29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

þegar einungis ein fyrirvinna er á heimilinu. Honum er ekki ætlað að mæta<br />

aukinni framfærsluþörf <strong>barna</strong>fjölskyldna sérstaklega, en það er umfjöllunarefni<br />

skýrslunnar.<br />

3.2 Greiðslur <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong><br />

Í þessum hluta er farið yfir beinar greiðslur til foreldra <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong>.<br />

Þar er um að ræða <strong>barna</strong>bætur, meðlag, mæðra- og feðralaun, <strong>barna</strong>lífeyrir<br />

og aðrar <strong>barna</strong>tengdar greiðslur almannatrygginga. Í kafla 3.3 er fjallað um<br />

aðrar opinberar greiðslur sem með óbeinum hætti eða að hluta eru ætlaðar til<br />

<strong>barna</strong>fjölskyldna, t.d. fæðingarorlof.<br />

3.2.1 Barnabætur<br />

Á Íslandi voru bætur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> teknar upp með<br />

almannatryggingalögum sem tóku gildi árið 1947 (þá kallaðar fjölskyldubætur<br />

og síðar <strong>barna</strong>bætur). Í upphafi voru bæturnar í sparnaðarskyni einungis<br />

greiddar til fjölskyldna með fjögur börn eða fleiri, en árið 1960 voru bæturnar<br />

greiddar með öllum börnum. Í upphafi voru bæturnar ekki greiddar til<br />

einstæðra foreldra og lífeyrisþega. Í löggjöfinni frá 1947 var einstæðum<br />

mæðrum hins vegar tryggður <strong>barna</strong>lífeyrir og 1952 var einstæðum mæðrum<br />

greidd mæðralaun (sjá neðar). Frá 1962 hafa bæturnar verið greiddar til allra<br />

foreldra, þ.e. til einstæðra foreldra jafnt sem hjóna.<br />

Upphaflega voru fjölskyldubæturnar ótekjutengdar og voru bæturnar<br />

greiddar óháð tekjum foreldra fram til ársins 1984 (að undanskildum árunum<br />

1973 til 1975). Árið 1984 varð hluti bótanna tekjutengdur og jókst hlutfall<br />

tekjutengdu bótanna jafnt og þétt. Árið 1997 urðu bæturnar tekjutengdar að<br />

fullu. Ári seinna var tekjutenging <strong>barna</strong>bóta endurskoðuð og ótekjutengdar<br />

bætur greiddar fyrir börn undir 7 ára aldri (Guðný Björk Eydal, 2005; Guðný<br />

Björk Eydal og Stefán Ólafsson, 2008).<br />

Í dag eiga foreldrar sem fara með forsjá <strong>barna</strong> rétt á <strong>barna</strong>bótum. Fari<br />

foreldrar sameiginlega með forsjá <strong>barna</strong>nna fær það foreldri bæturnar, sem<br />

deilir lögheimili með barninu. Bæturnar eru greiddar í gegnum skattkerfið og<br />

greiðast þær einnig til þeirra sem enga skatta greiða, skuldi foreldrar<br />

skattinum er skuldin dregin frá <strong>barna</strong>bótum. Foreldrar fá bæturnar greiddar á<br />

þriggja mánaða fresti (hér eru allar upphæðir hins vegar á mánaðargrundvelli)<br />

og skiptast jafnt milli hjóna og sambúðarfólks (Lög um tekjuskatt nr. 90/2003).<br />

Barnabætur eru greiddar fyrir hvert barn undir 18 ára aldri og skiptast<br />

þær í tvennt. Í fyrsta lagi tekjutengdar bætur og í öðru lagi ótekjutengd viðbót<br />

<strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> yngri en 7 ára. Upphæðir tekjutengdra bótanna miðast við fjölda<br />

<strong>barna</strong>, tekjur foreldra og hjúskaparstöðu. Upphæðir óskertra bóta nú árið 2010<br />

má sjá í töflu Tafla 3.1. Þær eru umtalsvert hærri fyrir einstæða foreldra en<br />

fyrir hjón og sambúðarfólk, óskertu bæturnar eru um 40-70% hærri hjá<br />

einstæðum foreldrum. Fyrir tekjuskerðingu eru bæturnar aðeins minni fyrir<br />

fyrsta barnið en jafnháar fyrir hvert barn umfram það, munurinn er þó talsvert<br />

meiri hjá hjónum. Barnabætur eru tekjutengdar m.v. tekjur fyrra árs. Hjá<br />

einstæðum foreldrum hefst skerðingin við 150 þús. kr. mánaðartekjur en við<br />

300 þús. kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Skerðingarhlutfallið er breytilegt<br />

eftir <strong>barna</strong>fjölda. 2% af tekjum umfram skerðingarmörk dragast frá hjá fyrsta<br />

barni, 5% hjá öðru barni og 7% fyrir þrjú eða fleiri börn. Barnabætur skerðast<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!