18.07.2013 Views

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

20 ára afmæl<strong>is</strong>rit Lagnafélags Íslands<br />

Saga<br />

Lagnafélags Íslands<br />

Þegar 20. öldin gekk í garð var mikil bjartsýni ríkjandi á Íslandi. Ekki aðeins fengu landsmenn fyrsta ráðherrann<br />

árið 1904, heldur var mikil vakning hérlend<strong>is</strong> fyrir hvers konar tæknilegum nýjungum til að auðvelda<br />

framleiðslu og bæta búsetu. Fram að því hafði kolaofninn verið algengasta hitatækið innanhúss og þó aðeins á<br />

betri heimilum til sjávar og hjá stöndugri bændum til sveita.Vatn var sótt í brunna bæði fyrir fólk og fénað. En<br />

einmitt um þessi aldamót hélt lagnatæknin innreið sína, fyrstu miðstöðvarkerfin voru lögð og farið var að leiða<br />

kalt neysluvatn í hús annaðhvort með sjálfrennandi vatni úr fjallshlíðum eða þá að því var dælt handvirkt.<br />

Hús Ottós Wathne á Búðareyri við Seyð<strong>is</strong>fjörð (eins og segir í Austra frá árinu 1895) er talið fyrsta hús á Íslandi sem<br />

lagt var í miðstöðvarhitakerfi ásamt rennandi vatni í salerni.“Svo rekur kalda vatnið hið heita upp um allt húsið um<br />

leiðslurörin, uppí eldhús, útá ganga og inní baðstofuna (baðherbegið). Má alstaðar í húsinu fá heitt og kalt vatn úr eitthvað<br />

12 krönum eptir vild sinni og þörfum á öllum tímum dags. En heitavatnsleiðslan hitar upp allt húsið, svo þar er jafnheitt<br />

úti á göngunum og uppi í herbergjunum, en eigi er lagt í, sem í sjálfum stofunum.” Þar er og baðstofa með baðkeri og<br />

heitu og köldu vatni í leiðslupípum bæði yfir baðkerinu og til handlauga, og öðrum vanalegum þægindum er þvílíkum<br />

herbergjum fylgja í útlöndum.” (Austri 1895).<br />

Ísland var langt á eftir öðrum löndum í allri tæknilegri þróun. Á þessum árum voru orðnar til stéttir lagnamanna<br />

víðsvegar um Evrópu sem þá þegar voru að stofna sín félög bæði til að gæta réttinda sinna og ekki síður til að<br />

efla tæknina, þá var stutt í það að fyrstu lagnafélögin væru stofnuð á Norðurlöndum.<br />

Fyrstu samtök lagnamanna á Íslandi voru ekki stofnuð fyrr en á öðrum og þriðja ártug aldarinnar, samtök pípulagningamanna,<br />

einnig blikksmiða.<br />

Engum hafði þá dottið í hug að fara að dæmi starfsbræðra á Norðurlöndum og stofna lagnafélög sem á þeirra<br />

máli hétu, og heita enn,VVS tekn<strong>is</strong>ka föreningen, eins og það heitir á sænsku.<br />

En svo kom að því að íslenskir lagnamenn fóru að rumska en það var ekki fyrr en skömmu fyrir 1980 að fari ð<br />

var að hugsa í alvöru um stofnun slíks félags hérlend<strong>is</strong>.<br />

En það er ekki fyrr en árið 1986 sem til alvörunnar kemur. Bréf sem Kr<strong>is</strong>tján Ottósson blikksmíðame<strong>is</strong>tari<br />

sendir og dagsett er 1. maí það ár, er kannski endanleg kveikja að stofnun þessa félags sem hlaut heitið Lagnafélag<br />

Íslands og sem nú árið 2006 fagnar tuttugu ára farsælu og árangursríku starfi.<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!