatöskurnar eða<br />

pennaveskin.<br />

Mælieiginleiki hita er oft ræddur í daglegu lífi. Það er gaman að mæla hita, inni og úti og<br />

fylgjast með hvernig hitinn breytist. Einnig geta nemendur búið til eigin hitamæla eins og<br />

sýnt er á vinnuspjaldi 9.<br />

Vinnuspjöld úr möppu<br />

8 Innkaup<br />

9 Hitarannsóknir<br />

10 Ummál<br />

11 Mælingar og tugabrot<br />

12 Fjölskyldan í Puttalandi<br />

<strong>Geisli</strong> <strong>1A</strong> – Lausnir – © Námsgagnastofnun 2011 – 09072<br />

..... Mælingar<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!