24.12.2012 Views

Raddþjálfun einstaklinga með parkinsonsveiki: Mat á ... - Skemman

Raddþjálfun einstaklinga með parkinsonsveiki: Mat á ... - Skemman

Raddþjálfun einstaklinga með parkinsonsveiki: Mat á ... - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þannig var tímasetning þj<strong>á</strong>lfunar metin. Niðurstöður sýndu að þau dýr sem byrjuðu strax að nota<br />

hreyfihamlaða útliminn n<strong>á</strong>ðu sér best og engin merki voru um ósamhverfu í hreyfingum þeirra eftir að<br />

gifs var fjarlægt. Það sýnir að það skiptir m<strong>á</strong>li hversu fljótt eftir skaðann þj<strong>á</strong>lfun hefst, því fyrr sem hún<br />

hefst því betri <strong>á</strong>rangur næst. Rannsókn þar sem gifs var sett <strong>á</strong> hreyfihamlaða útlim dýranna benti til<br />

þess að lítil virkni geti leitt til þess að sjúkdómurinn versni fyrr en ella (Tillerson o.fl., 2002). Niðurstöður<br />

dýratilrauna benda til þess að þéttar og <strong>á</strong>kafar æfingar ýti undir aðlögun miðtaugakerfisins og auki<br />

hreyfigetu (Fisher o.fl., 2004; Petzinger o.fl., 2006; Petzinger o.fl., 2007; Vučković o.fl., 2010).<br />

Mikilvægt er þó að hafa í huga að dýratilraunir hafa sínar takmarkanir og erfitt er að yfirfæra<br />

niðurstöður þeirra beint <strong>á</strong> fólk, <strong>með</strong>al annars vegna þess að mikill munur er <strong>á</strong> líkamsstarfsemi rotta,<br />

músa og manna. Einnig vitum við ekki hvort skaðinn af völdum þessara efna sé sambærilegur<br />

skaðanum sem verður vegna <strong>parkinsonsveiki</strong>nnar (Hartung, 2008).<br />

Fisher o.fl. (2008) rannsökuðu <strong>á</strong>hrif mismunandi þéttra og <strong>á</strong>kafra æfinga <strong>á</strong> <strong>einstaklinga</strong> <strong>með</strong><br />

<strong>parkinsonsveiki</strong>. Notuð voru sérstök hlaupabretti <strong>með</strong> ólum sem gera einstaklingum kleift að taka<br />

stærri skref og halda betur jafnvægi. Einn hópur fékk þj<strong>á</strong>lfun sem var mjög <strong>á</strong>köf, annar hópur fékk<br />

þj<strong>á</strong>lfun sem var minna <strong>á</strong>köf og þriðji hópurinn fékk einungis fræðslu. Eftir 24 <strong>með</strong>ferðartíma var<br />

hreyfigeta metin betri í öllum hópum en hópurinn sem fékk þéttustu og <strong>á</strong>köfustu þj<strong>á</strong>lfunina sýndi mestu<br />

framfarirnar. Til að meta hvort aðlögun hafi orðið í miðtaugakerfinu var segulörvun (e. transcranial<br />

magnetic stimulation) notuð. Þetta er aðferð sem gerir rannsakendum kleift að meta hæfni frumu eða<br />

vefjar í barkar- og mænuhreyfikerfinu til að bregðast við <strong>á</strong>reiti (Fisher o.fl., 2008; Petzinger o.fl., 2010).<br />

Niðurstöður segulörvunarinnar bentu til minni parkinsonseinkenna eftir þétta og <strong>á</strong>kafa þj<strong>á</strong>lfun og að<br />

breytingar hefðu orðið <strong>á</strong> starfsemi miðtaugakerfisins.<br />

Í heildina benda niðurstöður dýratilrauna og rannsókna <strong>á</strong> einstaklingum <strong>með</strong> <strong>parkinsonsveiki</strong> til að<br />

þj<strong>á</strong>lfun eigi að vera þétt og <strong>á</strong>köf, hún eigi að byrja sem fyrst eftir greiningu, það verði að halda<br />

þj<strong>á</strong>lfuninni við og forðast það að verða óvirkur. Þessar rannsóknir hafa aðallega snúið að <strong>á</strong>hrifum<br />

þj<strong>á</strong>lfunar <strong>á</strong> útlimi. Rannsóknir <strong>á</strong> þéttri og <strong>á</strong>kafri talþj<strong>á</strong>lfun sem <strong>einstaklinga</strong>r f<strong>á</strong> vegna m<strong>á</strong>lstols eftir<br />

heilablóðfall benda til þess að aðlögun verði einnig í þeim hlutum miðtaugakerfisins sem sj<strong>á</strong> um tal<br />

(Meinzer o.fl., 2004; Pulvermüller, Hauk, Zohsel, Neininger og Mohr, 2005) en þekking <strong>á</strong><br />

aðlögunarhæfni þeirra hluta miðtaugakerfisins sem sj<strong>á</strong> um tal er enn takmörkuð.<br />

1.4 LSVT ® raddþj<strong>á</strong>lfun<br />

Taltruflun <strong>með</strong>al <strong>einstaklinga</strong> <strong>með</strong> <strong>parkinsonsveiki</strong> er mjög algeng en þr<strong>á</strong>tt fyrir það er talið að í<br />

Bandaríkjunum f<strong>á</strong>i aðeins um 3-4% <strong>einstaklinga</strong> <strong>með</strong> <strong>parkinsonsveiki</strong> talþj<strong>á</strong>lfun (Hartelius og<br />

Svensson, 1994). Hlutfallið hérlendis er ekki þekkt en nýleg könnun í Hollandi sýndi að þarlendis var<br />

14% vísað í talþj<strong>á</strong>lfun (Nijkrake o.fl., 2009). Rannsóknir <strong>á</strong> <strong>á</strong>hrifum talþj<strong>á</strong>lfunar sýndu lengi vel misjafnar<br />

niðurstöður og svo virtist sem erfitt væri að viðhalda <strong>á</strong>rangri til lengri tíma (sj<strong>á</strong> Yorkston, 1996). Síðustu<br />

<strong>á</strong>r hafa rannsóknir <strong>á</strong> <strong>á</strong>hrifum talþj<strong>á</strong>lfunar og aðlögunarhæfni heilans bent til þess að hægt sé að n<strong>á</strong><br />

<strong>á</strong>rangri í talþj<strong>á</strong>lfun þessara <strong>einstaklinga</strong>. Þj<strong>á</strong>lfunarkerfið Lee Silverman Voice Treatment (LSVT ® ) er ein<br />

mest rannsakaða <strong>með</strong>ferðin við taltruflun <strong>einstaklinga</strong> <strong>með</strong> <strong>parkinsonsveiki</strong>. Þetta er þétt og <strong>á</strong>köf<br />

einstaklings<strong>með</strong>ferð sem fer fram fjórum sinnum í viku í fjórar vikur, 60 mínútur í senn. Í Bretlandi er<br />

mælt <strong>með</strong> að allir <strong>einstaklinga</strong>r <strong>með</strong> <strong>parkinsonsveiki</strong> f<strong>á</strong>i talþj<strong>á</strong>lfun og er helst mælt <strong>með</strong> LSVT ®<br />

23

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!