11.01.2014 Views

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Einnig kom fram að nemum á grunnskólabraut fannst ekki nægileg samfella milli<br />

einstakra vettvangstímabila í kennaranáminu <strong>og</strong> að ekki væri nægilega vel byggt á því<br />

sem á undan væri komið í náminu. Um samhengi <strong>og</strong> dýpkun í vettvangsnáminu sem heild<br />

eins <strong>og</strong> það snýr að hinum einstaka kennaranema sýna niðurstöðurnar að nemum fannst<br />

vera gott samhengi á milli tveggja fyrri tímabilanna, en hið síðasta, Vettvangsnám III í<br />

kjörsviðsgreinum, skar sig úr. Ekki virðist hafa náðst að gera nægilega samfellu úr<br />

kennslufræðinámskeiðum í kennaranáminu með stíganda í vettvangsnámi í huga.<br />

Sérstaklega kom þetta fram í skoðun nemanna á því hvort vísað hafi verið til<br />

kennslufræði í fyrri hluta námsins <strong>og</strong> hvort þeim fyndist vettvangsnám í fyrri hlutanum<br />

koma þeim að notum í Vettvangsnámi III þegar þeir kenndu kjörsviðsgrein sína á síðasta<br />

ári í kennaranámi (Sigríður Pétursdóttir, 2007). Í skýrslu vinnuhóps deildarráðs<br />

<strong>kennaramenntun</strong>ardeildar KHÍ frá 1997 koma fram svipuð viðhorf sem benda til þess að á<br />

þeim tíma hafi einnig verið um þessi skil að ræða; að á vettvangsnámi á 1. <strong>og</strong> 2. ári hafi<br />

verið fastmótað yfirbragð en skipulagið hafi ekki verið eins markvisst hvorki hvað snertir<br />

undirbúning né úrvinnslu á 3. ári (Auður Torfadóttir o.fl., 1997).<br />

Sjónarhorn eins kennaranema<br />

Í kaflanum hér á eftir hljómar rödd eins kennaranema sem lýsir hér draumsýn sinni á því<br />

hvernig gott vettvangsnám í kennaranámi getur litið úr. Tekið skal fram að sumt af því<br />

sem hér er lýst er nú þegar til staðar í kennaranámi en annað ekki.<br />

Upphaf<br />

Ákjósanlegt væri að kennaranemi fengi eitthvað að segja um val sitt á heimaskóla. Oft<br />

hafa þeir hugmynd um hverju þeir leita eftir í sínu vettvangsnámi <strong>og</strong> hafa sérstakar<br />

áherslur í huga. Einnig þarf að hafa í huga að kennaranemi geti fengið aðstoð við val<br />

heimaskóla út frá hans hugmyndum ef hann veit ekki hvaða skóli býður upp á það sem<br />

hann leitar eftir.<br />

Þegar skóli hefur verið valinn þarf kennarnemi að vita að boðleiðir séu skýrar. Hvar<br />

ábyrgðin liggur, hans ábyrgð, KHÍ <strong>og</strong> heimaskólans. Með því að hafa þetta skýrt <strong>og</strong><br />

skiljanlegt veit hver <strong>og</strong> einn hvert á að leita ef eitthvað þarf að athuga. Einnig ætti að<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!