18.07.2013 Views

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

20 ára afmæl<strong>is</strong>rit Lagnafélags Íslands<br />

glíma við í sínu starfi, ekki síst tæringu málma. Sérstaka áherslu lagði hann á að skoða þyrfti nánar efn<strong>is</strong>val við<br />

lagnir og að sem flestar lagnir væru utanáliggjandi.<br />

Þóroddur kom með eina sérlega athygl<strong>is</strong>verða hugmynd. Hann gagnrýndi notkun steynsteyptra frárennsl<strong>is</strong>lagna í<br />

grunnum hús og kom það mönnum ekki svo á óvart, fleiri voru með efasemdir um endingu þeirra þó v<strong>is</strong>sulaga<br />

væru þessi rör vandaðri á allan hátt en þau voru um og eftir miðja síðustu öld. En það sem Þóroddur benti á í<br />

staðinn, brennd leirrör, kom meira á óvart. Slík rör voru ekki óþekkt á síðustu öld þar sem sérlega var vandað til<br />

lagna, hjá heldri borgurum eða þar sem bú<strong>is</strong>t var við að skólpvatnið yrði sérlega ætandi.Tæplega var þó bú<strong>is</strong>t<br />

við að brennd leirrör yrðu algeng til grunnlagna enda mun dýrari en steinsteyrt rör og framleiðendum fór<br />

fækkandi erlend<strong>is</strong>.<br />

Ráðstefna á Hótel Loftleiðum<br />

Í mars árið 1994 var haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum um hver ábyrgð lagnamanna væri og voru þar settar<br />

fram spurningar um frágang hönnuða og lagnamanna, hverjar séu úttektir á lagnakerfum, sérstaklega lokaúttektir.<br />

Þarna fluttu erindi hvorki fleiri né færri en ellefu lagnamenn. Þrátt fyrir það er bókað í fundargerð stjórnar 23.<br />

mars „að frekar lítið hafi komið út úr fundinum, erindi voru mörg hver ómarkv<strong>is</strong>s og ekki vel undirbúin, þannig<br />

að lítið var tekið á málum sem átti að fjalla um. Fram kom það sjónarmið að umræðuhópar hefðu þurft<br />

að starfa og skila áliti“.<br />

Þetta varð til þess að framkvæmdastjóri félagsins Kr<strong>is</strong>tján Ottósson tók málið föstum tökum. Áður hefur veri ð<br />

sagt frá að hann innleiddi harðar og að sumum fannst óvægnar reglur um tímalengd framsöguerinda.Tæpast<br />

mun nokkur finna að þeim reglum í dag sem á annað borð þekkja þær og hafa unnið eftir þeim. Eftir þetta tók<br />

Kr<strong>is</strong>tján upp þá reglu að halda undirbúningsfund með frummælendum og prófa ræðutækni þeirra og kom þá í<br />

ljós að á því var full þörf. Þótti mörgum hámenntuðum lagnamönnum þeir vera settir niður með slíkri afskiptasemi<br />

en fundu fljótt hve mikla hjálp og stuðning þeir höfðu af þessu.<br />

Þetta var gott dæmi um hvernig nota má m<strong>is</strong>tök til uppbyggingar.<br />

Það er athygl<strong>is</strong>vert að skólar landsins, fagskólar og háskólar, troða teórískri þekkingu í menn, en að kenna þeim<br />

að selja þá þekkingu þegar út á markaðinn er komið virð<strong>is</strong>t ekki vera til í þeirra huga. Það er ekki glæsilegt að<br />

horfa upp á menn ný komna út úr háskóla, og geta ekki tjáð sig á verkfundum vegna þekkingarskorts á tjáningatækni<br />

og mannlegum samskiptum.<br />

Á einum undirbúnings fundinum varð þekktum verkfræðingi að orði.<br />

„Það eru sex ár síðan ég lauk námi í verkfræði en ég hef aldrei fengið tilsögn í sviðsframkomu, hér fæ ég þjálfun<br />

undir leiðsögn. Mikið vildi ég gefa fyrir að hafa fengið þessa þjálfun á meðan ég var í námi“.<br />

Vitað er að framkvæmdastjóri LAFÍ hefur tekið menn í einkatíma.<br />

Menn eru glaðir á aðalfundi LAFÍ og samþykkja með brosi á vör það sem stjórnin leggur til á næsta starfsári.<br />

56

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!