29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Hjón, 1<br />

fyrirv.<br />

Hjón,<br />

0 fyrirv.<br />

Einst.<br />

fore.<br />

Samandregið má segja að fjárstuðningur hins opinbera <strong>vegna</strong><br />

framfærslu <strong>barna</strong> hjá foreldrum sem standa utan vinnumarkaðarins er mjög<br />

breytilegur eftir stöðu þeirra. Þannig fá lífeyrisþegar mjög ríflegan stuðning,<br />

atvinnulausir foreldrar, hvort sem þeir fá atvinnuleysisbætur eða<br />

fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, fá talsvert minni stuðning. Á meðan er<br />

námsmönnum tryggður talsvert hærri fjárstuðningur í gegnum Lánasjóð<br />

íslenskra námsmanna. Fjárstuðningur foreldra utan vinnumarkaðar fer því að<br />

mjög miklu leyti eftir stöðu foreldris og hallar þar helst á atvinnulausa.<br />

Tafla 4.8. Vægi fjárstuðnings á hvert barn.<br />

Fjárstuðningur á hvert barn sem hlutfall af fjárstuðningi 1. barnsins.<br />

Atvinnulausir<br />

(án rétt til<br />

Atvinnulausir<br />

(með rétt til Námsmenn Lífeyrisþegar<br />

atvl.b.) atvl.b.)<br />

Í leigu Í eigu Í leigu Í eigu Í leigu Í eigu Í leigu Í eigu<br />

1. barn 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00<br />

2. barn 0,98 0,97 0,97 0,96 1,01 1,01 0,92 0,92<br />

3. barn 0,97 1,02 0,92 0,99 1,02 1,05 0,88 0,92<br />

4. barn 0,76 0,89 0,76 0,89 0,86 0,94 0,83 0,93<br />

1. barn 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00<br />

2. barn 0,88 1,19 0,91 1,12 0,96 1,04 0,96 1,04<br />

3. barn 0,77 1,19 0,81 1,12 0,92 1,04 0,91 1,04<br />

4. barn 0,57 1,19 0,64 1,12 0,84 1,04 0,83 1,04<br />

1. barn - - 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00<br />

2. barn - - 1,04 1,05 1,30 1,05 1,06 1,03<br />

3. barn - - 1,35 1,14 1,23 1,07 1,25 1,08<br />

4. barn - - 1,22 1,35 1,12 1,12 1,16 1,16<br />

4.3 Samantekt<br />

Í þessum kafla hefur verið tekinn fjöldi dæma um fjárstuðning <strong>vegna</strong><br />

framfærslu <strong>barna</strong> (child benefit packages) í mismunandi<br />

fjölskyldusamsetningum til þess að varpa ljósi á heildarkerfi fjárstuðnings. Í<br />

ljós kemur að fjárstuðningurinn er mjög breytilegur eftir aðstæðum foreldranna<br />

og það eru margir þættir þeirra sem hafa áhrif á fjárstuðninginn. Það eru fjórir<br />

þættir sem hafa mest áhrif á að fjárstuðningur er breytilegur milli fjölskyldna. 32<br />

Í fyrsta lagi þá hefur hjúskaparstaða foreldra mikil áhrif á<br />

fjárstuðninginn. Þannig fá einstæðir foreldrar að öllu öðru óbreyttu talsvert<br />

meiri fjárstuðning heldur en hjón. Sá munur felst að stóru, en alls ekki öllu,<br />

leyti í meðlagi sem einstæðir foreldrar hafa rétt á.<br />

Í öðru lagi fá foreldrar utan vinnumarkaðarins nokkuð hærri fjárstuðning<br />

en foreldrar á vinnumarkaðnum. Það er bæði <strong>vegna</strong> þess að foreldrar utan<br />

vinnumarkaðarins fá ýmsar sértækar greiðslur <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> og <strong>vegna</strong> þess að<br />

foreldrar á vinnumarkaðnum fá lægri tekjutengdar bætur þar sem tekjur þeirra<br />

eru að öllu jöfnu hærri. Einnig er sértækur <strong>barna</strong>stuðningur mjög breytilegur<br />

milli foreldra sem eru utan vinnumarkaðarins. Þannig fá lífeyrisþegar og<br />

námsmenn nokkuð hærri stuðning en atvinnulausir foreldrar.<br />

32 Það ber að árétta að hér er fjallað um þann rétt sem foreldrar hafa fyrir tilteknum<br />

fjárstuðningi en það kann að vera að foreldrar fullnýti þann rétt ekki. Slíkt er nokkuð algengt<br />

meðal bóta almannatrygginga, einkum ef skilyrði fyrir greiðslum eru ströng (sjá kafla 2).<br />

53

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!