29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

afnám lágmarksmeðlags<br />

sameiginlegri ábyrgð beggja foreldra á framfærslu barns<br />

auknu frelsi foreldra til að semja um meðlag<br />

tilliti til kostnaðar af framfærslu barns<br />

tilliti til tekna beggja foreldra og<br />

tilliti til umgengni foreldrisins sem barnið býr ekki hjá<br />

Hið nýja kerfi sem lagt er fram í frumvarpinu felur í sér að meðlagsgreiðslur<br />

taki mið af tekjum beggja foreldra og skuli jafnframt taka mið af umgengni milli<br />

foreldra. Í tillögunum er gert ráð fyrir ákveðnum lágmarksframfærslukostnaði<br />

fyrir hvert barn sem foreldrar skipta sín á milli. Lágmarksframfærslan er<br />

54.000 kr. á hvert barn á mánuði árið 2010. Skiptingunni skal háttað þannig<br />

að foreldrar sem hafa hærri tekjur greiða hærra hlutfall af framfærslunni og<br />

eftir því sem umgengni umgengnisforeldris er meiri, þeim mun minni skal<br />

hlutdeild hans af lágmarksframfærslunni vera (Frumvarp til laga um breytingar<br />

á lagaákvæðum er varða framfærslu <strong>barna</strong> og meðlag skv. <strong>barna</strong>lögum nr.<br />

76/2003).<br />

3.2.3 Mæðra- og feðralaun<br />

Í upphaflegu frumvarpi almannatryggingalöggjafar frá 1946 var gert ráð fyrir<br />

sérstökum launum til einstæðra mæðra með tvö börn eða fleiri á framfæri<br />

sínu. Ákvæðið var hins vegar tekið úr frumvarpinu í sparnaðarskyni. Sjö árum<br />

síðar hóf Tryggingastofnun ríkisins (TR) að greiða einstæðum mæðrum<br />

(einstæðum feðrum síðan 1972) sem eru með tvö börn eða fleiri á framfæri<br />

sérstök laun. Hugmyndin á bak við launin var upphaflega sú að einstæðar<br />

mæður með tvö eða fleiri börn þyrftu á aðstoð frá ríkinu að halda til þess að<br />

annast börnin. Talið var að einstæðar mæður ættu sjaldnast tækifæri á því að<br />

stunda launaða vinnu, einkum konur með mörg börn á framfæri (Guðný Björk<br />

Eydal, 2005).<br />

Mæðra- og feðralaun greiðast öllum einstæðum foreldrum sem eru með<br />

tvö eða fleiri börn undir 18 ára á framfæri sínu. Launin eru greidd óháð tekjum<br />

en eru skattskyld, sérstaklega þarf þó að sækja um launin hjá TR. Upphæð<br />

launanna er 6.269 kr. á mánuði ef foreldrið hefur tvö börn á framfæri og<br />

16.300 kr. á mánuð ef börnin eru þrjú eða fleiri fyrir árið 2010. Skattskylda<br />

launanna hefur þau áhrif að ef launatekjur eru yfir skattleysismörkum (120<br />

þús. kr. á mánuð) verða mæðra- og feðralaun eftir skatt 3.936 kr. á mánuð<br />

fyrir tvö börn og 10.233 kr. á mánuð 10 . Launin falla niður ef foreldrið skráir sig í<br />

sambúð með öðrum einstaklingi (Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007).<br />

Óljóst er hvert markmið launanna er í dag þar sem þau eru ekki tilgreind<br />

í lögum um félagslega aðstoð (nr. 99/2007). Ljóst er að upphaflega markmið<br />

þeirra, að koma í staðinn fyrir launaða vinnu, hefur aldrei verið náð. Það má<br />

því líta á launin sem viðbót við <strong>barna</strong>bætur og aðrar <strong>barna</strong>tengdar greiðslur.<br />

Frávik mæðra- og feðralauna frá <strong>barna</strong>bótum eru þó fern. Í fyrsta lagi eru<br />

launin einungis greidd til einstæðra foreldra. Í öðru lagi eru launin hærri fyrir<br />

stærri fjölskyldur. Í þriðja lagi eru launin ótekjutengd en eru þó skattskyld sem<br />

gerir það að verkum að tekjuhærri foreldrar fá lægri laun (þetta á einungis við í<br />

10 Launin geta þó orðið enn lægri ef einstaklingar eru í efri skattþrepum.<br />

16

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!