29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Algjörlega altækar <strong>barna</strong>bætur eru föst fjárhæð á hvert barn. Þá eru bæturnar<br />

ótekjutengdar og breytast ekki eftir aldri né fjölda <strong>barna</strong> og eru óháð<br />

hjúskaparstöðu. Það eru nokkur atriði sem víkja frá altækum <strong>barna</strong>bótum hér<br />

á landi. Í fyrsta lagi eru þær tekjutengdar, í öðru lagi eru bæturnar lægri fyrir<br />

fyrsta barnið, í þriðja lagi fá einstæðir forledrar talsvert hærri bætur og í fjórða<br />

lagi fá yngstu börnin hærri bætur. Markmið <strong>barna</strong>bóta eru ekki tilgreind í<br />

lögum um tekjuskatt (nr. 90/2003).<br />

3.2.2 Meðlag<br />

Barnalög (nr. 76/2003) kveða á um að foreldrum, báðum saman og hvoru um<br />

sig, sé skylt að framfæra barn sitt. Þegar foreldrar eru ekki í sambúð getur<br />

það foreldri sem stendur straum af framfærslu <strong>barna</strong> sinna og fer með forsjá<br />

<strong>barna</strong>nna krafist meðlags af hinu foreldri. Ef um sameiginlega forsjá er að<br />

ræða getur einungis það foreldri sem barnið hefur lögheimili hjá krafist<br />

meðlags af hinu foreldrinu sem greiðist með börnum undir 18 ára aldri.<br />

Sýslumaður getur einnig skyldað foreldri til að greiða barni framlag til<br />

menntunar eða starfsþjálfunar frá 18-20 ára aldri komi rökstudd krafa fram um<br />

það. Við skilnað, slit skráðrar sambúðar eða þegar aðrar breytingar verða á<br />

forsjá <strong>barna</strong>, verða foreldrar að semja eða láta úrskurða um meðlagsgreiðslur.<br />

Tryggingastofnun ríkisins (TR) hefur milligöngu um greiðslu lágmarksmeðlags<br />

(sjá að neðan) sé þess óskað. Foreldri verður hins vegar sjálft að sjá um<br />

innheimtu aukins meðlags auk lágmarksmeðlags fari greiðslur þess ekki í<br />

gegnum TR. Þegar TR annast milligöngu meðlags þá greiðir<br />

meðlagsgreiðandi meðlagið til Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Einstæðum<br />

foreldrum er því ávallt tryggt lágmarksmeðlag frá TR (Lög um<br />

almannatryggingar nr. 100/2007).<br />

Lágmarksupphæð meðlags nemur 21.657 kr. á mánuði fyrir árið 2010,<br />

eða samsvarandi einföldum <strong>barna</strong>lífeyri, og er foreldrum óheimilt að semja um<br />

lægra meðlag. Foreldrar geta ávallt samið um hærra meðlag en nái þeir ekki<br />

samkomulagi um meðlag þá úrskurðar sýslumaður um greiðslu meðlags.<br />

Sýslumaður hefur, skv. viðmiði dómsmálaráðuneytisins, fjárhagsstöðu og hagi<br />

beggja foreldra og þarfir barnsins til hliðsjónar þegar hann úrskurðar um<br />

meðlagsgreiðslur. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið birtir árlega<br />

viðmiðunarfjárhæðir handa sýslumönnum til leiðbeiningar við ákvarðanatöku<br />

fyrir upphæðir meðlags. Þrátt fyrir að sýslumanni beri að taka mið af högum<br />

beggja foreldra taka viðmiðunarfjárhæðir einvörðungu mið af tekjum<br />

meðlagsgreiðenda (Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, e.d.). Þrátt fyrir að<br />

sýslumaður noti viðmið ráðuneytisins þá tekur meðlagskerfið í framkvæmd<br />

fyrst og fremst mið af tekjum þess foreldris sem greiðir meðlagið (Frumvarp til<br />

laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu <strong>barna</strong> og meðlag skv.<br />

<strong>barna</strong>lögum nr. 76/2003).<br />

Meðlag er, ólíkt öðrum greiðslum sem hér er fjallað um, ekki<br />

fjárstuðningur frá hinu opinbera. Þar sem TR getur annast greiðslu meðlags<br />

þá tryggir TR greiðslu lágmarksmeðlags til allra einstæðra foreldra og því má<br />

að hluta til líta á meðlag sem opinberan fjárstuðning. Þannig má benda á að<br />

innheimtustofnun náði árið 2009 einvörðungu að heimta 75% af kröfum til<br />

meðlagsgreiðenda, 2005-2007 var hlutfallið um 85% (Innheimtustofnun<br />

sveitarfélaga, 2009). Það má hins vegar ekki leggja meðlag til jafns við aðrar<br />

<strong>barna</strong>tengdar greiðslur og er að vissu leyti varhugavert að hafa meðlag með í<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!