18.07.2013 Views

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

Lagnir 34 - lafi.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

20 ára afmæl<strong>is</strong>rit Lagnafélags Íslands<br />

Aðalfundur árið 2000<br />

Fundurinn var haldinn hjá Danfoss hf. Aðalfundarstörf voru viðamikil að vanda<br />

Stjórn var kjörin og komu þar nýjir menn inn í fyrsta sinni en stjórnin var þannig skipuð:<br />

• Þórður Ólafur Búason byggingarverkfræðingur, formaður<br />

• Magnús Þór Jónsson vélaverkfræðingur<br />

• Jóhannes Einarsson véltæknifræðingur<br />

• G. Oddur Víð<strong>is</strong>son arkitekt<br />

• Ólafur Árnason vélaverkfræðingur<br />

• Svavar T. Óskarsson pípulagningame<strong>is</strong>tari<br />

• Ásgeir Guðnason vélfræðingur<br />

Að loknum fundi skoðuðu menn húskynni Danfoss, verslun og lager, og þáðu veitingar.<br />

Kennsla í pípulögnum<br />

Eitt fyrsta mál sem nýkjörin stjórn tók fyrir var nám í pípulögnum. Allt frá því iðnnám var löggilt hefur neminn<br />

lært hjá me<strong>is</strong>tara í fjögur ár jafnframt því sem hann stundar nám í iðnskólum, eða í síðari tíð í fjölbrautarskólum.<br />

Oft fer svo að skólanám iðnnema í fámennum iðngreinum verður útundan og fer ekki á milli mála að þannig<br />

hefur farið fyrir nemum í pípulögnum.<br />

Á fund stjórnarinnar mættu tveir fulltrúar frá Félagi pípulagningame<strong>is</strong>tara, þeir Gísli Gunnlaugsson formaður félagsins<br />

og Sigurður Grétar Guðmundsson.<br />

Þá kom fram á fundinum að pípulagningamenn eru hvergi með fasta og vísa kennslu í iðnskóla í sínu fagi og<br />

því er þessi hluti náms þeirra í öngstræti.<br />

Svo vel vildi til að einn stjórnarmanna var Jóhannes Einarsson skólame<strong>is</strong>tari Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann lýsti<br />

áhuga á að hjálpa nemum í pípulögnum svo sem hægt væri til að fá betri bóklega menntun. Bauð hann fulltrúum<br />

Félags pípulagningame<strong>is</strong>tara, þeim Gísla og Sigurði Grétari ásamt Svavari Óskarssyni í heimsókn í Iðnskólann<br />

í Hafnarfirði og óskaði eftir því að fulltrúar frá Menntamálaráðuneytinu og Menntafélagi byggingariðnaðarins<br />

kæmu einnig.<br />

Allir lýstu ánægju með þessa ákvörðun. En af þessum fundi varð aldrei vegna þess að sumum aðilum fannst sér<br />

m<strong>is</strong>boðið og að ýmsir óverðugir væru að koma inn fyrir ákveðin vébönd.<br />

Kr<strong>is</strong>tján Karlsson framkvæmdastjóri Menntafélags byggingariðnaðarins krafð<strong>is</strong>t þess að fundinum væri aflýst.<br />

Hér væri farið inn á verksvið MB og Sérgreinaráðs bygginga- og mannvirkjagerðar. Þegar þetta var bori ð<br />

undir Guðmunds Ómarsson formann Sérgreinaráðs<strong>is</strong> var hann algjörlega sama sinn<strong>is</strong> og Kr<strong>is</strong>tján og jafn harður í<br />

þeirri afstöðu að þarna væru um að fjalla einstaklingar sem til þess hefðu ekkert umboð.<br />

Fundinum var aflýst til að halda friðinn en hér er sagt frá þessu máli sem víti til varnaðar.Vill svo oft fara sem<br />

hér þegar víðsýni manna er takmörkuð.<br />

Á næsta fundi stjórnar LAFÍ er bókað: „Það kom fram á fundinum að sögn KO eftir JE að fundurinn Í Iðnskólanum<br />

hafi ekki verið haldinn vegna óskiljanlegra orsaka.<br />

Tvö mál mikilvægust á þessu starfsári<br />

Þau voru annarsvegar Vottun byggingarefna og hinsvegar bygging Lagnakerfam<strong>is</strong>töðvar á Keldnaholti.<br />

Ekki verður annað sagt en að bæði þessi mál hafi verið erfið viðureignar fyrir stjórn og aðra þá sem komu að<br />

framvindu þeirra.<br />

Vottun lagnaefna, sem annara byggingarefna, hafði lengi verið ofarlega í umræðu manna en aldrei verið tekið á<br />

því máli sem nú hjá stjórn LAFÍ.Vottun lagnaefna var þá orðin í föstum skorðum hjá öllum iðnþróuðum ríkjum<br />

austan hafs og vestan. Hins vegar var mönnum það fullljóst að ekki var mögulegt að taka allar vottanir erlend<strong>is</strong><br />

frá óbreyttar og þýða þær einfaldlega yfir á íslensku og gefa þeim gildi. Það sem einkum aðskilur íslenskar<br />

lagnir frá þeim evrópsku, sem er fyrirmynd Íslendinga í flestu sem viðkemur lögnum, er jarðhitinn og<br />

nýting hans. Mikið umræða hafði einnig verið um notkun plaströra í lagnakerfi og á þessu ári voru um tuttugu<br />

ár liðin frá því plaströr urðu nánast algjörlega samþykkt í flest lagnakerfi á Norðurlöndum og flestum löndum<br />

Vestur-Evrópu, einnig vestanhafs. Á Íslandi voru plaströr strax viðurkennd nánast sjálfkrafa í tvö lagnakerfi, frárennsl<strong>is</strong>kerfi<br />

og snjóbræðslukerfi.<br />

Vottun lagnaefna kemur fyrir á þessu starfsári næstum í hverri einustu fundargerð stjórnar. Hvati að því í upphafi<br />

starfsárs var að einhverju leyti hvasst og skipandi bréf frá Byggingafulltrúanum í Reykjavík um að fara skyldi eftir<br />

Byggingarreglugerð um vottun lagnaefna og tilgreina skyldi á teikingum hönnuða hvaða vottuð lagnaefni skyldi<br />

nota. Á einum stjórnarfundi bendir Ólafur Árnason verkfræðingur og hönnuður á að það sé með öllu óheimilt<br />

að taka fram framleiðsluheiti plastlagna til dæm<strong>is</strong>.<br />

79

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!