18.07.2013 Views

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

20 ára afmæl<strong>is</strong>rit Lagnafélags Íslands<br />

Stofnfundur Lagnafélags Íslands, haldinn laugardaginn<br />

4. okt. 1986 í ráðstefnusal Hótels Loftleiða.<br />

Formaður undirbúningsnefndar, Kr<strong>is</strong>tján Ottósson, setti fundin kl. 13:42 og voru þá 70 fundarmenn mættir.<br />

Hann stakk upp á Ragnari Halldórssyni forstóra ÍSALS til að gegna fundarstjórn og þar sem ekki komu fram<br />

aðrar uppástungur var hann sjálfkjörinn. Fundarritarar voru kjörnir Hilmar Sigurðsson og Einar Þorsteinsson.<br />

Fundarstjóri kynnti fulltrúa Iðnaðarráðuneyt<strong>is</strong>ins, Pál Líndal deildarstjóra og tók hann til máls. Páll Líndal flutti<br />

árnaðaróskir iðnaðarráðherra,Alberts Guðmundssonar sem hafði ætlað að mæta á fundinn, en gat það ekki<br />

vegna þátttöku í orkumálaráðstefnu í Cannes í Frakklandi. Páll minn<strong>is</strong>t á þau atriði sem honum fundust merkilegust<br />

í frumvarpi að lögum félagsins. Hann gat þess að hann hefði komið nálægt lagnamálum fyrir mörgum<br />

árum, þegar hann ritstýrði útgáfu reglugerðar um hitalagnir. Ræðumaður minnti á að Snorralaug væru núna u.<br />

þ. b. 750 ára og líklega elsta lagnamannvirki á Íslandi. Páll lauk máli sínu með því að óska félaginu velfarnaðar á<br />

ókomnum árum og flutti jafnframt ósk iðnaðarráðuneyt<strong>is</strong>ins um gott samstarf við hið nýja félag.<br />

Undirbúningur að stofnun félagsins.<br />

Næstur tók til máls Kr<strong>is</strong>tján Ottósson og gerði hann grein fyrir helstu þáttum undirbúningsvinnunnar. Fyrsta tilraun<br />

til að stofna félagið hófst haustið 1979. Þar voru mættir fundarboðendur þeir Þráinn Karlsson, Gunnar<br />

Kr<strong>is</strong>tinsson, Sigurður P. Kr<strong>is</strong>tjánsson og Hörður Jónsson og auk þeirra Jónas Valdimarsson, Sigurður Pálsson,<br />

Sveinn A. Sæmundsson, Einar Þorsteinsson og Kr<strong>is</strong>tján Ottósson. Eftir þetta unnu þessir menn að stofnun félagsins<br />

og boðuðu næst til fundar 22. febrúar 1980. Þar mættu 29 menn og voru haldin fjögur fræðsluerindi. Frummælendur<br />

voru Jón Þórðarson, Hörður Jónsson, Jónas Valdimarsson og Kr<strong>is</strong>tján Ottósson. Fundarstjóri var<br />

Sveinn A. Sæmundsson.<br />

Eftir þennan fund kom undirbúningsnefnd aldrei saman og þokað<strong>is</strong>t málið því ekkert áleið<strong>is</strong> fyrr en vori ð<br />

1986, en þá boðaði Kr<strong>is</strong>tján Ottósson til kynningarfundar, sem var haldinn í Iðnskólanum í Reykjavík þ. 15.<br />

maí. Þar mættu 19 menn og voru 7 þeirra kosnir í undirbúningsnefnd en þeir voru:<br />

Kr<strong>is</strong>tján Ingimundarson, blikksmíðame<strong>is</strong>tari<br />

Guðmundur Halldórsson, verkfræðingur<br />

Einar Þorsteinsson, tæknifræðingur<br />

Guðni Jóhannesson, verkfræðingur<br />

Hilmar Sigurðsson, verkfræðingur<br />

Jónas Valdimarsson, pípulagningame<strong>is</strong>tari<br />

Friðrik S. Kr<strong>is</strong>tinsson, tæknifræðingur<br />

og Kr<strong>is</strong>tján Ottósson, sem var valinn til að stýra nefndinni.<br />

Margir fundir voru haldnir og voru unnin drög að lögum félagsins og fræðslufundur undirbúinn.<br />

Kr<strong>is</strong>tján þakkaði nefndarmönnum fyrir ánægjulegt samstarf og fundarmönnum fyrir að mæta og sýna þar með<br />

áhuga á stofnun Lagnafélags Íslands. Hann lauk máli sínu með eftirfarandi orðum:<br />

„Góðir félagsmenn. S ý num í verki að við virðum menntun hvers annars. S ý num í verki hugarfar, samstarf og<br />

miðlun þekkingar. Þannig náum við best fram þeim tilgangi og markmiðum, sem sett eru fram í drögum að<br />

lögum fyrir Lagnafélag íslands.<br />

Lög félagsins. Kr<strong>is</strong>tján Ottósson las upp og gerði grein fyrir frumvarpi að lögum félagsins og því næst var orðið<br />

gefið frjálst.Til máls tóku Þórir Hilmarsson, Bjarni Guðbrandsson, og Sigurður Grétar Guðmundsson. Frumvarpið<br />

var samþykkt með tveimur breytingum sem felast í lengri fyrirvörum í greinum 10. og 12.<br />

Stjórnarkjör<br />

Friðrik S. Kr<strong>is</strong>tinsson las upp tillögu undirbúningsnefndar um menn í stjórn.<br />

Ekki komu fram aðrar tillögur og voru því allir þeir sem tilnefndir voru, sjálfkjörnir.<br />

Kosningu hlutu:<br />

Kr<strong>is</strong>tján Ottósson formaður<br />

Rafn Jensson<br />

Einar Þorsteinsson<br />

Sæbjörn Kr<strong>is</strong>tjánsson<br />

Jón Sigurjónsson<br />

Jónas Valdimarsson<br />

Guðmundur Halldórsson.<br />

Endurskoðendur voru kosnir Egill Skúli Ingibegsson, Gunnar Sigurðsson og Jóhannes Zoega til vara.<br />

22

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!