30.01.2015 Views

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Bls. 32<br />

Gaman gæti verið að lesa Söguhornið úr kennsluleiðbeiningunum upp fyrir nemendur og<br />

ræða inntak þess. Oft eru einhverjir í nemendahópnum sem þekkja eitthvað af inntakinu<br />

eða hafa til dæms áhuga á egypsku píramídunum. Það geta því sprottið skemmtilegar<br />

samræður um hvernig mannkynið hefur byggt upp þekkingu og hvernig hún berst mann<br />

frá manni. Sniðið af teningnum á bls. 32 er að finna í eyðublöðum miðstigs. Hugtakið<br />

teningur er reglulegur þrívíður hlutur sem hefur sex ferningslaga hliðar. Orðið teningur er oft<br />

notað um alla verpla og jafnvel talað um tíu hliða tening. Hér er því hentugt tækifæri til að<br />

ræða um skilgreiningar á hugtökum. Einnig er gaman að skoða fleiri hluti frá mismunandi<br />

sjónarhorni. Gagnlegt væri að stilla upp á borð nokkrum hlutum og biðja nemendur að<br />

teikna fjögur sjónarhorn eða velta fyrir sér hvernig hús eru ólík eftir því hvaðan horft<br />

er á þau. Á vinnuspjaldi 21 er að finna teningaverkefni þar sem nemendur vinna með<br />

teningasnið. Það hentar vel til að leggja áherslu á sjónarhorn og form.<br />

Bls. 33<br />

Á bls. 33 er að finna teikniverkefni. Þar fást nemendur við að teikna teninga í þríhyrninganet.<br />

Gott er að þeir fái stærri blöð sem finna má í eyðublöðum. Þeir þurfa að fá tíma til að<br />

prófa sig áfram og ná valdi á að teikna í þrívídd með hjálparpunktum. Fyrir marga er þetta<br />

mikil upplifun að sjá teningana rísa út úr myndinni. Áherslu ætti að leggja á teikningarnar<br />

og nemendur geta líka teiknað fyrst og byggt svo. Vinnuspjöld 23 og 24 hafa að geyma<br />

teningaverkefni þar sem skoðaðar eru kubbabyggingar. Þar eru skoðaðar myndir og<br />

nemendur eiga að lesa úr þeim.<br />

Bls. 34<br />

Kjörið er að skipta nemendum í hópa þegar vinna á verkefnin á bls. 34. Gaman er að búa<br />

til stangir með því að rúlla upp dagblöðum. Hver hópur fær það verkefni að búa til tvö ólík<br />

þrívíð form með nokkrum jafnlöngum stöngum. Það skiptir miklu að ítreka að stangirnar<br />

eigi að vera jafnlangar til að fá fram reglulegu formin píramída og tening. Nemendur geta<br />

síðan skrifað lýsingar á formum sínum og þá má halda sýningu á formum allra hópanna.<br />

Einnig má nota sogrör í stað dagblaðastanga þá tekur verkið mun styttri tíma. Nemendur<br />

geta síðan svarað spurningum á bls. 34 eða líta má svo á að þeir hafi þegar svarað þeim<br />

í verklegu vinnunni.<br />

Bls. 35<br />

Það breytir miklu að hafa þrívíð form til að skoða þegar vinna á verkefnin á bls. 35. Ef<br />

þau eru ekki til í skólanum má finna viðeigandi pakkningar/kassa. Jafnvel þó ekki sé hægt<br />

að finna allt er gott að hafa nokkur þrívíð form til athugunar. Verkefnin gæti verið gott að<br />

nemendur ynnu tveir saman.<br />

Bls. 36<br />

Verkefnin á bls. 36 getur verið gaman að nemendur og kennari vinni saman. Þarna er verið<br />

að skerpa á ýmsum hugtökum og greiningu á eiginleikum tvívíðra og þrívíðra forma. Gott<br />

er að ræða bæði hvað formin eiga sameiginlegt og hvað skilur þau að.<br />

<strong>Geisli</strong> <strong>1A</strong> – Lausnir – © Námsgagnastofnun 2011 – 09072<br />

..... Rúmfræði og þrívídd<br />

31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!