04.08.2016 Views

bare kaste sig ud i det..

man-skal-bare-kaste-sig-ud-i-det

man-skal-bare-kaste-sig-ud-i-det

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

0.3.<br />

íslenska<br />

Útdráttur<br />

Markmið: Rannsóknin á að leiða í ljós hvernig það gengur fyrir <strong>sig</strong> þegar ungir Norðurlandabúar<br />

þurfa að eiga í samskiptum við aðra Norðurlandabúa sem tala eitt grannmálanna.<br />

Hún sýnir þar með hvernig farið er að því að tileinka sér kunnáttu í grannmálum og hvaða<br />

aðferðir reynast vel. Rannsóknin er tilraunaverkefni og á því að varpa ljósi á hvort grundvöllur<br />

sé fyrir viðameiri rannsókn á grannmálasamskiptum ungs fólks í reynd.<br />

Aðferð: Rannsóknin byggir á hálfstöðluðum viðtölum við 31 ungmenni frá Svíþjóð, Danmörku,<br />

Noregi, Finnlandi, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum sem búsett eru og starfandi<br />

í nágrannalandi (Svíþjóð, Noregi eða Danmörku). Viðmælendurnir eru búsettir í þrettán<br />

mismunandi borgum í Skandinavíu. Þeir hafa ólíka menntun að baki og hafa allir verið<br />

að minnsta kosti hálft ár í dvalarlandinu. Í tengslum við rannsóknina hefur jafnframt<br />

verið búinn til spurningalisti til að kanna tungumálalegan bakgrunn viðmælendanna og<br />

svörin við honum eru hluti af rannsóknargögnunum. Um er að ræða eigindlega könnunarrannsókn<br />

þar sem leitast er við að greina sameiginleg einkenni og þemu á grundvelli frásagnar<br />

viðmælen-danna af eigin reynslu.<br />

Í skýrslunni er varpað ljósi á þrjú meginviðfangsefni sem fjallað er um á grundvelli þriggja<br />

almennra spurninga: Hvaða aðferðum er beitt í upphafi? Hvaða aðferðum beita þeir sem hafa<br />

náð hæfni í grannmálasamskiptum? Hvaða hlutverki gegnir enskan í samskiptunum? Auk þess<br />

að svara ofangreindum spurningum er fjallað stuttlega um ýmis önnur viðfangsefni sem<br />

komu ítrekað við sögu í viðtölunum, til dæmis sálfræðilegar hindranir í vegi samskipta á<br />

nágrannamálum og skrifleg samskipti á grannmálum.<br />

Niðurstöður: Ellefu af 31 viðmælanda höfðu strax frá upphafi haldgóðan skilning á<br />

grannmálinu, hinir sögðust að jafnaði hafa urft 2–3 mánuði til að öðlast málskilninginn,<br />

að Íslendingum og finnskumælandi Finnum undanteknum, en þeir þurftu að meðaltali<br />

fimm mánuði ár til þess. Í upphafi er skilningurinn ótraustur og krefjandi og oft er notast<br />

við „viðgerðaraðgerðir“ (e. repair strategies) á borð við endurtekningu, umorðun og beiðni<br />

um skýringar.<br />

Eftir að hafa tileinkaðsér skilning á grannmálum (e. receptive competence) hefst aðlögun<br />

orðaforðans og framburðarins að móðurmálinu/erlenda skandinavíska málinu. Avlögunarstigið<br />

fer eftir þörfum hverju sinni. Tjáningarhæfnin (e. productive competence) er því<br />

nokkuð sveigjanleg.<br />

Þeir sem einnig nota ensku í samskiptum tengja hana helst formlegum og faglegum<br />

aðstæðum (þar sem ekki gefst tími til að nota viðgerðaraðgerðir og þar sem skilvirkni og<br />

nákvæmni er mikilsverð). Skandinavíska tengist aftur á móti félagslegu samhengi og<br />

stuðlar að frjálsari og persónulegri samskiptum. Þeir sem ekki geta átt í grannmálasamskiptum<br />

eiga því á hættu að verða útilokaðir úr félagslegu samhengi. Eftir því sem skilningur<br />

og tjáningarhæfni eykst dregur úr notkun ensku. Enska er því í hugum margra tengd<br />

byrjendastiginu. Viðmælendurnir lýsa hagnýtum kostum enskunnar en nota hugmyndafræðileg<br />

og tilfinningaleg rök fyrir notkun skandinavísku; margir þeirra leggja mikið upp<br />

úr grannmálaskilningi á Norðurlöndum vegna þess að þeir telja að hann tryggi og viðhaldi<br />

menningarlegri samkennd.<br />

Lykilorð: Grannmálaskilningur, hálfstöðluð, eigindleg viðtöl, spurningalistakönnun, enska<br />

sem samskiptamál, aðlögun, Norðurlönd, skandinavíska.<br />

Verkefnið er fjármagnað með styrkjum frá Norrænu ráðherranefndinni og Norræna tungumálasamstarfinu<br />

(NOSK). Norræna tungumálasamstarfið og Samband norrænu félaganna hafa<br />

umsjón með verkefninu.<br />

12 13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!