30.01.2015 Views

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

Geisli 1A - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Hugmynd að kennsluferli<br />

Nemendur þurfa að ná góðu valdi á að leysa fjölbreytt reikningsdæmi. Miklu skiptir að<br />

þeir venji sig á að skoða dæmin vel áður en byrjað er að reikna. Þeir þurfa að greina hvað<br />

spurt er um og hvaða upplýsingar eru gefnar. En þeir þurfa einnig að velta fyrir sér hvaða<br />

aðferð henti við útreikningana. Gott er að byrja á því að skoða útreikninga Tryggva og<br />

Önnu og fá nemendur til að ræða hvernig þau hafa hugsað. Næst er að fá fleiri hugmyndir<br />

frá nemendum um hvernig megi finna verð á spilastokk og töfrasprota. Þannig má leggja<br />

grunn að góðum vinnubrögðum og því að mestu skipti að geta hugsað af yfirvegun um<br />

dæmin, ekki að reikna hratt. Áherslu ber einnig að leggja á skráningu. Taka ætti margar<br />

leiðir við útreikninga til umræðu nokkrum sinnum á leið gegnum kaflann. Hér á undan í<br />

kennsluleiðbeiningunum eru nokkur góð dæmi til að skoða með nemendahópnum.<br />

Bls. 39–41<br />

Samhliða vinnu við þennan kafla er kjörið að hafa í gangi búðarleik. Nemendur í fjögurra<br />

manna hópum geta útbúið mismunandi verslanir, t.d. töfrabúð, fataverslun, leikfangaverslun,<br />

ritfangaverslun og matvöruverslun. Þeir geta bætt við í búðirnar sínar á tímabilinu og gefið<br />

afslætti. Fara mætti í búðarleik einu sinni í viku og þá fái helmingur nemanda úthlutað<br />

peningaupphæð (t.d. 5000 kr.) til að versla fyrir og hinir afgreiða. Nota má kennslupeninga<br />

og vasareikna og fá þannig grundvöll fyrir umræðu um notkun vasareikna.<br />

Verkefni 3 og 4 er tilvalið að nemendur vinni saman í litlum hópum og hver hópur<br />

segi svo frá kostnaðaráætlun sinni. Í dæmum 5 og 6 eru skemmtilegar glímur þar sem<br />

reynir á útsjónarsemi og mikilvægt er að nemendur fái tíma til að glíma við þau. Sumum<br />

nemendum er gott að gefa dæmi þar sem tölur eru lægri, t.d. að 15 er summa 7 og 8, en<br />

hvaða nágrannatölur hafa summuna 17 Fyrir aðra er nóg að vekja athygli á hvað stendur<br />

í dæminu og fá þá til að endursegja það. Í dæmi 6 má beina sjónum nemenda að því að<br />

samlagning og frádráttur eru andhverfar aðgerðir. Hvetja ætti nemendur til að leita fleiri<br />

leiða í dæmum 7–10. Gaman gæti verið að velja eitt dæmi og skrá á töfluna eða búa til<br />

á veggmynd alla möguleika sem nemendur finna til að leysa það.<br />

Dæmi 11 er gott að gefa góðan tíma og mikilvægt að hægt sé að vinna það til enda.<br />

Það gefur verkefninu mun meira vægi ef hópur nemenda vinnur að verkefninu samtímis.<br />

Gott getur verið að skoða á hundraðtalnatöflu hvernig svörin birtast. Það hjálpar<br />

nemendum að átta sig á af hverju þversumma svaranna er alltaf 9. Eins og segir hér fyrr<br />

í kennsluleiðbeiningum er kjörið að skoða mynstrið í níu sinnum töflunni og speglunina<br />

í henni og í framhaldi af því þrautina um fátæka bóndann í Grikklandi. Á vinnuspjaldi 26<br />

er að finna áhugavert rannsóknarverkefni með þriggja stafa tölum svipað og í dæmi 11.<br />

Í dæmi 12 er sjónum nemenda beint að tengslum samlagningar og frádráttar. Ýta ætti<br />

undir að nemendur noti fjölbreyttar aðferðir við reikning í dæmi 13. Oft er hentugt að fylla<br />

upp í tuginn. Gaman er fyrir nemendur að glíma við talnaleiki á vinnuspjöldum 27, 28 og<br />

29.<br />

Bls. 42–44<br />

Á blaðsíðu 42 er stórt frádráttardæmi. Athygli nemenda þarf að vekja á hugtakinu mismunur<br />

og tengsl þess við hugtakið frádráttur. Nemendur geta prófað sig áfram með hve mörgum<br />

sinnum þurfi að draga frá til að komast í núllið. Neðst á blaðsíðunni eru sýndar fjórar leiðir<br />

til að reikna dæmið 74 – 47. Nemendur ættu að skoða þessar leiðir vel og reyna að<br />

<strong>Geisli</strong> <strong>1A</strong> – Lausnir – © Námsgagnastofnun 2011 – 09072<br />

..... Reikniaðgerðir<br />

36

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!