11.01.2014 Views

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

Vettvangsnám í kennaramenntun og samstarf við starfsvettvang

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3. Vettvangsnám í kennaranámi<br />

Vettvangsnám er sá hluti í námi kennaranema sem fer fram á vettvangi, í leik-, grunn- eða<br />

í framhaldsskólum. Í vettvangsnámi fá nemar tækifæri til að tengja saman fræði <strong>og</strong><br />

framkvæmd. Þar gefst færi á að prófa þá þekkingu <strong>og</strong> kunnáttu sem kennaranemar hafa<br />

aflað sér í háskólanáminu. Gert er ráð fyrir að kennaranemar nýti sér reynslu sína á<br />

vettvangi til að öðlast verklega sem <strong>og</strong> fræðilega þekkingu, efla faglega sjálfsmynd <strong>og</strong><br />

þróa starfskenningu sína. Í vettvangsnámi er að því stefnt að kennaranemar kynnist<br />

skólastarfi þar sem bókvit, verksvit <strong>og</strong> siðvit eru ein samofin heild.<br />

Samkvæmt mati starfshópsins eru meginmarkmiðin með vettvangsnámi í kennaranámi<br />

eftirfarandi:<br />

• Að nemendur fái sem bestan skilning á öllum hliðum skólastarfsins, tækifæri til<br />

að læra í starfi <strong>og</strong> reyna í verki þá fræðilegu þekkingu er þeir öðlast í bóklega<br />

hluta námsins, með því að flétta saman fræði <strong>og</strong> starf <strong>og</strong> skilja hvernig þetta<br />

tvennt þarf að fléttast saman í órjúfanlega heild. Að nemendum séu tryggðir<br />

möguleikar til að ná þeirri verkleikni sem nauðsynleg er til þess að geta uppfyllt<br />

þær kröfur sem kennarastarfið útheimtir <strong>og</strong> þar með framfylgt af fagmennsku<br />

þeim lögum sem þeim er ætlað að vinna samkvæmt.<br />

• Að nemendur öðlist það persónulega öryggi sem fagmanni er nauðsynlegt til þess<br />

að ná árangri sem er forsenda starfsánægju.<br />

• Að nemendur öðlist færni í samvinnu <strong>og</strong> <strong>samstarf</strong>i, temji sér umburðarlyndi <strong>og</strong><br />

fordómalaus viðhorf <strong>og</strong> hafi manngildis- <strong>og</strong> jafnréttissjónarmið ávallt að<br />

leiðarljósi.<br />

Menntun kennara er, að mati starfshópsins, <strong>samstarf</strong>sverkefni kennaraháskóla annars<br />

vegar <strong>og</strong> leik-, grunn- <strong>og</strong> framhaldsskóla hins vegar. Á vettvangi skólans öðlast<br />

kennaraneminn reynslu <strong>og</strong> innsýn í skólastarfið <strong>og</strong> í kennaraháskólanum fær hann<br />

tækifæri til að vinna úr reynslu sinni <strong>og</strong> skoða hana í fræðilegu ljósi. Reynsla<br />

kennaranema á vettvangi hefur áhrif á það hvernig hann túlkar fræðin <strong>og</strong> byggir upp<br />

skilning sinn. Neminn nýtir sér jafnframt fræðilega þekkingu til að móta starfshugmyndir<br />

sínar. Þannig verður fagþekking til með gagnkvæmu samspili háskóla <strong>og</strong> <strong>starfsvettvang</strong>s.<br />

23

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!