18.07.2013 Views

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

20 ára afmæl<strong>is</strong>rit Lagnafélags Íslands<br />

Aðrir frummælendur voru Ragnar Kr<strong>is</strong>tinsson tæknifræðingur hjá Verkfræð<strong>is</strong>tofu Guðmundar og Kr<strong>is</strong>tjáns, en<br />

hann hafði hannað kæliraftakerfi í byggingu Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands en þar var ráðstefnan<br />

haldin, einnig flutti erindi Þórarinn Magnússon verkfræðingur og byggingarstjóri húss Endurmenntunarstofnunarinnar.<br />

Hitaveita í Stykk<strong>is</strong>hólmi<br />

Heitt vatn hafði fund<strong>is</strong>t skammt frá Stykk<strong>is</strong>hólmi bæjarbúum til mikillar gleði. LAFÍ stóð fyrir lagnasýningu og<br />

upplýsingafundi í Stykk<strong>is</strong>hólmi í október 1998 eftir að óskir komu frá Bæjarstjórn þar um. Þar sýndu flestir<br />

innflytjendur lagnaefn<strong>is</strong> hvað þeir hefðu að bjóða heimamönnum þegar þeir tækju inn hitaveitu og fræðandi<br />

erindi voru haldin. Heimamenn sýndu þessum atburðum mikinn áhuga, fjölmenntu á sýningu og fræðslufund,<br />

spurðu margra spurninga. Bæjarstjórinn Ólafur Hilmar Sverr<strong>is</strong>son tók á móti gestum og flutti ávarp, ungt fólk úr<br />

Stykk<strong>is</strong>hólmi gladdi gesti með léttum lögum og ljúfum tónum.<br />

Frá ráðstefnu vegna væntanlegrar hitaveitu í Stykk<strong>is</strong>hólmi í nóvember 1998<br />

Alþjóðasýningin ISH í Frankfurt<br />

Þó segja megi að hópferðir LAFÍ á sýninguna í Frankfurt hafi verið fastur liður í starfi félagsins hefur ekki verið<br />

sagt frá hverri ferð sem farin var.<br />

Lagnasýningin í Frankfurt, sem er haldin annað hvert ár, er stærsta lagnasýning sem haldin er í Evrópu. Þar<br />

sýna framleiðendur hvers konar lagnaefn<strong>is</strong> framleiðslu sína og þar kom nýjungarnar fram. Um 1970 varð bylting<br />

á framleiðslu efna og tækja til lagna í byggingar. Fram að því hafði lagnaefni verið með hefðbundnu sniði<br />

en það sem gerð<strong>is</strong>t á þessum tímamótum var þrennt; í fyrsta lagi holskefla plastefna í lögnum, í öðru lagi nýr<br />

lagnamáti með tilkomu þrýstitengja fyrir bæði málmrör sem plaströr, í þriðja lagi hélt tölvan innreið sína í<br />

stýribúnað lagnkerfa.<br />

Það er ekki nokkur vafi að hópferðir LAFÍ fyrir lagnamenn á sýningarnar í Frankfurt hefur verið þeim nokkurskonar<br />

háskóli á liðnum árum. Í þessum ferðum soguðu menn í sig allar þær nýjungar sem voru að koma<br />

fram og mátti telja oft á tíðum til byltinga. Án þessara ferða hefði þekkingin komið seinna til Íslands og ekki<br />

orðið eins hnitmiðuð ef ekki hefði verið hægt að nálgast og kynnast því sem var að gerast hjá framleiðendum<br />

sjálfum og þeirra tæknimönnum sem sýndu í máli og verki hvernig nýjungar voru nýttar í byggingariðnaði.<br />

Í mars 1998 var ISH lagnasýning í Frankfurt og var góð þátttaka að venju. Eins og oft áður notuðu þekkt og<br />

stór fyrirtæki í lagnaiðnaði tækifærið og héldu sérstakar móttökur fyrir gestina frá Íslandi. Að þessu sinni var<br />

stórfyrirtækið Mannesmann stórtækast og bauð íslenska hópnum fyrir milligöngu umboðsaðila síns á Íslandi,<br />

Tækja -Tækni í Kópavogi, að hefja för sína með heimsókn til höfuðstöðva sinna og verksmiðju í Dusseldorf og<br />

það með að g<strong>is</strong>ta þar á hóteli fyrstu nóttina í Þýskalandi.Var þar tekið höfðinglega á móti hópnum, verksmiðjan<br />

sýnd, framleiðslan kynnt og boðið til kvöldverðar.<br />

71

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!