11.01.2014 Views

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>samstarf</strong>shópi fagfólks á vettvangi. Í nýja skipulaginu vinna kennaranemarnir út frá þeirri<br />

starfsemi sem er í gangi í skólunum en það felur til dæmis í sér að þeir koma ekki með<br />

kennsluáætlanir sem unnar eru fyrirfram í kennaraháskólanum í vettvangsnám <strong>og</strong> þegar<br />

kemur að ígrundun er unnið út frá atburðum sem gerast á vettvangi. Mikil áhersla er lögð<br />

á að nemarnir kynnist skólastarfi sem þátttakendur í því <strong>og</strong> komi skólanum að notum<br />

bæði sem fullorðnir einstaklingar sem bætast við starfsmannahópinn <strong>og</strong> sem þátttakendur<br />

í umræðum um starfið. Með því að vera lengi á sama stað kynnast þeir bæði daglegu<br />

starfi <strong>og</strong> hafa tækifæri til að ígrunda <strong>og</strong> velta fyrir sér því sem gerist í skólaumhverfinu<br />

(Rosenquist o.fl., 2003).<br />

Víða má finna dæmi um aukin tengsl háskóla <strong>og</strong> <strong>starfsvettvang</strong>s. Eitt dæmi er frá<br />

<strong>kennaramenntun</strong>ardeild Utrecht-háskóla í Hollandi þar sem Korthagen <strong>og</strong> Kessels starfa<br />

<strong>og</strong> hafa rannsakað <strong>og</strong> skrifað mikið um <strong>kennaramenntun</strong> (Korthagen <strong>og</strong> Kessels, 1999).<br />

Þar er lögð áhersla á að nemarnir öðlist reynslu af námi <strong>og</strong> kennslu strax frá upphafi<br />

kennaranáms. Nemarnir skrá reynslu sína <strong>og</strong> fá síðan leiðsögn við að ígrunda <strong>og</strong> vinna úr<br />

reynslunni. Rökin eru þau að þannig verði neminn meðvitaður um eigin hugmyndir <strong>og</strong><br />

um leið betur í stakk búinn til að skilja hugmyndir annarra. Hafþór Guðjónsson (2007,<br />

2005) hefur fjallað um kennaranám <strong>og</strong> m.a. byggt umfjöllun sína á skrifum Korthagen <strong>og</strong><br />

félaga hans. Hafþór telur að það sé lykilatriði í <strong>kennaramenntun</strong> að mæta kennaranemum<br />

á þeirra eigin forsendum <strong>og</strong> vinna út frá þeim hugmyndum sem þeir hafa gert sér um<br />

skólastarf. Markmiðið er þá að þeir þrói eigin hugmyndir í ljósi reynslu af vettvangi <strong>og</strong><br />

með hliðsjón af fræðikenningum. Að mati Hafþórs er kennaranám af þessu tagi mun<br />

líklegra til að skila árangri en hefðbundið kennaranám sem miðast gjarnan við að koma<br />

þekkingunni (því sem aðrir hafa hugsað) „til skila“ í þeirri von að kennaraneminn geti<br />

notað hana á vettvangi. Þegar kennaranemi þróar hugmyndir sínar í samspili við vettvang,<br />

fræðigreinar <strong>og</strong> annað fólk er líklegt að þær verði smám saman raunveruleg<br />

starfsþekking. Tilbúin þekking sem kennaranemi þiggur af öðrum gleymist yfirleitt fljótt.<br />

Þekking sem kennaranemi skapar sér sjálfur út frá eigin reynslu <strong>og</strong> í gegnum ígrundun <strong>og</strong><br />

umræður verður „hans“ <strong>og</strong> býr því með honum til frambúðar.<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!