30.01.2015 Views

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Stundum er talað um talnasetningar. Þá er átt við setningar eins og 2 + 3 = 1 + 4. Þessi<br />

setning er sönn því stæðurnar beggja vegna jafnaðarmerkisins eru jafngildar. Hvetja ætti<br />

nemendur til að leita að sambandi milli stæðnanna sitt hvorum megin jafnaðarmerkisins<br />

og milli liða í dæmunum. Jafnframt er gott að vekja athygli á að ekki kemur alltaf ein tala<br />

á eftir jafnaðarmerki. Kennari getur skoðað dæmi 14 með nemendum og hvernig þeir<br />

rökstyðja svör sín.<br />

Gaman er að búa til talnamynstur með vasareikni. Gera má margar einfaldar rannsóknir<br />

og mikilvægt er að kennari hjálpi til við að kveikja forvitni fyrir því hve löng runan verði<br />

áður en kemur þriggja stafa og fjögurra stafa tala og undrist að það séu ekki jafnmargar<br />

tveggja, þriggja og fjögurra stafa tölur. Hann þarf að vera fyrirmynd í að undrast og setja<br />

fram spurningar. Ef tekst að fá nemendur til að rannsaka og deila uppgötvunum sínum<br />

getur vinna með þessa blaðsíðu tekið langan tíma. Hér eru verkefni sem styðja nemendur<br />

við að efla talnaleikni sína og orða stærðfræðihugsun sína svo þessum verkefnum<br />

ætti að gefa léttleika og spennu. Vinnuspjöld 36, 37 og 38 hafa að geyma áhugaverð<br />

rannsóknarverkefni.<br />

Bls. 63<br />

Áður en hafist er handa við rúmfræðileg mynstur er tilvalið að skoða mynstur í peysum,<br />

á gjafapappír eða öðru sem auðvelt er að nálgast. Nemendur gætu teiknað upp<br />

mynstureininguna. Þeir gætu líka teiknað mynstur í tölvu eins og sýnt er í þemaheftinu<br />

Mynstur. Hér eru sýnd dæmi um mynstur þar sem mynstureining er endurtekin og líka um<br />

vaxandi mynstur þar sem alltaf bætist í grunnmyndina. Gott er að vekja athygli nemenda á<br />

þessum tveimur leiðum við að búa til mynstur. Nemendur gætu saumað út mynstur, eigin<br />

hönnun eða valið eitt af þeim sem eru í bókinni.<br />

Bls. 64–65<br />

Mynstur og breytur eru tveir þættir í algebru. Á vinnuspjaldi 39 er gott inngangsverkefni um<br />

breytur. Þar er unnið með peninga og því nauðsynlegt að hafa kennslupeninga. Í verkefnum<br />

í námsbókinni eru breytur fyrst kynntar sem óþekkt stærð sem hefur verið falin. Gott er að<br />

skrifa nokkrar jöfnur á töfluna og líma yfir einhverja töluna. Nokkrir nemendur gætu gert<br />

þetta. Síðan eiga aðrir nemendur að giska og svo má skoða undir miðann. En hvað gerist<br />

þegar um ójöfnur er að ræða Þá koma oft margar tölur til greina þegar finna á óþekkta<br />

stærð en ekki allar. Þetta má skoða með því að vera með talnarenning og máta tölurnar<br />

við. Skoða þarf með nemendum þennan mun sem skapast eftir því hvort jafnaðarmerki<br />

eða stærra eða minna en merki er í talnasetningunni.<br />

Í lok kaflans er fjallað um hugtakið grunnmengi. Þennan texta þarf að lesa með nemendum<br />

og ræða jafnframt um mikilvægi þess að lesa í stærðfræði og læra stærðfræðihugtökin.<br />

Nemendur geta haft gaman af því að læra ný orð um hugmynd sem þeir þekkja. Góður<br />

stuðningur gæti verið að búa til talnarenninga fyrir afmörkuð grunnmengi og prófa þá á<br />

ýmsum dæmum á töfluna.<br />

Vinnuspjöld úr möppu<br />

36 Summan er 100<br />

37 Námundun<br />

38 Töflureiknir<br />

39 Peningar<br />

<strong>Geisli</strong> <strong>1A</strong> – Lausnir – © Námsgagnastofnun 2011 – 09072<br />

..... Mynstur og breytur<br />

50

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!